Erfitt að skiljast ekki að í átökunum og þúsunda saknað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 10:28 Fjöldi fólks hefur verið á vergangi frá því að átökin brutust út og neyðst til að þvælast fram og til baka á svæðinu eftir því hvar sprengjum rignir niður hverju sinni. AP/Abdel Kareem Hana Samkvæmt Alþjóðanefnd Rauða krossins hafa nefndinni borist tilkynningar um 6.400 einstaklinga sem enn er saknað á Gasa. Talið er að margir af þeim hafi grafist undir rústum, verið jarðsettir í ómerktum gröfum eða séu í haldi Ísraelsmanna. Um það bil 1.100 mál hafa borist nefndinni frá því í apríl. Að sögn Söruh Davies, talsmanni ICRC, hringja um það bil 500 til 2.500 einstaklingar í neyðarlínur nefndarinnar í viku hverri en langflest símtölin varða einstaklinga sem er saknað. Fjöldinn sveiflast nokkuð að sögn Davies en fleiri tilkynningar berast þegar átök brjótast út þar sem margir eru saman komnir og þegar tilskipanir um rýmingu berast í aðdraganda aðgerða. „Því miður þá er auðvelt fyrir fólk að skiljast að í ringulreiðinni. Fólk er hrætt, stundum er myrkur og erfitt að sjá til, ef það eru sprengingar þá flýr fólk og týnir hvort öðru,“ segir hún. Þá liggi ekki alltaf fyrir hvar fólk endar ef það er flutt á brott í sjúkrabifreiðum, til að mynda. Um það bil 2.300 mál sem komið hafa inn á borð ICRC hefur verið lokað, þannig að viðkomandi fannst annað hvort á lífi eða látinn. Samtökin Save the Children hafa bent á að þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hefðu aðföng til að standa í björgunarstörfum væri það ómögulegt vegna yfirstandandi átaka. Muhammad Naji, íbúi í al-Falluja í norðurhluta Gasa, segir björgunarmönnum hafa tekist að bjarga átta úr húsarústum eftir nýlega árás. Sautján séu hins vegar taldir fastir og frændsystkina Naji er saknað. „Við vitum ekkert um þau,“ segir hann. „Byggingin hrundi á höfuðið á þeim. Eru þau látin? Eru þau lifandi? Enginn getur sagt okkur neitt. Ef frændsystkini mín eru dáin viljum við grafa þau. Við getum hvorki hugsað né skilið.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Ísrael Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Um það bil 1.100 mál hafa borist nefndinni frá því í apríl. Að sögn Söruh Davies, talsmanni ICRC, hringja um það bil 500 til 2.500 einstaklingar í neyðarlínur nefndarinnar í viku hverri en langflest símtölin varða einstaklinga sem er saknað. Fjöldinn sveiflast nokkuð að sögn Davies en fleiri tilkynningar berast þegar átök brjótast út þar sem margir eru saman komnir og þegar tilskipanir um rýmingu berast í aðdraganda aðgerða. „Því miður þá er auðvelt fyrir fólk að skiljast að í ringulreiðinni. Fólk er hrætt, stundum er myrkur og erfitt að sjá til, ef það eru sprengingar þá flýr fólk og týnir hvort öðru,“ segir hún. Þá liggi ekki alltaf fyrir hvar fólk endar ef það er flutt á brott í sjúkrabifreiðum, til að mynda. Um það bil 2.300 mál sem komið hafa inn á borð ICRC hefur verið lokað, þannig að viðkomandi fannst annað hvort á lífi eða látinn. Samtökin Save the Children hafa bent á að þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hefðu aðföng til að standa í björgunarstörfum væri það ómögulegt vegna yfirstandandi átaka. Muhammad Naji, íbúi í al-Falluja í norðurhluta Gasa, segir björgunarmönnum hafa tekist að bjarga átta úr húsarústum eftir nýlega árás. Sautján séu hins vegar taldir fastir og frændsystkina Naji er saknað. „Við vitum ekkert um þau,“ segir hann. „Byggingin hrundi á höfuðið á þeim. Eru þau látin? Eru þau lifandi? Enginn getur sagt okkur neitt. Ef frændsystkini mín eru dáin viljum við grafa þau. Við getum hvorki hugsað né skilið.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Ísrael Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira