Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Freyja Steingrímsdóttir skrifa 5. júlí 2024 07:00 Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum. Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín. Eftirfarandi voru örfá af stærstu verkefnum frá áramótum: Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum. Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags. Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum. Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar. Þar má nefna úttekt og breytingu á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs, nýjar starfsreglur og gerð fjárhagsáætlunar í fyrsta skipti. Ráðist var í stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks og unnin samskiptastefna til að móta lykilskilaboð og áherslur til næstu missera eftir að könnun var gerð á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla. Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar fyrir félagsfólk og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust. Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi. Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku. Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Freyja Steingrímsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum. Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín. Eftirfarandi voru örfá af stærstu verkefnum frá áramótum: Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum. Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags. Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum. Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar. Þar má nefna úttekt og breytingu á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs, nýjar starfsreglur og gerð fjárhagsáætlunar í fyrsta skipti. Ráðist var í stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks og unnin samskiptastefna til að móta lykilskilaboð og áherslur til næstu missera eftir að könnun var gerð á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla. Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar fyrir félagsfólk og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust. Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi. Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku. Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Freyja Steingrímsdóttir
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun