Ert þú í góðu netsambandi? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. júlí 2024 11:00 Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netöryggi Sveitarstjórnarmál Fjarskipti Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun