Glútenlaust gull á grillið Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2024 08:01 Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verðlag Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun