Víkingar geta náð því sem enginn hefur gert í sextíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 15:01 Aron Elís Þrándarson og Danijel Dejan Djuric fagna bikarsigri Víkinga í fyrra. Með þeim á myndini er Oliver Ekroth. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru einum leik frá fimmta bikarúrslitaleiknum í röð og sá leikur er á móti Stjörnunni í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira