Fótbolti

Sneri aftur eftir tveggja mánaða fjar­veru og skoraði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Vålerenga í dag.
Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Vålerenga í dag. vísir/hulda margrét

Sædís Rún Heiðarsdóttir sneri aftur eftir meiðsli og skoraði í stórsigri Vålerenga á Roa, 5-0, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sædís hefur verið frá keppni undanfarnar vikur vegna meiðsla og hafði ekki spilað síðan 20. apríl vegna þeirra.

Hún sneri aftur á völlinn þegar hún kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum í dag. Þá var staðan 3-0, Vålerenga í vil.

Tuva Espas kom heimakonum í 4-0 á 78. mínútu og í uppbótartíma skoraði Sædís svo fimmta mark liðsins. Þetta var fyrsta mark hennar fyrir félagið.

Vålerenga er með fimm stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

Natasha Moora Anasi kom inn á sem varamaður á lokamínútunni þegar Brann sigraði Lyn, 1-5, á útivelli. Brann er í 3. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Vålerenga.

Ásdís Karen Halldórsdóttir lék ekki með Lillestrøm sem gerði 1-1 jafntefli við Arna-Bjørnar á útivelli. Lillestrøm er með 24 stig í 4. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×