Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:51 Maðurinn fannst látinn i íbúð í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13