Árás á lýðræðið í landinu: Íslenskað streymi eða ekki! Hólmgeir Baldursson skrifar 24. júní 2024 15:31 Sem áhugamaður um sjónvarp og rekstraraðili línulegs streymis Skjás 1 hef ég af og til ritað nokkur fátækleg opinber orð um þýðingarskyldu, en tilefnið er að ráðamenn þjóðarinnar vilja nú koma böndum á erlend áhrif streymisleiga hér á landi hvað varðar íslenska tungu. Umræðan er ansi fyrirferðarmikil hjá þeim blessuðum og birtist víða þessa daganna. En vanda skal til verka og gæta þess að rétt og eðlileg samkeppni eigi sér stað í þess að byggja upp fleiri hindranir, en helsta kappsmál okkar sem stundum afþreyingarmiðlun er að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi aðgengi að íslenskum texta og íslenskri tungu í stað þess að erlendar streymisveitur skauti ávallt fram hjá íslenskunni í krafti alþjóðavæðingar en "litlu innlendu" streymisaðilarnir eins og Skjár 1 sé "skikkaður" samkvæmt lögum til að texta og talsetja ALLT sitt efni með miklum tilkostnaði sem sýnilega er að sliga rekstrarumhverfið, enda staðreynd að bara textinn við eina kvikmynd kostar um 90.000.- og ljóst að eitt útsendingarkvöld kostar stöðina um 360.000.- og einn mánuður því rúmlega 10 milljónir króna. Ég hef kvartað undan óvæginni "óraunhæfri samkeppni" fyrr en ekkert virðist ná eyrum þeirra sem öllu ráða og sá eini sem las síðasta pistil frá mér taldi mig vera að reyna að "betla" pening af Ríkinu, en það er öðru nær, ég vil bara að það sama nái yfir alla, ekki bara "suma". Ef rýnt er í nýlegt frumvarp sem liggur inni þá kvarta ég helst undan því að verið sé að byggja upp fleiri veggi en teknir séu niður og staðreyndin er einfaldlega bara sú að þar sem ég hef íslenskað fjölda kvikmynda og heimildarþátta fyrir bæði Netflix & Viaplay þá veit ég fyrir víst að þetta er auðveldlega gerleg framkvæmd, þar sem þessir miðlar úthýsa þessum verkefnum á þar til bæra aðila, en hafa undanfarna mánuði hreinlega hætt öllum slíkum aðgerðum og ástæðan er kannski sú að þeir þurfa ekki að leggja í kostnaðinn vegna þess að íslenskt umhverfi leyfir erlent tal og textalaust streymi, en innlendir aðilar eru skyldaðir lögum samkvæmt að kosta til talsetningu og textunnar án þess að gætt sé jafnræðis og nær væri að því að styrkja íslenska tungu í samkeppni við erlenda starfsemi svo við þessir fáu sem enn stunda þetta, getum haldið áfram af einhverri reisn. Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að þetta blessaða gervigreindarsull hefur verið notað við textun nokkurra mynda til að spara pening, en það þarf svo að prófarkalesa allt og á endanum er þetta varla að borga sig, en lái manni hver sem vill að á meðan ekki kemur króna í styrk þá þarf ég persónulega að standa straum af þessari vinnu. Nú er lag, en „menningargjaldið“ er ekki að fara að gera neitt enda á það að renna eins og önnur fjárframlög í héraðsfréttablöðin úti á landi sem hafa nákvæmlega enga tengingu við streymisveitur með afþreyingarefni, hvað þá Kvikmyndamiðstöðin sem útdeilir fjármagni í framleiðslu innlends efnis sem svo aldrei mun enda hjá minni streymisþjónustu yfir höfuð, þannig að hver er minn hagur af því að greiða „menningargjald“ til Ríkisins? Hann er nákvæmlega enginn. En allavega, takk fyrir að horfa á íslenskað textað og talsett efni í boði Skjás 1 sem hefur fært rúmlega 17.000 landsmönnum mánaðarlega frítt bíó og ef miðaverð einnar kvikmyndasýningar er skoðað, þá má til gamans kannski segja sem svo að við erum að spara landsmönnum rúmlega 33 milljónir í hverjum mánuði. Og til að halda áfram að gantast með tölur má kannski segja af því að þetta er „fríkeypis streymi“, þá eru landsmenn kannski að spara sér um 50 milljónir í áskriftargjöld í hverjum mánuði, þannig að það er varla til of mikils að kalla eftir þýðingarstyrk til að gera betur þegar maður er að sýna 120 kvikmyndir í hverjum mánuði, eða 1.440 kvikmyndasýningar á ári, er það? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Íslensk tunga Fjölmiðlar Netflix Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sem áhugamaður um sjónvarp og rekstraraðili línulegs streymis Skjás 1 hef ég af og til ritað nokkur fátækleg opinber orð um þýðingarskyldu, en tilefnið er að ráðamenn þjóðarinnar vilja nú koma böndum á erlend áhrif streymisleiga hér á landi hvað varðar íslenska tungu. Umræðan er ansi fyrirferðarmikil hjá þeim blessuðum og birtist víða þessa daganna. En vanda skal til verka og gæta þess að rétt og eðlileg samkeppni eigi sér stað í þess að byggja upp fleiri hindranir, en helsta kappsmál okkar sem stundum afþreyingarmiðlun er að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi aðgengi að íslenskum texta og íslenskri tungu í stað þess að erlendar streymisveitur skauti ávallt fram hjá íslenskunni í krafti alþjóðavæðingar en "litlu innlendu" streymisaðilarnir eins og Skjár 1 sé "skikkaður" samkvæmt lögum til að texta og talsetja ALLT sitt efni með miklum tilkostnaði sem sýnilega er að sliga rekstrarumhverfið, enda staðreynd að bara textinn við eina kvikmynd kostar um 90.000.- og ljóst að eitt útsendingarkvöld kostar stöðina um 360.000.- og einn mánuður því rúmlega 10 milljónir króna. Ég hef kvartað undan óvæginni "óraunhæfri samkeppni" fyrr en ekkert virðist ná eyrum þeirra sem öllu ráða og sá eini sem las síðasta pistil frá mér taldi mig vera að reyna að "betla" pening af Ríkinu, en það er öðru nær, ég vil bara að það sama nái yfir alla, ekki bara "suma". Ef rýnt er í nýlegt frumvarp sem liggur inni þá kvarta ég helst undan því að verið sé að byggja upp fleiri veggi en teknir séu niður og staðreyndin er einfaldlega bara sú að þar sem ég hef íslenskað fjölda kvikmynda og heimildarþátta fyrir bæði Netflix & Viaplay þá veit ég fyrir víst að þetta er auðveldlega gerleg framkvæmd, þar sem þessir miðlar úthýsa þessum verkefnum á þar til bæra aðila, en hafa undanfarna mánuði hreinlega hætt öllum slíkum aðgerðum og ástæðan er kannski sú að þeir þurfa ekki að leggja í kostnaðinn vegna þess að íslenskt umhverfi leyfir erlent tal og textalaust streymi, en innlendir aðilar eru skyldaðir lögum samkvæmt að kosta til talsetningu og textunnar án þess að gætt sé jafnræðis og nær væri að því að styrkja íslenska tungu í samkeppni við erlenda starfsemi svo við þessir fáu sem enn stunda þetta, getum haldið áfram af einhverri reisn. Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að þetta blessaða gervigreindarsull hefur verið notað við textun nokkurra mynda til að spara pening, en það þarf svo að prófarkalesa allt og á endanum er þetta varla að borga sig, en lái manni hver sem vill að á meðan ekki kemur króna í styrk þá þarf ég persónulega að standa straum af þessari vinnu. Nú er lag, en „menningargjaldið“ er ekki að fara að gera neitt enda á það að renna eins og önnur fjárframlög í héraðsfréttablöðin úti á landi sem hafa nákvæmlega enga tengingu við streymisveitur með afþreyingarefni, hvað þá Kvikmyndamiðstöðin sem útdeilir fjármagni í framleiðslu innlends efnis sem svo aldrei mun enda hjá minni streymisþjónustu yfir höfuð, þannig að hver er minn hagur af því að greiða „menningargjald“ til Ríkisins? Hann er nákvæmlega enginn. En allavega, takk fyrir að horfa á íslenskað textað og talsett efni í boði Skjás 1 sem hefur fært rúmlega 17.000 landsmönnum mánaðarlega frítt bíó og ef miðaverð einnar kvikmyndasýningar er skoðað, þá má til gamans kannski segja sem svo að við erum að spara landsmönnum rúmlega 33 milljónir í hverjum mánuði. Og til að halda áfram að gantast með tölur má kannski segja af því að þetta er „fríkeypis streymi“, þá eru landsmenn kannski að spara sér um 50 milljónir í áskriftargjöld í hverjum mánuði, þannig að það er varla til of mikils að kalla eftir þýðingarstyrk til að gera betur þegar maður er að sýna 120 kvikmyndir í hverjum mánuði, eða 1.440 kvikmyndasýningar á ári, er það? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun