Selja eintómt brauð á 3.190 krónur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 10:32 Magnús Hafliðason segir pítsuna vera grín. Skjáskot/Vilhelm Ýmsir ráku upp stór augu í gær og í dag þegar þeir skoðuðu vefsíðu Dominos en þar er ný pítsa á matseðli sem ber heitið „Nakin pizza“. Nýja pítsan er án áleggs, án sósu og án osts. Brauðið kostar 3.190 krónur samkvæmt matseðli. Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, segir í samtali við Vísi að í raun sé um grín að ræða og að pítsan sé aðeins á matseðli í gær og í dag. Grínið kom frá auglýsingastofunni „Þetta er nú hálfgert grín bara. Hugmyndin er sú að nakin pítsa er nú kannski ekki beint eitthvað sem þú hugsar um alla daga. Þetta er hugmynd sem kom frá auglýsingastofunni okkar og vannst áfram okkar á milli og við ákváðum bara að kýla á þetta.“ Hugmyndin spratt upp í tengslum við gamla hjátrú um Jónsmessunótt en samkvæmt henni er talið að það sé mjög heilnæmt að velta sér nakinn upp úr dögginni um nóttina. „Þetta er í tengslum við Jónsmessuna. Þetta kemur þaðan og það er grínið. Við vildum sjá hvernig nakin pítsa yrði. Þú getur haft hana með þér.“ Þó nokkrir pantað sér pítsuna Þótt að um grín sé að ræða hafa þó nokkrir viðskiptavinir Dominos pantað sér nýju pítsuna. Magnús segir það koma á óvart. Spurður hvort það hafi komið til greina að hafa pítsuna ódýrari segir Magnús: „Við vorum nú reyndar að spá í að verðleggja hana þannig að það myndi enginn panta hana og við töldum okkur nú vera að gera það með því að hafa hana svona. Þetta er nú bara til gamans gert og líka kannski til að láta fólk velta fyrir sér hvort við séum nú alveg búin að tapa því. Við sáum að fólk var aðeins að velta þessu fyrir sér í gær eins og eðlilegt er,“ segir Magnús. Neytendur Pítsur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, segir í samtali við Vísi að í raun sé um grín að ræða og að pítsan sé aðeins á matseðli í gær og í dag. Grínið kom frá auglýsingastofunni „Þetta er nú hálfgert grín bara. Hugmyndin er sú að nakin pítsa er nú kannski ekki beint eitthvað sem þú hugsar um alla daga. Þetta er hugmynd sem kom frá auglýsingastofunni okkar og vannst áfram okkar á milli og við ákváðum bara að kýla á þetta.“ Hugmyndin spratt upp í tengslum við gamla hjátrú um Jónsmessunótt en samkvæmt henni er talið að það sé mjög heilnæmt að velta sér nakinn upp úr dögginni um nóttina. „Þetta er í tengslum við Jónsmessuna. Þetta kemur þaðan og það er grínið. Við vildum sjá hvernig nakin pítsa yrði. Þú getur haft hana með þér.“ Þó nokkrir pantað sér pítsuna Þótt að um grín sé að ræða hafa þó nokkrir viðskiptavinir Dominos pantað sér nýju pítsuna. Magnús segir það koma á óvart. Spurður hvort það hafi komið til greina að hafa pítsuna ódýrari segir Magnús: „Við vorum nú reyndar að spá í að verðleggja hana þannig að það myndi enginn panta hana og við töldum okkur nú vera að gera það með því að hafa hana svona. Þetta er nú bara til gamans gert og líka kannski til að láta fólk velta fyrir sér hvort við séum nú alveg búin að tapa því. Við sáum að fólk var aðeins að velta þessu fyrir sér í gær eins og eðlilegt er,“ segir Magnús.
Neytendur Pítsur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira