Fótbolti

West Ham þarf ekki að yfir­gefa höfuð­borgina fyrr en í nóvember

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn West Ham munu líklega ekki þjást af ferðaþreytu fyrstu vikurnar eftir að enska úrvalsdeildin hefst.
Leikmenn West Ham munu líklega ekki þjást af ferðaþreytu fyrstu vikurnar eftir að enska úrvalsdeildin hefst. Alex Davidson/Getty Images

Leikjaniðurröðun tímabilsins 2024-25 í ensku úrvalsdeildinni var birt fyrr í dag. Ljóst er að ferðakostnaður West Ham verður ekki hár í upphafi tímabils.

Lundúnaliðin í ensku úrvalsdeildinni þurfa yfirleitt ekki að punga út jafn háum fjárhæðum og önnur lið í ferðakostnað, enda eru sjö af tuttugu liðum deildarinnar staðsett í höfuðborginni.

Arsenal, Brentford, Chelsea, Crystal Palace, Fulham, Tottenham og West Ham leika öll sína heimaleiki í Lundúnum og eins og oft áður verður nóg um borgarslagi milli þessarra liða.

Óhætt er að segja að leikmenn West Ham munu líklega ekki þjást af ferðaþreytu í upphafi tímabils. Liðið þarf ekki að fara út fyrir borgarmörkin til að leika deildarleik fyrr en í upphafi nóvember, þrátt fyrir að deildin hefjist þann 16. ágúst.

Er það vegna þess að leikjaniðurröðunin lendir þannig að þeirra fyrsti útileikur gegn liði sem er ekki staðsett í Lundúnum er gegn Nottingham Forest þann 2. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×