Dómsmálaráðherran og réttarríkið Ólafur Kjartansson skrifar 18. júní 2024 07:01 Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar