Dómsmálaráðherran og réttarríkið Ólafur Kjartansson skrifar 18. júní 2024 07:01 Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst núverandi dómsmálaráðherra vera á herfilegum villigötum. Þetta á sér forsögu: Fyrir sléttum 26 árum voru sett lög um áfengi á Íslandi sem leystu af eldri lög um sama efni. Síðan þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þessum lögum, t.d.þeir sem framleiða áfenga drykki mega selja eigin framleiðslu á framleiðslustað að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Grunntilefni þessara laga hefur alltaf verið það að yfirvöld eru að reyna að hafa ákveðna umsjón með dreifingu og sölu á alkohóli til að hafa einhvern hemil á neyslu þessa efnis sem er læknisfræðilega skilgreint sem fíkni -og vímu efni sem auk þess hefur margar aðrar skaðlegar verkanir á heilsu. Smásalan skal vera í höndum átvr að undanteknu því sem selt er á stöðum með áfengisveitingaleyfi s.s. „minni“ brugghús og veitingastaðir. Þetta kemur mjög skýrt fram í þeim gögnum sem fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fyrir alþingi. Undanfarin ár hefur aukist þrýstinguri frá þeim sem vilja afnema núverandi reglur um dreifinguna á þessu fíkniefni og í staðinn sleppa því meira lausu í hendurnar á einkaaðilum sem sjá sér hag í því að gerast fíkniefnasalar. Nýjasta útspil fíkniefnasalana er síðan sú aðferð að bjóða áfengi í „netsölu“. Almenningur virðist nefnilega geta pantað áfengi til eigin neyslu erlendis frá í netsölukerfi. Innlendu fíkniefnasalarnir vísa til jafnræðisreglu ees samningnins sem segir (ef ég skil rétt) að jafnræði skuli ríkja milli innlendra og erlendra aðila í verslun. Þetta „jafnræði“ útfæra fiknienasalarnir þannig að heimilisfang fyrirtækisins er vistað erlendis en starfsemin og lagerinn á Íslandi. Alkohólblandan er afgreidd í smásölu beint af lagernum innanlands, ýmist á staðnum eða heimsent. Halda því svo fram að þetta sé netsala „frá útlöndum“. Hvað sem öðru líður er þetta háttalag þvert á móti anda gildandi laga og samskonar dæmi frá Svíþjóð segir að Íslensku fíkniefnasalarnir fari ekki að öllu leyti með rétt mál í sínum málflutningi þegar þeir mæla fyrir þessu atferli sínu. Úr þessu öllu hefur verið búin til réttaróvissa sem ég er undrandi á að ekki hafi verið gerð gangskör að fá skýrða. Styrkur réttarríkisins felst meðal annars í því að lagatúlkun sé skýr og ef óvissa skapast um rétta túlkun sé það hlutverk dómstóla að skera úr um vafan. Til þess gæti þurft t.d. málshöfðun og fyrir málshöfðun þarf einhver að kæra. Það er búiða að kæra, ein kæran var frá átvr sem kærði sem handhafi einkaréttaraðilans í smásölu utan veitingastaðanna en kæran fékk ekki efnislega meðferð vegna einhvers formgalla. Fjármálaráðherra sem er yfirvald átvr vildi ekki að málið færi lengra og lét það niður falla. Með því lét hann „óvissuna“ versna. Einstaklingur kærði til lögreglu það sem viðkomandi taldi vera ólöglegt athæfi, lagði fram allar sannanir sem þurfti til að sanna atburðinn og hvað svo? Ekki neitt, lögreglan virðist ekki fylgja málinu eftir. Saksóknaraembættin hafe enn ekkert aðhafst svo ég viti. En hvað gerir dómsmálaráðherran til að draga úr „réttaróvissunni“ sem er orðin neyðarlega áberandi? Ekki neitt. Þvert á móti skammar dómsmálaráðherra nýjan fjármálaráðherra fyrir að reyna að vinna að því að stofnun undir hans forræði, stofnun sem er eitt helsta verkfæri ríkisins til að hafa einhverja stjórn á stærstu fíkniefnadreifingunni, fái skýrt í hvað lagaumhverfi stofnunin starfi. Dómsmálaráðherra er semsagt að viðhalda réttaróvissu sem hefur mikil áhrif á lyðheilsu og útgöld ríkis og sveitsrfélaga. Réttaróvissu sem spillir fyrir heilbrigðu réttarfari. Mér finnst þessi dómsmálaráðherra og reyndar líka nokkrir undanfarar hennar í embætti vera þarna á herfilegum villigötum. Höfundur er virkur í starfi VG á Akureyri.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun