Þegar kvíðinn tekur völdin Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 15. júní 2024 09:30 Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar