Þegar kvíðinn tekur völdin Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 15. júní 2024 09:30 Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar