„Betur borgandi ferðamenn“ Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 13. júní 2024 16:00 Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Þessi klisja felur það í sér að Ísland eigi að einbeita sér að því að laða „betur borgandi ferðamenn” til landsins. Þetta verður sérstaklega áberandi, þegar skóinn kreppir að. Þá er þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar, sem hinn einni sanni bjargvættur. Hins vegar er það svo, að þessi „betur borgandi” ferðamaður hefur aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði. Hver er þessi „betur borgandi ferðamaður” eiginlega? Er það sá sem er tilbúinn að kaupa sömu þjónustu á hærra verði en einhver annar? Er það sá sem er tilbúinn að borga alltaf það sem upp er sett og kærir sig kollóttan um samband verðs og gæða? Er það sá sem kaupir mikla þjónustu? Er það sá sem helst kaupir dýra þjónustu? Er það sá sem dvelur lengi á landinu, ferðast um það vítt og breitt og kaupir alls konar þjónustu um allt land? Er það viðskiptaferðamaður? Er það ráðstefnugestur? Er það hvataferðamaður? Er það innlendur ferðamaður? Rof á sambandi verðs og gæða Það má færa fyrir því góð rök að flestir ferðamenn sem koma til Íslands séu að „borga betur” heldur en þeir myndu gera á öðrum áfangastöðum. Ísland er á flestum tímum hlutfallslega rándýrt ferðamannaland og rekst öðru hvoru upp í verðþakið, eins og nú virðist vera tilfellið. Ástæður fyrir því eru fjölmargar, en oft er um að ræða háan launakostnað, óhóflega skattlagningu, háan fjármagnskostnað, of sterka krónu og vissulega kemur það fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki fari fram úr sér í verðlagningu. Þessi árekstur við verðþakið verður einkum þegar samband verðs og gæða rofnar, í samanburði við þá áfangastaði sem við keppum við. Samkeppnishæfnin húrrar niður. Í þessu ástandi eru margir sem grípa í það að fyrst svona er, þá þurfum við bara að ná til „betur borgandi” ferðamanna. Það mætti skilja sem svo að það hljóti að vera einhverjir þarna úti, sem eru til í að borga hvað sem er fyrir hvað sem er. Það er augljóslega úr lausu lofti gripið, þar sem slíkir ferðamenn eru ekki til. Því er þessi nálgun aldrei lausn og frasinn kannski innantómur? Takmarkað framboð af lúxus Ef við hugsum málið aðeins, þá held ég hins vegar að margir gætu verið að meina ferðamenn sem kaupa mikla og dýra þjónustu og jafnvel vörur. Þessir ferðamenn kaupa bestu gistingu sem er í boði, borða góðan mat á fínum veitingahúsum, drekka dýr vín, eru gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum, kaupa dýra afþreyingu, kaupa merkjavöru og skilja almennt mikið eftir sig í hagkerfinu. Þeir eru tilbúnir að „borga betur” en auðvitað einungis fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þetta eru vissulega frábærir viðskiptavinir - en við gætum hins vegar, miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum - aldrei sinnt þessum markhópi eingöngu. Hvað þá að hann sé skammtímalausn í niðursveiflu. Hins vegar gæti það verið ágætis langtímamarkmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara á landinu. Venjulegir ferðamenn borga vel En hvaða hópar eru það þá sem eru verðmætastir fyrir Ísland miðað við þá innviði og það þjónustuframboð sem við búum yfir í dag og raunhæft er að ná til? Það er að mínu mati í raun einfalt - það eru þeir hópar ferðamanna sem dvelja hér lengi, bera virðingu fyrir náttúru landsins og menningu, ferðast sem víðast, kaupa þjónustu af innlendum ferðaskipuleggjendum og flugfélögum frekar en erlendum, kaupa gistingu, leigja bílaleigubíl eða ferðast með hópferðabílum, borða á veitingastöðum, kaupa afþreyingu, fara á söfn og kaupa leiðsögn innlends fagfólks þegar það á við. Þetta á sem betur fer við um stóran hluta þeirra ferðamanna sem hafa verið að koma til Íslands síðustu áratugina. Þetta eru “venjulegir” ferðamenn sem borga vel - en láta það vel í ljós, þegar gæðin eru ekki í samræmi við verðlagið. Hinir klassísku þættir markaðsfærslu eru enn í fullu gildi. Varan, verðið, dreifingin og kynningin þurfa að vera í samræmi og í lagi. Við þurfum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort við erum einhvers staðar að klikka á grunnatriðunum. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Þessi klisja felur það í sér að Ísland eigi að einbeita sér að því að laða „betur borgandi ferðamenn” til landsins. Þetta verður sérstaklega áberandi, þegar skóinn kreppir að. Þá er þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar, sem hinn einni sanni bjargvættur. Hins vegar er það svo, að þessi „betur borgandi” ferðamaður hefur aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði. Hver er þessi „betur borgandi ferðamaður” eiginlega? Er það sá sem er tilbúinn að kaupa sömu þjónustu á hærra verði en einhver annar? Er það sá sem er tilbúinn að borga alltaf það sem upp er sett og kærir sig kollóttan um samband verðs og gæða? Er það sá sem kaupir mikla þjónustu? Er það sá sem helst kaupir dýra þjónustu? Er það sá sem dvelur lengi á landinu, ferðast um það vítt og breitt og kaupir alls konar þjónustu um allt land? Er það viðskiptaferðamaður? Er það ráðstefnugestur? Er það hvataferðamaður? Er það innlendur ferðamaður? Rof á sambandi verðs og gæða Það má færa fyrir því góð rök að flestir ferðamenn sem koma til Íslands séu að „borga betur” heldur en þeir myndu gera á öðrum áfangastöðum. Ísland er á flestum tímum hlutfallslega rándýrt ferðamannaland og rekst öðru hvoru upp í verðþakið, eins og nú virðist vera tilfellið. Ástæður fyrir því eru fjölmargar, en oft er um að ræða háan launakostnað, óhóflega skattlagningu, háan fjármagnskostnað, of sterka krónu og vissulega kemur það fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki fari fram úr sér í verðlagningu. Þessi árekstur við verðþakið verður einkum þegar samband verðs og gæða rofnar, í samanburði við þá áfangastaði sem við keppum við. Samkeppnishæfnin húrrar niður. Í þessu ástandi eru margir sem grípa í það að fyrst svona er, þá þurfum við bara að ná til „betur borgandi” ferðamanna. Það mætti skilja sem svo að það hljóti að vera einhverjir þarna úti, sem eru til í að borga hvað sem er fyrir hvað sem er. Það er augljóslega úr lausu lofti gripið, þar sem slíkir ferðamenn eru ekki til. Því er þessi nálgun aldrei lausn og frasinn kannski innantómur? Takmarkað framboð af lúxus Ef við hugsum málið aðeins, þá held ég hins vegar að margir gætu verið að meina ferðamenn sem kaupa mikla og dýra þjónustu og jafnvel vörur. Þessir ferðamenn kaupa bestu gistingu sem er í boði, borða góðan mat á fínum veitingahúsum, drekka dýr vín, eru gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum, kaupa dýra afþreyingu, kaupa merkjavöru og skilja almennt mikið eftir sig í hagkerfinu. Þeir eru tilbúnir að „borga betur” en auðvitað einungis fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þetta eru vissulega frábærir viðskiptavinir - en við gætum hins vegar, miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum - aldrei sinnt þessum markhópi eingöngu. Hvað þá að hann sé skammtímalausn í niðursveiflu. Hins vegar gæti það verið ágætis langtímamarkmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara á landinu. Venjulegir ferðamenn borga vel En hvaða hópar eru það þá sem eru verðmætastir fyrir Ísland miðað við þá innviði og það þjónustuframboð sem við búum yfir í dag og raunhæft er að ná til? Það er að mínu mati í raun einfalt - það eru þeir hópar ferðamanna sem dvelja hér lengi, bera virðingu fyrir náttúru landsins og menningu, ferðast sem víðast, kaupa þjónustu af innlendum ferðaskipuleggjendum og flugfélögum frekar en erlendum, kaupa gistingu, leigja bílaleigubíl eða ferðast með hópferðabílum, borða á veitingastöðum, kaupa afþreyingu, fara á söfn og kaupa leiðsögn innlends fagfólks þegar það á við. Þetta á sem betur fer við um stóran hluta þeirra ferðamanna sem hafa verið að koma til Íslands síðustu áratugina. Þetta eru “venjulegir” ferðamenn sem borga vel - en láta það vel í ljós, þegar gæðin eru ekki í samræmi við verðlagið. Hinir klassísku þættir markaðsfærslu eru enn í fullu gildi. Varan, verðið, dreifingin og kynningin þurfa að vera í samræmi og í lagi. Við þurfum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort við erum einhvers staðar að klikka á grunnatriðunum. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun