Áhugaverðar ákvarðanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. júní 2024 17:00 Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun