Hroki og ósvífni Magnús Guðmundsson skrifar 7. júní 2024 16:30 Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí s.l. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar. Auglýsingin hefði allt eins getað verið frá fyrirtækinu Kaldhæðni ehf, sem auglýsir eftir starfsfólki, en veit ekki hvernig störfin verða eða hvar þau verða né hvenær þau byrja því fyrirtækið hefur engin leyfi. Staðreyndin er sú að strandsvæðaskipulagsvinnan skildi eftir þrjú aðalatriðin í Seyðisfirði, þ.e. siglingaöryggi, ofanflóðahættu og öryggi Farice-1 sæstrengsins. Siglingaáhættumatið var sett í hendur fyrirtækjanna og þau láta verkfræðistofu vinna það fyrir sig. Forstjóri og aðstðarforstjóri Kaldvíkur vita að áhættumat siglinga í Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Það er því alrangt af forstjórunum að halda því fram að umsókn þeirra í Seyðisfirði bíði bara staðfestingar, eins og þeir gerðu í fréttum við skráningu fyrirtækisins í kauphöllina. Forstjórarnir eiga líka að vita að ofanflóðamatið, sem Veðurstofan gerði fyrir fyrirtækið getur ekki staðist því fyrirtækið gaf ekki upp rétt hnit fyrir eldissvæðið allt. Rétt ofanflóðamat liggur því ekki fyrir, og þar með er ekki hægt að afgreiða umsókn um eldi. Farice ehf hefur allan tímann verið skírt í sinni afstöðu. “ Að mati Farice eru miklir almannahagsmunir í húfi enda er íslenskt samfélag gríðarlega háð öryggi í fjarskiptum við útlönd sem nær öll fara um þrjá fjarskiptasæstrengi Farice. Færeyskt samfélag er enn háðara virkni FARICE-1 strengsins þar sem tvær af þremur fjarskiptaleiðum Færeyja við útlönd fara um strenginn. Það er því varhugavert að tefla því öryggi í tvísýnu með því að staðsetja sjókví of nálægt sæstrengnum og eiga á hættu að valda tjóni á honum. ” Kaldvík hefur ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til Farice og MAST. „ Með umsagnarbeiðni MAST fylgdu engar frekari upplýsingar um högun akkera sjókvía, fyrirkomulag eftirlits með þeim eða skýringar á hvernig umferð þjónustuskipa og -pramma verði háttað. Að mati Farice er því ekki hægt að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis að svo stöddu. “ Forstjórar Kaldvíkur sögðu í fréttum að þeir séu með umsókn um sjókvíaeldi í Mjóafirði. Þetta er alrangt. Mjóafjörð á eftir burðarþols- og umhverfismeta og ef það verður gert þarf að auglýsa rekstrarleyfin þar og þau verða að fara í útboð. Fyrirtækið fer enn og aftur með rangt mál. Engin umsókn liggur inni hjá MAST um Mjóafjörð. Aðstoðarforstjóri Kaldvíkur talaði um það við kauphallarkynninguna að umræðan væri skökk þessa stundina, og mætti ekki byggjast á tilfinningum og upphrópunum, heldur vísindalegum rökum og yfirvegun. Umræða okkar um fyrirtækið og Seyðisfjörð hefur alltaf verið byggð á rökum og staðreyndum úr skýrslum og umsögnum, sem eru aðgengilegar á netinu. Það sama á ekki við um Kaldvík. Þau sníða sannleikann að sínum hagsmunum og reyna að afvegaleiða umræðuna. Það sést vel á þessari auglýsingaherferð fyrirtækisins en með henni dæmir það sig best sjálft. Sveitarstjórn Múlaþings og sjókvíaeldi Seyðisfjarðarkaupstaður varð 125 ára árið 2020, en í október sama ár sameinaðist hann þrem öðrum sveitarfélögum undir nafninu Múlaþing. Meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hefur ekki staðið með vilja 75% íbúa Seyðisfjarðar. Það er þvert á loforð, sem gefið var við sameininguna, þar sem hvert byggðarlag átti að fá að halda sínum sérkennum og hafa áhrif í sínu nærumhverfi. Meirihluti heimastjórnar Seyðisfjarðar hefur líka misskilið hlutverk sitt í sjókvíaeldismálinu, sem talsmenn náttúru og samfélags staðarins. Meirihlutar bæði sveitar- og heimastjórnar hafa hins vegar stutt Kaldvík bæði leynt og ljóst við að koma sjókvíaeldi fyrir í þröngri ytri höfninni í Seyðisfirði. Hvorki sveitarstjórn Múlaþings né stjórnendur Kaldvíkur, hafa séð sóma sinn í að kynna áform um sjókvíaeldi fyrir Seyðfirðingum. Það er e.t.v. vegna þess að afstaða 75% Seyðfirðinga er skýr. Þau vilja ekki sjá sjókvíaeldi í firðinum. Í grein á Vísi https://www.visir.is/g/20242578352d/thjodaroryggi er nánar fjallað um Farice-1 strenginn og þjóðaröryggi. Höfundur er félagi í VÁ félagi um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí s.l. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar. Auglýsingin hefði allt eins getað verið frá fyrirtækinu Kaldhæðni ehf, sem auglýsir eftir starfsfólki, en veit ekki hvernig störfin verða eða hvar þau verða né hvenær þau byrja því fyrirtækið hefur engin leyfi. Staðreyndin er sú að strandsvæðaskipulagsvinnan skildi eftir þrjú aðalatriðin í Seyðisfirði, þ.e. siglingaöryggi, ofanflóðahættu og öryggi Farice-1 sæstrengsins. Siglingaáhættumatið var sett í hendur fyrirtækjanna og þau láta verkfræðistofu vinna það fyrir sig. Forstjóri og aðstðarforstjóri Kaldvíkur vita að áhættumat siglinga í Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Það er því alrangt af forstjórunum að halda því fram að umsókn þeirra í Seyðisfirði bíði bara staðfestingar, eins og þeir gerðu í fréttum við skráningu fyrirtækisins í kauphöllina. Forstjórarnir eiga líka að vita að ofanflóðamatið, sem Veðurstofan gerði fyrir fyrirtækið getur ekki staðist því fyrirtækið gaf ekki upp rétt hnit fyrir eldissvæðið allt. Rétt ofanflóðamat liggur því ekki fyrir, og þar með er ekki hægt að afgreiða umsókn um eldi. Farice ehf hefur allan tímann verið skírt í sinni afstöðu. “ Að mati Farice eru miklir almannahagsmunir í húfi enda er íslenskt samfélag gríðarlega háð öryggi í fjarskiptum við útlönd sem nær öll fara um þrjá fjarskiptasæstrengi Farice. Færeyskt samfélag er enn háðara virkni FARICE-1 strengsins þar sem tvær af þremur fjarskiptaleiðum Færeyja við útlönd fara um strenginn. Það er því varhugavert að tefla því öryggi í tvísýnu með því að staðsetja sjókví of nálægt sæstrengnum og eiga á hættu að valda tjóni á honum. ” Kaldvík hefur ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til Farice og MAST. „ Með umsagnarbeiðni MAST fylgdu engar frekari upplýsingar um högun akkera sjókvía, fyrirkomulag eftirlits með þeim eða skýringar á hvernig umferð þjónustuskipa og -pramma verði háttað. Að mati Farice er því ekki hægt að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis að svo stöddu. “ Forstjórar Kaldvíkur sögðu í fréttum að þeir séu með umsókn um sjókvíaeldi í Mjóafirði. Þetta er alrangt. Mjóafjörð á eftir burðarþols- og umhverfismeta og ef það verður gert þarf að auglýsa rekstrarleyfin þar og þau verða að fara í útboð. Fyrirtækið fer enn og aftur með rangt mál. Engin umsókn liggur inni hjá MAST um Mjóafjörð. Aðstoðarforstjóri Kaldvíkur talaði um það við kauphallarkynninguna að umræðan væri skökk þessa stundina, og mætti ekki byggjast á tilfinningum og upphrópunum, heldur vísindalegum rökum og yfirvegun. Umræða okkar um fyrirtækið og Seyðisfjörð hefur alltaf verið byggð á rökum og staðreyndum úr skýrslum og umsögnum, sem eru aðgengilegar á netinu. Það sama á ekki við um Kaldvík. Þau sníða sannleikann að sínum hagsmunum og reyna að afvegaleiða umræðuna. Það sést vel á þessari auglýsingaherferð fyrirtækisins en með henni dæmir það sig best sjálft. Sveitarstjórn Múlaþings og sjókvíaeldi Seyðisfjarðarkaupstaður varð 125 ára árið 2020, en í október sama ár sameinaðist hann þrem öðrum sveitarfélögum undir nafninu Múlaþing. Meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hefur ekki staðið með vilja 75% íbúa Seyðisfjarðar. Það er þvert á loforð, sem gefið var við sameininguna, þar sem hvert byggðarlag átti að fá að halda sínum sérkennum og hafa áhrif í sínu nærumhverfi. Meirihluti heimastjórnar Seyðisfjarðar hefur líka misskilið hlutverk sitt í sjókvíaeldismálinu, sem talsmenn náttúru og samfélags staðarins. Meirihlutar bæði sveitar- og heimastjórnar hafa hins vegar stutt Kaldvík bæði leynt og ljóst við að koma sjókvíaeldi fyrir í þröngri ytri höfninni í Seyðisfirði. Hvorki sveitarstjórn Múlaþings né stjórnendur Kaldvíkur, hafa séð sóma sinn í að kynna áform um sjókvíaeldi fyrir Seyðfirðingum. Það er e.t.v. vegna þess að afstaða 75% Seyðfirðinga er skýr. Þau vilja ekki sjá sjókvíaeldi í firðinum. Í grein á Vísi https://www.visir.is/g/20242578352d/thjodaroryggi er nánar fjallað um Farice-1 strenginn og þjóðaröryggi. Höfundur er félagi í VÁ félagi um vernd fjarðar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar