Ákall eftir náttúrufræðikennurum Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifar 10. júní 2024 08:00 Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar