Sanngjarnt lífeyriskerfi: Endurskoðun í tæka tíð Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 6. júní 2024 18:30 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar a frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu eiga breytingarnar að taka gildi 1. september 2025. Lagt er til í frumvarpinu að lögin skulu endurskoðuð fyrir 1. september 2030, þ.e. fimm árum eftir gildistöku þeirra. Fram kemur í frumvarpinu að við þá endurskoðun verði horft til reynslunnar af breyttu fyrirkomulagi þjónustu og greiðslna, m.a. tölulegum upplýsingum, viðhorfum notenda og framvindu mála innan stjórnsýslunnar. ÖBÍ hefur lagt til að í stað þess að endurskoðun laganna fari fram fimm árum eftir gildistöku fari hún fram þremur árum eftir gildistöku. Sem fyrr segir er um að ræða einhverjar umfangsmestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar. Þúsundir úr hópi fatlaðs fólks á Íslandi byggja alla afkomu sína á lögum um almannatryggingar og tengdum lögum. ÖBÍ hefur vakið athygli á því að þegar um sambærilegar lagabreytingar hefur verið að ræða á þessu sama réttarsviði hefur endurskoðun innan þriggja ára verið viðhöfð. ÖBÍ telur að fimm ár án endurskoðunar sé allt of langur tími, ekki síst með hliðsjón af því að mælendur frumvarpsins leggja áherslu á að ljúka afgreiðslu þess á þeim örfáu dögum sem eftir eru af yfirstandandi þingi. Ef þetta flókna og yfirgripsmikla mál verður afgreitt á svo stuttum tíma er því miður hætta á að upp komi vankantar sem geta haft alvarlegar afleiðingar á réttindi og afkomu þeirra sem reiða sig á almannatryggingar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar a frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu eiga breytingarnar að taka gildi 1. september 2025. Lagt er til í frumvarpinu að lögin skulu endurskoðuð fyrir 1. september 2030, þ.e. fimm árum eftir gildistöku þeirra. Fram kemur í frumvarpinu að við þá endurskoðun verði horft til reynslunnar af breyttu fyrirkomulagi þjónustu og greiðslna, m.a. tölulegum upplýsingum, viðhorfum notenda og framvindu mála innan stjórnsýslunnar. ÖBÍ hefur lagt til að í stað þess að endurskoðun laganna fari fram fimm árum eftir gildistöku fari hún fram þremur árum eftir gildistöku. Sem fyrr segir er um að ræða einhverjar umfangsmestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar. Þúsundir úr hópi fatlaðs fólks á Íslandi byggja alla afkomu sína á lögum um almannatryggingar og tengdum lögum. ÖBÍ hefur vakið athygli á því að þegar um sambærilegar lagabreytingar hefur verið að ræða á þessu sama réttarsviði hefur endurskoðun innan þriggja ára verið viðhöfð. ÖBÍ telur að fimm ár án endurskoðunar sé allt of langur tími, ekki síst með hliðsjón af því að mælendur frumvarpsins leggja áherslu á að ljúka afgreiðslu þess á þeim örfáu dögum sem eftir eru af yfirstandandi þingi. Ef þetta flókna og yfirgripsmikla mál verður afgreitt á svo stuttum tíma er því miður hætta á að upp komi vankantar sem geta haft alvarlegar afleiðingar á réttindi og afkomu þeirra sem reiða sig á almannatryggingar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun