Sniglaráðherrann Þorsteinn Sæmundsson skrifar 4. júní 2024 17:32 Ráðuneyti það er kennt er við matvæli og undirstofnanir þess vinna á hraða snigilsins. Það er helst að frétta úr sniglaráðuneytinu að skýrsla MAST um hvalveiðar síðasta árs sem eyðilagðar voru þá af þáverandi sniglaráðherra mun nú hafa borist ráðuneytinu. Alla leið! Skýrslan er nú væntanlega til hraðlestrar í sniglaráðuneytinu. Eyðilegging hvalveiða á síðasta ári stóðst ekki lög að mati Umboðsmanns Alþingis eins og fram kom í áliti hans. Þáverandi sniglaráðherra er nú skriðinn í annað skjól og nýr hefur verið skipaður. Málflutningur nýja ráðherrans hefur einkum snúið að vanmætti við að taka ákvarðanir vegna stuttrar veru í embætti. Sú vera lengist að vísu hægt og hægt því miður. Nú hefur ráðherrann aukið hrokann ögn og segir að allir hljóti að skilja að ráðherra þurfi sinn tíma til að taka „tímamótaákvörðun“ i hvalveiðimálum. Þrátt fyrir það segist hún skilja að ,,ýmsir" séu orðnir óþolinmóðir yfir því hve ákvörðunin taki langan tíma. Með ,,ýmsum" á ráðherra væntanlega við eigendur Hvals hf sem horfa nú fram á að vera haldið frá veiðum annað árið í röð með geðþóttaákvörðun sem tekin er of seint. Hugsanlega líka þeim hundruðum einstaklinga sem vænst hafa starfa við veiðarnar sveitarstjórnarfólki á starfssvæðum Hvals hf. og kannski líka samstarfsflokkum í ríkisstjórn sem virðist sumum ekki líka að VG snýti sér á stjórnarsáttmálanum. Sniglaráðherrann hefur enda óskað eftir sextán! umsögnum frá ótal aðilum sem utan frá séð hafa ltila sem enga hagsmuni eða aðkomu að hvalveiðum hvað þá vísindaþekkingu nema Hafró sem hefur þegar skilað umsögn. Greinarhöfundur var eiginlega hissa að sjá ekki Samband Skólalúðrasveita í hópi þeirra sem óskað var umsagnar frá með mikilli virðingu fyrir þeim félagsskap. Með umsóknarhringekjunni er sniglaráðherrann að senda Hval hf starfsmönnum þess og sveitarfélögum þar sem fyrirtækið starfar puttann korteri áður en vertíð á að hefjast. Næsta víst er að með því að beita ráðherravaldi með geðþótta er sniglaráðherrann búinn að eyðileggja hvalveiðar þetta árið og verður væntanlega klöppuð upp af þeim þrem prósentum kjósenda sem gangast við því að styðja VG um þessar mundir. Reikningurinn vegna geðþóttans verður sendur landsmönnum líkt og vegna lögleysu fyrrum sniglaráðherra frá síðasta ári. Dýr myndi flokkurinn allur ef svo skyldi hvert prósent. Í lok janúar s.l. lagði Hvalur hf. fram umsókn um leyfi til hvalveiða. Ráðuneyti snigilsins hefur því haft um fjóra mánuði til umþóttunar gagnaöflunar og skýrslugerðar. Hlýtur það að teljast drjúgur tími þrátt fyrir að ráðherra sé enn í starfskynningu og aðlögun. Flestum er ljóst að þar sem veiðar á hval fara fram um hásumar og takmarkast m.a. af birtuskilyrðum er áríðandi að hægt sé að undirbúa vertíð á vormánuðum. Allar helstu mótbárur við hvalveiðum hafa ítrekað verið léttvægar fundnar. Gildir þá einu hvort um er að ræða verndunarsjónarmið, áhrif á ferðaþjónustu eða flökkusöguna um að enginn markaður sé fyrir kjöt sem selt var fyrir þrjá milljarða eftir síðustu heilu vertíð. Þögn Sjálfstæðisflokksins við nýjustu tafaleikjum sniglaráðherra VG er ærandi og reyndar er langlundargeð flokksins eða geðleysi með ólíkindum. Kannski ætlar flokkurinn ekki að bjóða fram í norðvesturkjördæmi. Rétt er að tilgreina hér 9. gr. Stjórnsýslulaga no. 39/1993 þar sem segir: „9. gr. Málshraði. Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er. Þar sem leitað er umsagnar skal það gert við fyrstu hentugleika. Ef leita þarf eftir fleiri en einni umsögn skal það gert samtímis þar sem því verður við komið. Stjórnvald skal tiltaka fyrir hvaða tíma óskað er eftir að umsagnaraðili láti í té umsögn sína. Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til.“ Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Hvalveiðar Matvælaframleiðsla Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðuneyti það er kennt er við matvæli og undirstofnanir þess vinna á hraða snigilsins. Það er helst að frétta úr sniglaráðuneytinu að skýrsla MAST um hvalveiðar síðasta árs sem eyðilagðar voru þá af þáverandi sniglaráðherra mun nú hafa borist ráðuneytinu. Alla leið! Skýrslan er nú væntanlega til hraðlestrar í sniglaráðuneytinu. Eyðilegging hvalveiða á síðasta ári stóðst ekki lög að mati Umboðsmanns Alþingis eins og fram kom í áliti hans. Þáverandi sniglaráðherra er nú skriðinn í annað skjól og nýr hefur verið skipaður. Málflutningur nýja ráðherrans hefur einkum snúið að vanmætti við að taka ákvarðanir vegna stuttrar veru í embætti. Sú vera lengist að vísu hægt og hægt því miður. Nú hefur ráðherrann aukið hrokann ögn og segir að allir hljóti að skilja að ráðherra þurfi sinn tíma til að taka „tímamótaákvörðun“ i hvalveiðimálum. Þrátt fyrir það segist hún skilja að ,,ýmsir" séu orðnir óþolinmóðir yfir því hve ákvörðunin taki langan tíma. Með ,,ýmsum" á ráðherra væntanlega við eigendur Hvals hf sem horfa nú fram á að vera haldið frá veiðum annað árið í röð með geðþóttaákvörðun sem tekin er of seint. Hugsanlega líka þeim hundruðum einstaklinga sem vænst hafa starfa við veiðarnar sveitarstjórnarfólki á starfssvæðum Hvals hf. og kannski líka samstarfsflokkum í ríkisstjórn sem virðist sumum ekki líka að VG snýti sér á stjórnarsáttmálanum. Sniglaráðherrann hefur enda óskað eftir sextán! umsögnum frá ótal aðilum sem utan frá séð hafa ltila sem enga hagsmuni eða aðkomu að hvalveiðum hvað þá vísindaþekkingu nema Hafró sem hefur þegar skilað umsögn. Greinarhöfundur var eiginlega hissa að sjá ekki Samband Skólalúðrasveita í hópi þeirra sem óskað var umsagnar frá með mikilli virðingu fyrir þeim félagsskap. Með umsóknarhringekjunni er sniglaráðherrann að senda Hval hf starfsmönnum þess og sveitarfélögum þar sem fyrirtækið starfar puttann korteri áður en vertíð á að hefjast. Næsta víst er að með því að beita ráðherravaldi með geðþótta er sniglaráðherrann búinn að eyðileggja hvalveiðar þetta árið og verður væntanlega klöppuð upp af þeim þrem prósentum kjósenda sem gangast við því að styðja VG um þessar mundir. Reikningurinn vegna geðþóttans verður sendur landsmönnum líkt og vegna lögleysu fyrrum sniglaráðherra frá síðasta ári. Dýr myndi flokkurinn allur ef svo skyldi hvert prósent. Í lok janúar s.l. lagði Hvalur hf. fram umsókn um leyfi til hvalveiða. Ráðuneyti snigilsins hefur því haft um fjóra mánuði til umþóttunar gagnaöflunar og skýrslugerðar. Hlýtur það að teljast drjúgur tími þrátt fyrir að ráðherra sé enn í starfskynningu og aðlögun. Flestum er ljóst að þar sem veiðar á hval fara fram um hásumar og takmarkast m.a. af birtuskilyrðum er áríðandi að hægt sé að undirbúa vertíð á vormánuðum. Allar helstu mótbárur við hvalveiðum hafa ítrekað verið léttvægar fundnar. Gildir þá einu hvort um er að ræða verndunarsjónarmið, áhrif á ferðaþjónustu eða flökkusöguna um að enginn markaður sé fyrir kjöt sem selt var fyrir þrjá milljarða eftir síðustu heilu vertíð. Þögn Sjálfstæðisflokksins við nýjustu tafaleikjum sniglaráðherra VG er ærandi og reyndar er langlundargeð flokksins eða geðleysi með ólíkindum. Kannski ætlar flokkurinn ekki að bjóða fram í norðvesturkjördæmi. Rétt er að tilgreina hér 9. gr. Stjórnsýslulaga no. 39/1993 þar sem segir: „9. gr. Málshraði. Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er. Þar sem leitað er umsagnar skal það gert við fyrstu hentugleika. Ef leita þarf eftir fleiri en einni umsögn skal það gert samtímis þar sem því verður við komið. Stjórnvald skal tiltaka fyrir hvaða tíma óskað er eftir að umsagnaraðili láti í té umsögn sína. Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til.“ Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun