Stóru fjölmiðlarnir töpuðu kosningunum Sverrir Björnsson skrifar 4. júní 2024 10:31 Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Það voru heldur ekki ný tíðindi að valdið í landinu „þeir sem eiga og ráða“ hægriöflin og viðskiptalífið fylki sér að baki frambjóðanda sem nær ekki kjöri. Það hefur undantekningalaust verið niðurstaðan í forsetakosningum á Íslandi. Það verður því líklega langt þangað til einhver forsetaframbjóðandi biður sjálfstæðismanninn og samherjann Kristján Þór Júlíusson aftur að grilla fyrir sig pulsur. Fullur sómi Í sjálfu sér geta frambjóðendur ekki tapað í forsetakosningum. Þó aðeins einn þeirra nái kjöri hafa allir sem gefa kost á sér fullan sóma af því að bjóða þjóðinni að velja sig og þeir vaxa í áliti ef þeir standa sig vel. Allir eiga þeir eiga heiður skilið fyrir að bjóða sig fram og eiga rétt að fá hlutlausa umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Grímulaus hlutdrægni Það sem kom mest á óvart í kosningabaráttunni var að stóru fjölmiðlarnir, RÚV, STÖÐ 2 / VÍSIR og MORGUNBLAÐIÐ / MBL fylktu sér grímulaust að baki einum frambjóðanda. Voru hlutdrægir í stað þess að vera hlutlausir eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Alvarlegast er auðvitað að ríkisfjölmiðill leyfi sér það. Þó stóru fjölmiðlarnir lýstu ekki yfir stuðningi við eitt framboð eins og breska pressan gerir var morgunljóst að þeir drógu taum Katrínar Jakobsdóttur. Dæmin eru mýmörg en augljósustu dæmin um þetta var dónaleg framkoma Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við aðal keppinaut Katrínar á þeim tíma, Höllu Hrund í viðtalsþætti á RÚV og þegar Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 og Vísi klippti lofgjörð um Katrínu inn í miðjan umræðuþátt með frambjóðendum. Jón Gnarr benti á það á staðnum að þetta væri alls ekki eðlilegt. Stjórn umræðuþátta og val á viðmælendum er líka áhrifamikið tæki til að leiða umræðuna í „rétta“ átt og var notað. Verður rannsókn? Ég er bara leikmaður án menntunar í Kremlarlógíu en það er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmála- og félagsfræðinga að stúdera framgöngu stóru fjölmiðlanna t.d. myndbirtingar og val á fyrirsögnum í kosningabaráttunni. Rannsóknir sýna að langflestir sjá mynd og fyrirsögn en fáir lesa fréttir og greiningar alveg til enda. Taktískt val á hvað er í fréttum, staðsetning þeirra í fjölmiðlinum og stærð frétta ásamt vali á mynd og fyrirsögn hefur lengi verið beitt til að upphefja eða fela sannleikann. Þetta var sérstaklega áberandi á tímum gömlu flokksmiðlanna en er greinilega enn þá í gangi í dag. Val á hvað telst frétt og ekki frétt er aðal stjórntækið í fjölmiðlum og var athyglisvert að í tvígang í baráttunni taldi RÚV það ekki eiga heima í aðalfréttatíma sjónvarps að könnun Prósents sýndi að frambjóðendur hefðu tekið fram úr Katrínu. Flestum öðrum fannst þetta stórfrétt. Furðulegar framsetningar Framsetning mynda og fyrirsagna var oft áberandi hlutdræg. Lengi vel þegar frambjóðandi fjölmiðlanna var undir í skoðanakönnunum var uppslátturinn að munurinn væri innan skekkjumarka en sú nálgun nánast hvarf um leið og óska forseti fjölmiðlanna var í forystu. Hlutdrægnin var augljós, til dæmis birti Hallgrímur Helgason snemma í kosningabaráttunni safn neikvæðra fyrirsagna af MBL um Höllu Hrund sem var á þeim tíma skæðasti keppinautur Katrínar. Tvö minnisstæð dæmi eru þegar Halla Tómasdóttir tekur risastökk (um 7%) í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar er það ekki fyrirsögn hjá neinum fjölmiðli en þegar Katrín tók litla forystu rétt fyrir kosningar var það að forsíðufrétt í heimstyrjalda leturstærð framan á Morgunblaðinu. Skipt um hest Það var athyglisvert að sjá Morgunblaðið skipta um hest tveim dögum fyrir kosningar. Þá fóru að birta glansmyndir og jákvæðar fréttir af Höllu Tómasdóttur en myndirnar af Katrínu urðu lélegri en áður var. Höfðu skammir Jóns Steinars Gunnlaugssonar haft áhrif eða var bara verið að veðja á vinningshestinn? Sannaðist þá enn og aftur að þú veist ekki hverjir eru vinir þínir fyrr en á móti blæs. Ábyrgð? Hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni er verðugt rannsóknarefni og fjölmiðlar eiga að taka þetta til umræðu. Það væri t.d. fróðlegt að sjá í Silfrinu viðtal við sjá útvarps -og fréttastjóra RÚV um framgöngu stofnunarinnar. Svo ætti kannski einhver taka ábyrgð? Nei alveg rétt, það gerist ekki á Íslandi. „Bunch of money.“ Auglýsingamagnið var mikið og það verður fróðlegt að sjá þegar fjölmiðlar taka saman auglýsingakostnað framboðanna (ef þeir vilja þá gera það) en mér virtist framboð fyrrum forsætisráðherra verja langmestu fé í auglýsingar en sorrý, þjóðin verður ekki keypt, hún kýs með hjartanu. Margir liggja í valnum Já eins og fyrr sagði voru það ekki bara fjölmiðlarnir sem töpuðu kosningabaráttunni, stjórnmála-, fjármála-, menningarelíturnar biðu ósigur og rannsóknarfyrirtækin fengu skell. (Átta daga gamlar upplýsingar inn í könnun sem er birt rétt fyrir kosningar!? ) Sterk vísbending um úrslitin Úrslit kosninganna hefðu ekki átt að koma á óvart þegar litið er til könnun Maskínu á trausti sem birtist á MBL fjórum dögum fyrir kosningar. Þar kom fram að Halla Tómasdóttir var treyst sem forseta af 68% þjóðarinnar en aðeins 14% vantreystu henni. 46% treystu Katrínu Jakobsdóttur en heil 43% vantreystu henni til að gegna embættinu. Það eru góðar fréttir að við kusum forseta sem þjóðin getur sameinast um. Litið fram hjá því augljósa Ég sá aldrei í fjölmiðlum reynt að greina meginstrauminn í könnunum með þeirri alþekktu og vísindalegu aðferð að draga meðaltals strik í gegnum allar mælingarnar. Þegar þær línur eru dregnar sést skýr mynd. Allir efstu frambjóðendurnir dala eftir að þeir koma fram nema Halla Tómasdóttir sem er með meðal línu sem liggur bratt upp á við. Sannarlega góð vísbending úrslitin sem fjölmiðlar slepptu að sýna okkur. Viljandi? Laskað traust Valdi fylgir ábyrgð og stórir fjölmiðlar hafa mikið vald. Þeir brugðust almenningi í forsetakosningunum, voru hlutdrægir og sitja eftir með laskað traust. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom ekki á óvart að kosningaslagorð fyrrum forseta Íslands Ásgeirs Ásgeirssonar „Fólkið kýs forsetann“ varð enn og aftur að veruleika. Það voru heldur ekki ný tíðindi að valdið í landinu „þeir sem eiga og ráða“ hægriöflin og viðskiptalífið fylki sér að baki frambjóðanda sem nær ekki kjöri. Það hefur undantekningalaust verið niðurstaðan í forsetakosningum á Íslandi. Það verður því líklega langt þangað til einhver forsetaframbjóðandi biður sjálfstæðismanninn og samherjann Kristján Þór Júlíusson aftur að grilla fyrir sig pulsur. Fullur sómi Í sjálfu sér geta frambjóðendur ekki tapað í forsetakosningum. Þó aðeins einn þeirra nái kjöri hafa allir sem gefa kost á sér fullan sóma af því að bjóða þjóðinni að velja sig og þeir vaxa í áliti ef þeir standa sig vel. Allir eiga þeir eiga heiður skilið fyrir að bjóða sig fram og eiga rétt að fá hlutlausa umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Grímulaus hlutdrægni Það sem kom mest á óvart í kosningabaráttunni var að stóru fjölmiðlarnir, RÚV, STÖÐ 2 / VÍSIR og MORGUNBLAÐIÐ / MBL fylktu sér grímulaust að baki einum frambjóðanda. Voru hlutdrægir í stað þess að vera hlutlausir eins og þeir gefa sig út fyrir að vera. Alvarlegast er auðvitað að ríkisfjölmiðill leyfi sér það. Þó stóru fjölmiðlarnir lýstu ekki yfir stuðningi við eitt framboð eins og breska pressan gerir var morgunljóst að þeir drógu taum Katrínar Jakobsdóttur. Dæmin eru mýmörg en augljósustu dæmin um þetta var dónaleg framkoma Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við aðal keppinaut Katrínar á þeim tíma, Höllu Hrund í viðtalsþætti á RÚV og þegar Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 og Vísi klippti lofgjörð um Katrínu inn í miðjan umræðuþátt með frambjóðendum. Jón Gnarr benti á það á staðnum að þetta væri alls ekki eðlilegt. Stjórn umræðuþátta og val á viðmælendum er líka áhrifamikið tæki til að leiða umræðuna í „rétta“ átt og var notað. Verður rannsókn? Ég er bara leikmaður án menntunar í Kremlarlógíu en það er verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmála- og félagsfræðinga að stúdera framgöngu stóru fjölmiðlanna t.d. myndbirtingar og val á fyrirsögnum í kosningabaráttunni. Rannsóknir sýna að langflestir sjá mynd og fyrirsögn en fáir lesa fréttir og greiningar alveg til enda. Taktískt val á hvað er í fréttum, staðsetning þeirra í fjölmiðlinum og stærð frétta ásamt vali á mynd og fyrirsögn hefur lengi verið beitt til að upphefja eða fela sannleikann. Þetta var sérstaklega áberandi á tímum gömlu flokksmiðlanna en er greinilega enn þá í gangi í dag. Val á hvað telst frétt og ekki frétt er aðal stjórntækið í fjölmiðlum og var athyglisvert að í tvígang í baráttunni taldi RÚV það ekki eiga heima í aðalfréttatíma sjónvarps að könnun Prósents sýndi að frambjóðendur hefðu tekið fram úr Katrínu. Flestum öðrum fannst þetta stórfrétt. Furðulegar framsetningar Framsetning mynda og fyrirsagna var oft áberandi hlutdræg. Lengi vel þegar frambjóðandi fjölmiðlanna var undir í skoðanakönnunum var uppslátturinn að munurinn væri innan skekkjumarka en sú nálgun nánast hvarf um leið og óska forseti fjölmiðlanna var í forystu. Hlutdrægnin var augljós, til dæmis birti Hallgrímur Helgason snemma í kosningabaráttunni safn neikvæðra fyrirsagna af MBL um Höllu Hrund sem var á þeim tíma skæðasti keppinautur Katrínar. Tvö minnisstæð dæmi eru þegar Halla Tómasdóttir tekur risastökk (um 7%) í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar er það ekki fyrirsögn hjá neinum fjölmiðli en þegar Katrín tók litla forystu rétt fyrir kosningar var það að forsíðufrétt í heimstyrjalda leturstærð framan á Morgunblaðinu. Skipt um hest Það var athyglisvert að sjá Morgunblaðið skipta um hest tveim dögum fyrir kosningar. Þá fóru að birta glansmyndir og jákvæðar fréttir af Höllu Tómasdóttur en myndirnar af Katrínu urðu lélegri en áður var. Höfðu skammir Jóns Steinars Gunnlaugssonar haft áhrif eða var bara verið að veðja á vinningshestinn? Sannaðist þá enn og aftur að þú veist ekki hverjir eru vinir þínir fyrr en á móti blæs. Ábyrgð? Hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni er verðugt rannsóknarefni og fjölmiðlar eiga að taka þetta til umræðu. Það væri t.d. fróðlegt að sjá í Silfrinu viðtal við sjá útvarps -og fréttastjóra RÚV um framgöngu stofnunarinnar. Svo ætti kannski einhver taka ábyrgð? Nei alveg rétt, það gerist ekki á Íslandi. „Bunch of money.“ Auglýsingamagnið var mikið og það verður fróðlegt að sjá þegar fjölmiðlar taka saman auglýsingakostnað framboðanna (ef þeir vilja þá gera það) en mér virtist framboð fyrrum forsætisráðherra verja langmestu fé í auglýsingar en sorrý, þjóðin verður ekki keypt, hún kýs með hjartanu. Margir liggja í valnum Já eins og fyrr sagði voru það ekki bara fjölmiðlarnir sem töpuðu kosningabaráttunni, stjórnmála-, fjármála-, menningarelíturnar biðu ósigur og rannsóknarfyrirtækin fengu skell. (Átta daga gamlar upplýsingar inn í könnun sem er birt rétt fyrir kosningar!? ) Sterk vísbending um úrslitin Úrslit kosninganna hefðu ekki átt að koma á óvart þegar litið er til könnun Maskínu á trausti sem birtist á MBL fjórum dögum fyrir kosningar. Þar kom fram að Halla Tómasdóttir var treyst sem forseta af 68% þjóðarinnar en aðeins 14% vantreystu henni. 46% treystu Katrínu Jakobsdóttur en heil 43% vantreystu henni til að gegna embættinu. Það eru góðar fréttir að við kusum forseta sem þjóðin getur sameinast um. Litið fram hjá því augljósa Ég sá aldrei í fjölmiðlum reynt að greina meginstrauminn í könnunum með þeirri alþekktu og vísindalegu aðferð að draga meðaltals strik í gegnum allar mælingarnar. Þegar þær línur eru dregnar sést skýr mynd. Allir efstu frambjóðendurnir dala eftir að þeir koma fram nema Halla Tómasdóttir sem er með meðal línu sem liggur bratt upp á við. Sannarlega góð vísbending úrslitin sem fjölmiðlar slepptu að sýna okkur. Viljandi? Laskað traust Valdi fylgir ábyrgð og stórir fjölmiðlar hafa mikið vald. Þeir brugðust almenningi í forsetakosningunum, voru hlutdrægir og sitja eftir með laskað traust. Höfundur er hönnuður.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar