Yfirtaka orðræðunnar (e. hijacking) Sóley Tómasdóttir skrifar 31. maí 2024 13:01 Undanfarin ár hef ég unnið við að stúdera, þróa og aðstoða fólk við að velja leiðir til að stuðla að jafnrétti og inngildingu. Ég byggi störf mín að miklu leyti á rannsóknum fræðikvenna sem hafa greint kerfislægar hindranir samfélagsins, sýnt fram á hvernig þeim er beitt, hvaða áhrif þær hafa og hvernig hægt er að sporna gegn þeim. Þetta eru konurnar sem hafa kennt okkur hugtök á borð við hrútskýringar, gaslýsingu og pick-me-girls, konurnar sem gera okkur kleift að benda á og mótmæla útilokandi framkomu og hegðun. Misbeiting Mörg þessara hugtaka eru orðin ágætlega þekkt, en mig langar að fjalla um hugtakið „hijacking“, þegar hugtök eða orðræða eru yfirtekin af valdafólki sem notar þau til að styrkja stöðu sína. Hér má lesa um hvernig Donald Trump og Victor Orbán hafa yfirtekið fórnarlambshugtakið og gera þar með lítið úr þjáningum raunverulegra fórnarlamba gegnum tíðina. Sjálf hef ég skrifað um tilraunir Vinstri grænna til að skilgreina gagnrýni á sig sem hatursorðræðu. Hvort tveggja fellur undir fyrrnefnda yfirtöku orðræðunnar. Auk misbeitingarinnar á hugtakinu sjálfu, felst jafnframt í þessu misbeiting á skilgreiningarvaldi og lítilsvirðing gagnvart raunverulegum hindrunum, upplifunum og þjáningum jaðarhópa. Down girl Í gær birtist grein eftir Jón Ólafsson á Vísi þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að kvenhatur, skv. kenningum Kate Manne, sé ástæða slaks gengis Katrínar Jakosdóttur í framboði til forseta. Það er hárrétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning er risastórt vandamál á Íslandi. Hún snýst ekki um einbeittan brotavilja einstaklinga, heldur kerfislægt fyrirbæri sem hefur mótandi áhrif á okkur öll og hamlandi áhrif á jaðarsett fólk. Það er líka hárrétt hjá Jóni að hún gerir konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis. En að þetta sé ástæða dræmra undirtekta við framboði Katrínar Jakobsdóttur er ekkert annað en yfirtaka. Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis. Jón ætti að kíkja á þær. Málefnaleg gagnrýni Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég unnið við að stúdera, þróa og aðstoða fólk við að velja leiðir til að stuðla að jafnrétti og inngildingu. Ég byggi störf mín að miklu leyti á rannsóknum fræðikvenna sem hafa greint kerfislægar hindranir samfélagsins, sýnt fram á hvernig þeim er beitt, hvaða áhrif þær hafa og hvernig hægt er að sporna gegn þeim. Þetta eru konurnar sem hafa kennt okkur hugtök á borð við hrútskýringar, gaslýsingu og pick-me-girls, konurnar sem gera okkur kleift að benda á og mótmæla útilokandi framkomu og hegðun. Misbeiting Mörg þessara hugtaka eru orðin ágætlega þekkt, en mig langar að fjalla um hugtakið „hijacking“, þegar hugtök eða orðræða eru yfirtekin af valdafólki sem notar þau til að styrkja stöðu sína. Hér má lesa um hvernig Donald Trump og Victor Orbán hafa yfirtekið fórnarlambshugtakið og gera þar með lítið úr þjáningum raunverulegra fórnarlamba gegnum tíðina. Sjálf hef ég skrifað um tilraunir Vinstri grænna til að skilgreina gagnrýni á sig sem hatursorðræðu. Hvort tveggja fellur undir fyrrnefnda yfirtöku orðræðunnar. Auk misbeitingarinnar á hugtakinu sjálfu, felst jafnframt í þessu misbeiting á skilgreiningarvaldi og lítilsvirðing gagnvart raunverulegum hindrunum, upplifunum og þjáningum jaðarhópa. Down girl Í gær birtist grein eftir Jón Ólafsson á Vísi þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að kvenhatur, skv. kenningum Kate Manne, sé ástæða slaks gengis Katrínar Jakosdóttur í framboði til forseta. Það er hárrétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning er risastórt vandamál á Íslandi. Hún snýst ekki um einbeittan brotavilja einstaklinga, heldur kerfislægt fyrirbæri sem hefur mótandi áhrif á okkur öll og hamlandi áhrif á jaðarsett fólk. Það er líka hárrétt hjá Jóni að hún gerir konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis. En að þetta sé ástæða dræmra undirtekta við framboði Katrínar Jakobsdóttur er ekkert annað en yfirtaka. Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis. Jón ætti að kíkja á þær. Málefnaleg gagnrýni Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar