Barnapíu á Bessastaði! Karl Sigurðsson skrifar 31. maí 2024 07:31 Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar