Barnapíu á Bessastaði! Karl Sigurðsson skrifar 31. maí 2024 07:31 Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar. Það sem fór mögulega meira í taugarnar á henni var hvað kærastinn hafði gaman af að leika við mig. Hann var einstaklega fyndinn og hugmyndaríkur en líka lausnamiðaður og tókst til dæmis að halda okkur báðum góðum með því að skipuleggja ratleik fyrir mig um íbúðina með allskonar þrautum sem tók mig góðan tíma að leysa - og systir mín fékk frið á meðan. Öll sátt og gott dæmi um hvernig má leysa vandamál með skapandi hugsun. Þessi strákur hét Jón Gunnar Kristinsson, Jónsi í augum flestra sem þekktu hann. Þegar þau systir mín hættu saman nokkrum árum síðar sá ég mikið eftir honum en þarna hafði ég í raun eignast andlegan stóra bróður. Nokkru seinna fór Jónsi að vera áberandi í skemmtanabransanum undir nafninu Jón Gnarr og ég náði að fylgjast með því hvernig þjóðin öll uppgötvaði smám saman það sem ég hafði vitað um árabil, að hann býr yfir einstakri gáfu til að dreifa gleði og góðri stemmingu hvert sem hann fer. Þegar við störfuðum saman í borgarstjórn árin 2010-2014 fékk ég að fylgjast með því hvernig Jón sem borgarstjóri leysti hvert vandamálið á fætur öðru með því að hlusta á sér fróðara fólk, fá lánaða dómgreind hjá þeim manneskjum sem hann treysti og beita allskonar skapandi aðferðum við úrlausn mála - alltaf með gleðina í fyrirrúmi. Og aldrei var hann hræddur við að viðurkenna mistök - enda venjulegur maður sem rataði í stjórnmál frekar en hefðbundinn stjórnmálamaður. Hann var frábær borgarstjóri; skemmtilegur, hlýr og skapandi. Stemmingin í borginni og stjórnkerfi hennar var allt önnur eftir að hans hafði notið við. Kæru Íslendingar. Jón Gunnar Kristinsson býður sig nú fram til embættis forseta. Ég ætla að verða við kröfu míns andlega stóra bróður og barnapíu um atkvæði mitt og gefa honum von, kjósa með hjartanu og gefa íslensku þjóðinni um leið von um skemmtilegra Ísland. Höfundur er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar