Ofgreiddar lífeyrisgreiðslur nærri tvöfölduðust á milli ára Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2024 14:22 Tíu þúsund eiga inneign hjá Tryggingastofnun sem verður greidd út næsta laugardag. Miðgildi þeirra er 73 þúsund. Mynd/Tryggingastofnun Alls fengu um 52 þúsund einstaklingar ofgreiddar lífeyrisgreiðslur í fyrra og þurfa að greiða þær til baka. Miðgildi ofgreiðslna árið 2023 var rúmlega 122.000 krónur en var árið 2022 rúmar 66.000 krónur. Ofgreiðslan nærri tvöfaldast því á milli ára. Á sama tíma eiga um tíu þúsund einstaklingar einneign hjá Tryggingastofnun vegna þess að þau fengu of lítið greitt. Miðgildi inneigna er rúmlega 73.000 krónur og lækkaði lítillega frá árinu áður þegar það var 77 þúsund. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Tryggingastofnun, TR. Þau sem eiga inneign fá hana greidda næsta laugardag, 1. júní. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fengu ofgreitt er svipaður milli ára, eða 78 prósent árið 2023 miðað við 74 prósent árið 2022. Verðbólga og vextir ástæðan Breytinguna í ofgreiðslu má, samkvæmt tilkynningu, fyrst og fremst rekja til verðbólgu og vaxtastigs. Það hafi haft mikil áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur. Í tilkynningu segir að misræmið sé vegna þess að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega. Það er hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. „Endurreikningurinn sem birtist nú byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2023. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að um van – eða ofgreiðslu hafi verið að ræða á síðastliðnu ári. Eðlilegt er að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning þar sem erfitt getur reynst að áætla tekjur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. Bæta upplýsingaflæði Þar kemur einnig fram að þótt svo að lífeyrisþegar beri ábyrgð á að tekjuskráning sín sé sem réttust sé starfsfólk TR stöðugt að leita leiða til þess að draga úr því misræmi sem getur orðið á milli tekjuáætlunar og rauntekna. Þannig er sífellt unnið að betra upplýsingaflæði milli TR og lífeyrissjóða sem og við skattyfirvöld. Í vor var undirritað samkomulag við lífeyrissjóði um stafræna miðlun upplýsinga varðandi umsóknir til lífeyrissjóða. Þá hvetja þau lífeyrisþegar til að breyta tekjuáætlunum sínum inni á Mínum síðum TR ef tekjur breytast. Þá hefur TR kynnt nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem viðkomandi fær eina greiðslu á ári. Það geti hentað þeim vel þeim sem fái tiltölulega lágar greiðslur mánaðarlega. Á heimasíðu TR er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að haga endurgreiðslu vegna ofgreiðslu. Efnahagsmál Eldri borgarar Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Á sama tíma eiga um tíu þúsund einstaklingar einneign hjá Tryggingastofnun vegna þess að þau fengu of lítið greitt. Miðgildi inneigna er rúmlega 73.000 krónur og lækkaði lítillega frá árinu áður þegar það var 77 þúsund. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Tryggingastofnun, TR. Þau sem eiga inneign fá hana greidda næsta laugardag, 1. júní. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fengu ofgreitt er svipaður milli ára, eða 78 prósent árið 2023 miðað við 74 prósent árið 2022. Verðbólga og vextir ástæðan Breytinguna í ofgreiðslu má, samkvæmt tilkynningu, fyrst og fremst rekja til verðbólgu og vaxtastigs. Það hafi haft mikil áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur. Í tilkynningu segir að misræmið sé vegna þess að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega. Það er hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. „Endurreikningurinn sem birtist nú byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2023. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að um van – eða ofgreiðslu hafi verið að ræða á síðastliðnu ári. Eðlilegt er að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning þar sem erfitt getur reynst að áætla tekjur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. Bæta upplýsingaflæði Þar kemur einnig fram að þótt svo að lífeyrisþegar beri ábyrgð á að tekjuskráning sín sé sem réttust sé starfsfólk TR stöðugt að leita leiða til þess að draga úr því misræmi sem getur orðið á milli tekjuáætlunar og rauntekna. Þannig er sífellt unnið að betra upplýsingaflæði milli TR og lífeyrissjóða sem og við skattyfirvöld. Í vor var undirritað samkomulag við lífeyrissjóði um stafræna miðlun upplýsinga varðandi umsóknir til lífeyrissjóða. Þá hvetja þau lífeyrisþegar til að breyta tekjuáætlunum sínum inni á Mínum síðum TR ef tekjur breytast. Þá hefur TR kynnt nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem viðkomandi fær eina greiðslu á ári. Það geti hentað þeim vel þeim sem fái tiltölulega lágar greiðslur mánaðarlega. Á heimasíðu TR er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að haga endurgreiðslu vegna ofgreiðslu.
Efnahagsmál Eldri borgarar Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira