Stjórnvöld eru stefnulaus í barna- og fjölskyldumálum Lúðvík Júlíusson skrifar 28. maí 2024 13:46 Stjórnvöld eru stefnulaus í barna- og fjölskyldumálum. Stjórnvöld hafa enga skilgreiningu á hugtökum eins og “fjölskylda”, “foreldri”, “barnafjölskylda” eða “stjúpforeldri.” Það er hvergi hægt að fá upplýsingar hjá stjórnvöldum hvað þessi orð þýða og hvaða fólk og börn tilheyra þessum hópum. Það leiðir til þess að börn eru jaðarsett, njóta ekki sjálfsagðra réttinda, fá ekki stuðning og búa í fátækt. Barnafátækt Stjórnvöld hafa enga áætlun eða markmið um hvernig eigi að draga úr barnafátækt. Heimsmarkmið 1 skuldbindur aðildarríki til þess að útrýma barnafátækt fyrir árið 2030. Samt gera stjórnvöld sama og ekkert. Staða barna hefur ekki verið kortlögð, engar rannsóknir hafa verið gerðar sem hægt er að nota til þess að ná þessu markmiði og ekkert samtal hefur átt sér stað þar sem lausnir eru ræddar. Forsætisráðuneytið lét þó gera eina greiningu sem sýnir svart á hvítu að barnabætur einar og fjárhagslegur stuðningur, eins og hann hefur verið hingað til, nægir ekki til þess að vinna á barnafátækt. Ekkert hefur gerst frá því skýrslan var gerð, ekkert stöðumat gert og engir valkostir greindir. Skýrsla UNICEF sýnir að barnafátækt eykst á Íslandi . Börn sem þurfa á meiri stuðningi að halda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV, áður GEF) komst að þeirri niðurstöðu að lög um stuðning við börn næðu hvorki til allra barna né foreldra þeirra, þrátt fyrir ákvæði í barnasáttmála um bann við mismunun. Stjórnvöld hafa ekki gert neitt til að bæta stöðu þessara barna. Árið 2022 skilaði starfshópur skýrslu um heildarendurskoðun á stuðningi við fatlað fólk og benti á að hópur barna væri jaðarsettur. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum ábendingum. Engin áform eru um að koma þessum jaðarsettu börnum til aðstoðar eða veita þeim sömu réttindi og önnur börn njóta. Farsældarlögin Yfirlýst markmið farsældarlaganna var að setja börn í fyrsta sætið. Þetta birtist á mörgum stöðum á opinberum vefsíðum. Þetta er hins vegar ekki rétt. Markmið farsældarlaganna, samkvæmt stjórnvöldum, var fyrst og fremst að tengja saman ólíkar stofnanir og láta þær ræða betur saman. Börn fengu engin ný réttindi. Ég sendi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, Barna- og fjölskyldustofu og Reykjavíkurborgar um réttindi barna. Svarið þeirra var að ekki öll börn og foreldrar þeirra geta sótt um samþættingu þjónustu. Þau geta hvorki fengið stuðning né sótt um þjónustu, jafnvel ef börnin þurfa á henni að halda. Engin áform eru um að lagfæra þetta. „Einhvern tímann i framtíðinni“ segja ráðuneytin. Jaðarsett börn eru enn jaðarsett og fá ekki hlutdeild í farsældinni. Skipt búseta Skipt búseta snýst ekki um börn heldur fyrst og fremst um meðlag og barnabætur. Ekkert jafnréttismat var gert og engin alvöru greining var gerð á áhrifum frumvarpsins á stöðu barna. Það er þó öllum ljóst að skipt búseta er fyrst og fremst ætluð foreldrum sem hafa háar tekjur og eiga börn sem þurfa ekki á stuðningi að halda. Það kemur skýrt fram í frumvarpinu: “Í þeim tilvikum þegar foreldrar semja um skipta búsetu barns munu bætur t.d. til einstæðrar móður lækka í kjölfarið þar sem mæður eru í dag oftast lögheimilisforeldri” Einnig var gert ráð fyrir því að heildarútgjöld barnamóta myndi lækka. Heildarstuðningur til barna myndi þar af leiðandi minnka. Lögin kváðu á um að skipaðir yrðu 3 starfshópar til að fara yfir réttindi barna og foreldra þeirra. Þessir starfshópar hafa ekki verið skipaðir og þeir hafa ekki skilað niðurstöðu. Þessari vinnu átti að ljúka 1. október 2021. Núna eru liðin tæp 3 ár og ekkert gerist. Börn sem voru jaðarsett eru enn jaðarsett, skipt búseta breytir engu þar um. Leik- og grunnskóli Barna- og menntamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum að sérstakur stuðningur sem veittur er í leik- og grunnskólum sé ekki ætlaður öllum börnum og foreldrum þeirra. Í sömu deild eða bekk gætu verið börn sem þyrftu á sambærilegum stuðningi að halda. Á meðan annað barnið fær fullan og ótakmarkaðan stuðning þá gæti bekkjarbróðir eða systir setið eftir með lítinn og takmarkaðan stuðning. Þetta finnst stjórnvöldum vera í lagi þrátt fyrir yfirlýsingar um innleiðingu barnasáttmála, farsæld og svo framvegis. Jaðarsett börn í leik- og grunnskólum eru enn jafn jaðarsett og áður. Stjórnvöld hafa engan áhuga á að jafna stöðu barna og koma þeim til hjálpar. Stafræn stjórnsýsla Stafræn stjórnsýsla ætti að auðvelda fólki lífið en hún gerir hið gagnstæða. Stafræn stjórnsýsla er hönnuð með þeim hætti að ef stjórnvöldum finnst barn ekki eiga rétt á aðstoð eða stuðningi að þá opnar hún ekki fyrir umsóknir á netinu. Það er því ekki hægt að sækja um stuðning, skrá barn á námskeið og svo framvegis. Þetta snýr að börnum og foreldrum í viðkvæmri stöðu. Í stað þess að nota tækifærið og auka þátttöku barna í samfélaginu þá er hún notuð til að hólfa börn niður, skipta þeim í hópa og jaðarsetja þau viðkvæmustu. Stjórnvöld hafa enga stefnu um innleiðingu stafrænnar stjórnsýslu eða lausna þegar kemur að börnum. Jaðarsett börn eru enn jafn jaðarsett og áður. Umboðsmaður Alþingis “Er ekki hægt að leita til Umboðsmanns Alþingis?” spyr fólk eðlilega. Jú, en hann skoðar hvort stjórnsýslan fari eftir lögum. Ef það er heimilt í lögum að neita börnum og foreldrum um stuðning þá hefur Umboðsmaður Alþingis ekki gert athugasemd við það. Breyta þarf lögum. Jaðarsett börn eru enn jafn jaðarsett og áður. Umboðsmaður barna “Hvað með Umboðsmann barna, hann hlýtur að koma börnum til hjálpar” spyr fólk næst. Því miður þá hlustar Umboðsmaður barna ekki á börn sem geta ekki tjáð sig, þekkja ekki jaðarsetningu sína eða ef ekki nógu mörg börn kvarta. Umboðsmaður barna lætur yfirleitt bara heyra í sér ef mörg börn leita til hans og ef þau hafa sterka rödd. Þessi gagnrýni hefur heyrst frá fötluðum börnum sem hafa ekki háværa rödd og eru ekki með sterkt bakland. Jaðarsett börn halda því áfram að vera jaðarsett. Engin stefna í málefnum barna- og fjölskyldna Það er ljóst, eftir þessa stuttu samantekt, að stjórnvöld eru algjörlega stefnulaus í málefnum barna. Þau ætla ekki að beita sér gegn barnafátækt með markvissum hætti, þau líta fram hjá því að börn njóta ekki jafnra tækifæra til þroska, bjóða ekki öllum börnum hlutdeild í farsældinni, gera börn ósýnileg í stafrænni stjórnsýslu og breyta ekki lögum svo þessi börn geti verið virk og fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í málefnum barna og fjölskyldna ríkir fullkomin óstjórn. Enginn leiðtogi hefur stýrt forsætisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu á síðustu árum. Enginn hefur tekið forystu, sýnt frumkvæði, sameinað krafta og leyst flókin viðfangsefni. Frá því ég fór að benda stjórnvöldum á galla í lögum, í framkvæmd laganna og jaðarsetningu barna árið 2018 þá hefur ekkert gerst. Stjórnvöld eru aðgerðarlaus. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Svar stjórnvalda er einfaldlega það að virði þeirra er misjafnt, arðsemi mismunandi og kostnaður við jaðarsett börn mestur . Fjárfesting í börnum sem skilar litlu er óspennandi, óáhugaverð og ekki líkleg til að vinna kosningar. Forsætisráðherrar síðustu ára, þ.á.m. Katrín Jakobsdóttir, hafa horft á börn sitja eftir, verða útundan og lifa í fátækt án þess að gera nokkuð fyrir þau. Þeim virðist vera alveg sama um jaðarsett börn. Það er löngu kominn tími á breytingar. Hvíla þetta gamla áhugalausa fólk og fá nýtt fólk til forystu. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru stefnulaus í barna- og fjölskyldumálum. Stjórnvöld hafa enga skilgreiningu á hugtökum eins og “fjölskylda”, “foreldri”, “barnafjölskylda” eða “stjúpforeldri.” Það er hvergi hægt að fá upplýsingar hjá stjórnvöldum hvað þessi orð þýða og hvaða fólk og börn tilheyra þessum hópum. Það leiðir til þess að börn eru jaðarsett, njóta ekki sjálfsagðra réttinda, fá ekki stuðning og búa í fátækt. Barnafátækt Stjórnvöld hafa enga áætlun eða markmið um hvernig eigi að draga úr barnafátækt. Heimsmarkmið 1 skuldbindur aðildarríki til þess að útrýma barnafátækt fyrir árið 2030. Samt gera stjórnvöld sama og ekkert. Staða barna hefur ekki verið kortlögð, engar rannsóknir hafa verið gerðar sem hægt er að nota til þess að ná þessu markmiði og ekkert samtal hefur átt sér stað þar sem lausnir eru ræddar. Forsætisráðuneytið lét þó gera eina greiningu sem sýnir svart á hvítu að barnabætur einar og fjárhagslegur stuðningur, eins og hann hefur verið hingað til, nægir ekki til þess að vinna á barnafátækt. Ekkert hefur gerst frá því skýrslan var gerð, ekkert stöðumat gert og engir valkostir greindir. Skýrsla UNICEF sýnir að barnafátækt eykst á Íslandi . Börn sem þurfa á meiri stuðningi að halda Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV, áður GEF) komst að þeirri niðurstöðu að lög um stuðning við börn næðu hvorki til allra barna né foreldra þeirra, þrátt fyrir ákvæði í barnasáttmála um bann við mismunun. Stjórnvöld hafa ekki gert neitt til að bæta stöðu þessara barna. Árið 2022 skilaði starfshópur skýrslu um heildarendurskoðun á stuðningi við fatlað fólk og benti á að hópur barna væri jaðarsettur. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum ábendingum. Engin áform eru um að koma þessum jaðarsettu börnum til aðstoðar eða veita þeim sömu réttindi og önnur börn njóta. Farsældarlögin Yfirlýst markmið farsældarlaganna var að setja börn í fyrsta sætið. Þetta birtist á mörgum stöðum á opinberum vefsíðum. Þetta er hins vegar ekki rétt. Markmið farsældarlaganna, samkvæmt stjórnvöldum, var fyrst og fremst að tengja saman ólíkar stofnanir og láta þær ræða betur saman. Börn fengu engin ný réttindi. Ég sendi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, Barna- og fjölskyldustofu og Reykjavíkurborgar um réttindi barna. Svarið þeirra var að ekki öll börn og foreldrar þeirra geta sótt um samþættingu þjónustu. Þau geta hvorki fengið stuðning né sótt um þjónustu, jafnvel ef börnin þurfa á henni að halda. Engin áform eru um að lagfæra þetta. „Einhvern tímann i framtíðinni“ segja ráðuneytin. Jaðarsett börn eru enn jaðarsett og fá ekki hlutdeild í farsældinni. Skipt búseta Skipt búseta snýst ekki um börn heldur fyrst og fremst um meðlag og barnabætur. Ekkert jafnréttismat var gert og engin alvöru greining var gerð á áhrifum frumvarpsins á stöðu barna. Það er þó öllum ljóst að skipt búseta er fyrst og fremst ætluð foreldrum sem hafa háar tekjur og eiga börn sem þurfa ekki á stuðningi að halda. Það kemur skýrt fram í frumvarpinu: “Í þeim tilvikum þegar foreldrar semja um skipta búsetu barns munu bætur t.d. til einstæðrar móður lækka í kjölfarið þar sem mæður eru í dag oftast lögheimilisforeldri” Einnig var gert ráð fyrir því að heildarútgjöld barnamóta myndi lækka. Heildarstuðningur til barna myndi þar af leiðandi minnka. Lögin kváðu á um að skipaðir yrðu 3 starfshópar til að fara yfir réttindi barna og foreldra þeirra. Þessir starfshópar hafa ekki verið skipaðir og þeir hafa ekki skilað niðurstöðu. Þessari vinnu átti að ljúka 1. október 2021. Núna eru liðin tæp 3 ár og ekkert gerist. Börn sem voru jaðarsett eru enn jaðarsett, skipt búseta breytir engu þar um. Leik- og grunnskóli Barna- og menntamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum að sérstakur stuðningur sem veittur er í leik- og grunnskólum sé ekki ætlaður öllum börnum og foreldrum þeirra. Í sömu deild eða bekk gætu verið börn sem þyrftu á sambærilegum stuðningi að halda. Á meðan annað barnið fær fullan og ótakmarkaðan stuðning þá gæti bekkjarbróðir eða systir setið eftir með lítinn og takmarkaðan stuðning. Þetta finnst stjórnvöldum vera í lagi þrátt fyrir yfirlýsingar um innleiðingu barnasáttmála, farsæld og svo framvegis. Jaðarsett börn í leik- og grunnskólum eru enn jafn jaðarsett og áður. Stjórnvöld hafa engan áhuga á að jafna stöðu barna og koma þeim til hjálpar. Stafræn stjórnsýsla Stafræn stjórnsýsla ætti að auðvelda fólki lífið en hún gerir hið gagnstæða. Stafræn stjórnsýsla er hönnuð með þeim hætti að ef stjórnvöldum finnst barn ekki eiga rétt á aðstoð eða stuðningi að þá opnar hún ekki fyrir umsóknir á netinu. Það er því ekki hægt að sækja um stuðning, skrá barn á námskeið og svo framvegis. Þetta snýr að börnum og foreldrum í viðkvæmri stöðu. Í stað þess að nota tækifærið og auka þátttöku barna í samfélaginu þá er hún notuð til að hólfa börn niður, skipta þeim í hópa og jaðarsetja þau viðkvæmustu. Stjórnvöld hafa enga stefnu um innleiðingu stafrænnar stjórnsýslu eða lausna þegar kemur að börnum. Jaðarsett börn eru enn jafn jaðarsett og áður. Umboðsmaður Alþingis “Er ekki hægt að leita til Umboðsmanns Alþingis?” spyr fólk eðlilega. Jú, en hann skoðar hvort stjórnsýslan fari eftir lögum. Ef það er heimilt í lögum að neita börnum og foreldrum um stuðning þá hefur Umboðsmaður Alþingis ekki gert athugasemd við það. Breyta þarf lögum. Jaðarsett börn eru enn jafn jaðarsett og áður. Umboðsmaður barna “Hvað með Umboðsmann barna, hann hlýtur að koma börnum til hjálpar” spyr fólk næst. Því miður þá hlustar Umboðsmaður barna ekki á börn sem geta ekki tjáð sig, þekkja ekki jaðarsetningu sína eða ef ekki nógu mörg börn kvarta. Umboðsmaður barna lætur yfirleitt bara heyra í sér ef mörg börn leita til hans og ef þau hafa sterka rödd. Þessi gagnrýni hefur heyrst frá fötluðum börnum sem hafa ekki háværa rödd og eru ekki með sterkt bakland. Jaðarsett börn halda því áfram að vera jaðarsett. Engin stefna í málefnum barna- og fjölskyldna Það er ljóst, eftir þessa stuttu samantekt, að stjórnvöld eru algjörlega stefnulaus í málefnum barna. Þau ætla ekki að beita sér gegn barnafátækt með markvissum hætti, þau líta fram hjá því að börn njóta ekki jafnra tækifæra til þroska, bjóða ekki öllum börnum hlutdeild í farsældinni, gera börn ósýnileg í stafrænni stjórnsýslu og breyta ekki lögum svo þessi börn geti verið virk og fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í málefnum barna og fjölskyldna ríkir fullkomin óstjórn. Enginn leiðtogi hefur stýrt forsætisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu eða félagsmálaráðuneytinu á síðustu árum. Enginn hefur tekið forystu, sýnt frumkvæði, sameinað krafta og leyst flókin viðfangsefni. Frá því ég fór að benda stjórnvöldum á galla í lögum, í framkvæmd laganna og jaðarsetningu barna árið 2018 þá hefur ekkert gerst. Stjórnvöld eru aðgerðarlaus. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Svar stjórnvalda er einfaldlega það að virði þeirra er misjafnt, arðsemi mismunandi og kostnaður við jaðarsett börn mestur . Fjárfesting í börnum sem skilar litlu er óspennandi, óáhugaverð og ekki líkleg til að vinna kosningar. Forsætisráðherrar síðustu ára, þ.á.m. Katrín Jakobsdóttir, hafa horft á börn sitja eftir, verða útundan og lifa í fátækt án þess að gera nokkuð fyrir þau. Þeim virðist vera alveg sama um jaðarsett börn. Það er löngu kominn tími á breytingar. Hvíla þetta gamla áhugalausa fólk og fá nýtt fólk til forystu. Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun