Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. maí 2024 12:42 Karlmaður fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog 1-7 laugardagskvöldið 23. september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt, tæplega sextugan karlmann, margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Er hún sökuð um að hafa slegið hann og eða sparkað í hann, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um. Þá hafi hún snúið upp á og beygt fingur hans allt með þeim afleiðingum að hann hlaut margvíslega áverka á höfði og líkama. Áverkarnir voru svo miklir og dreifðir að þeir leiddu til dauða mannsins. Á meðal rannsóknargagna eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september síðastliðnum, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er um tvær og hálf klukkustund að lengd og ná yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dagbjört var fyrr í þessum mánuði úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 13. júní en aðalmeðferð málsins fer fram 26. júní, svo væntanlega verður gæsluvarðhaldið framlengt fyrir þann tíma. Hún neitaði sök við þingfestingu málsins í janúar. Í skýrslutöku 24. september síðastliðinn kvaðst Dagbjört lítið muna eftir umræddum degi en mundi þó eftir einhverjum átökum á milli hennar og hins látna. Auk þess sagði hún brotaþola hafa verið með sjálfsskaðahugmyndir, látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. 23. janúar 2024 14:55 Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt, tæplega sextugan karlmann, margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Er hún sökuð um að hafa slegið hann og eða sparkað í hann, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um. Þá hafi hún snúið upp á og beygt fingur hans allt með þeim afleiðingum að hann hlaut margvíslega áverka á höfði og líkama. Áverkarnir voru svo miklir og dreifðir að þeir leiddu til dauða mannsins. Á meðal rannsóknargagna eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september síðastliðnum, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er um tvær og hálf klukkustund að lengd og ná yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dagbjört var fyrr í þessum mánuði úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 13. júní en aðalmeðferð málsins fer fram 26. júní, svo væntanlega verður gæsluvarðhaldið framlengt fyrir þann tíma. Hún neitaði sök við þingfestingu málsins í janúar. Í skýrslutöku 24. september síðastliðinn kvaðst Dagbjört lítið muna eftir umræddum degi en mundi þó eftir einhverjum átökum á milli hennar og hins látna. Auk þess sagði hún brotaþola hafa verið með sjálfsskaðahugmyndir, látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. 23. janúar 2024 14:55 Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. 23. janúar 2024 14:55
Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16
Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44