„Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig“ Stefán Árni Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 24. maí 2024 14:27 Egill Ólafsson hreyfir sig daglega. Einar Árnason Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. „Ég held því fram að þetta sé hreinasta gatan í Reykjavík. Ég tek allt svona upp og er mikið á höttunum á eftir plastglösunum en þau eru ekki í dag þar sem helgin er liðin,“ segir Egill þegar hann hitti Heimi Má Pétursson í miðborg Reykjavíkur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einar Árnason „Þetta fýkur allt út á sjó. Þetta endar í sjónum, ofan í hvölunum. En það er nú ekki það sem vakir fyrir mér. Þetta er bara til að ég fái hreyfinguna. Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig.“ Og það er ekki bara göngutúrinn heldur einbeitingin á klóna í plokkaranum sem styrkir Egil í baráttunni við Parkann eins og hann kallar sjúkdóminn. Fínhreyfingin hverfur „Fínhreyfingin, fínhreyfingin sem hverfur líka. Parkinn tekur fínhreyfinguna af mönnum. Menn geta ekki hneppt tölum og svona, rent upp buxnaklaufum og farið í sokka. Þá fer fínhreyfingin.“ Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Kristófer persóna Egils eltir ástina þvert yfir heiminn og vegna veikindanna reyndu langir vinnudagar og ferðalög á Egil, sem segir okkur frá því að hann hafi vaknað með fyrsta skjálftakastið þá um morguninn. Maður þarf að læra að treysta líka „Hann er eitthvað að þróast. Ég held að þetta geti líka bara verið þreyta. Undir álagi verður þetta oft meira áberandi. - Búið að ganga mikið á náttúrlega og sýna myndina? - Sýna myndina og maður fór í gegnum ákveðinn prósess þar. Ég var stressaður yfir þessu. Hafði ekki séð neitt en svo róaðist ég nú þegar ég sá að þetta var allt í góðum málum og í góðum höndum. Maður þarf að læra að treysta líka. Það er nú erfitt fyrir mann eins og mig. - Þú ert vanur að stjórna því sem þú gerir. - Stjórna frá A til Ö. Menn verða að læra það, það er mikil lexía.“ Heimir spyr Egil hvort hann sé fullkomnunarsinni þegar kemur að sköpun. Einar Árnason Fimmtíu ár í bransanum „Já, ég er dálítið leiðinlegur með það. Ég er svona perfektionalisti að því leytinu til að ég vil gera betur en vel. Það getur verið slæmt að vilja gera betur en vel. Það er best að kunna að hætta þegar hæst stendur. En ég er stundum að þráast við og halda áfram.“ Tónlistarferill Egils hófst fyrir alvöru með Spilverki þjóðanna. Upp úr næstu áramótum eru fimmtíu ár frá því hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið á tónleikum í Norræna húsinu í janúar 1975. „Fimmtíu ár, já. Ég er sjötíu og eins í dag að verða sjötíu og tveggja. Við vorum tuttugu og eins. Rétt rúmlega tvítug og Diddú var náttúrlega yngri. Við vorum bara unglingar.“ En er eitthvað sem Agli þykir vænst um af öllum þessum ferli? „Maður á nú ekki að gera upp á milli barnanna. En það er auðvitað tímabil Þursanna sem var náttúrlega erfiðast og mér þykir vænst um. Það er kannski þess vegna. Það var mjög erfiður tími. Vegna þess að það var diskótími. Tíminn var dálítið á móti okkur en við unnum á því og héldum út. Héldum út í heil þrjú ár. Það var langur tími á þeim tíma og gerðum fínar plötur held ég.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Tónlist Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. „Ég held því fram að þetta sé hreinasta gatan í Reykjavík. Ég tek allt svona upp og er mikið á höttunum á eftir plastglösunum en þau eru ekki í dag þar sem helgin er liðin,“ segir Egill þegar hann hitti Heimi Má Pétursson í miðborg Reykjavíkur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einar Árnason „Þetta fýkur allt út á sjó. Þetta endar í sjónum, ofan í hvölunum. En það er nú ekki það sem vakir fyrir mér. Þetta er bara til að ég fái hreyfinguna. Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig.“ Og það er ekki bara göngutúrinn heldur einbeitingin á klóna í plokkaranum sem styrkir Egil í baráttunni við Parkann eins og hann kallar sjúkdóminn. Fínhreyfingin hverfur „Fínhreyfingin, fínhreyfingin sem hverfur líka. Parkinn tekur fínhreyfinguna af mönnum. Menn geta ekki hneppt tölum og svona, rent upp buxnaklaufum og farið í sokka. Þá fer fínhreyfingin.“ Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Kristófer persóna Egils eltir ástina þvert yfir heiminn og vegna veikindanna reyndu langir vinnudagar og ferðalög á Egil, sem segir okkur frá því að hann hafi vaknað með fyrsta skjálftakastið þá um morguninn. Maður þarf að læra að treysta líka „Hann er eitthvað að þróast. Ég held að þetta geti líka bara verið þreyta. Undir álagi verður þetta oft meira áberandi. - Búið að ganga mikið á náttúrlega og sýna myndina? - Sýna myndina og maður fór í gegnum ákveðinn prósess þar. Ég var stressaður yfir þessu. Hafði ekki séð neitt en svo róaðist ég nú þegar ég sá að þetta var allt í góðum málum og í góðum höndum. Maður þarf að læra að treysta líka. Það er nú erfitt fyrir mann eins og mig. - Þú ert vanur að stjórna því sem þú gerir. - Stjórna frá A til Ö. Menn verða að læra það, það er mikil lexía.“ Heimir spyr Egil hvort hann sé fullkomnunarsinni þegar kemur að sköpun. Einar Árnason Fimmtíu ár í bransanum „Já, ég er dálítið leiðinlegur með það. Ég er svona perfektionalisti að því leytinu til að ég vil gera betur en vel. Það getur verið slæmt að vilja gera betur en vel. Það er best að kunna að hætta þegar hæst stendur. En ég er stundum að þráast við og halda áfram.“ Tónlistarferill Egils hófst fyrir alvöru með Spilverki þjóðanna. Upp úr næstu áramótum eru fimmtíu ár frá því hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið á tónleikum í Norræna húsinu í janúar 1975. „Fimmtíu ár, já. Ég er sjötíu og eins í dag að verða sjötíu og tveggja. Við vorum tuttugu og eins. Rétt rúmlega tvítug og Diddú var náttúrlega yngri. Við vorum bara unglingar.“ En er eitthvað sem Agli þykir vænst um af öllum þessum ferli? „Maður á nú ekki að gera upp á milli barnanna. En það er auðvitað tímabil Þursanna sem var náttúrlega erfiðast og mér þykir vænst um. Það er kannski þess vegna. Það var mjög erfiður tími. Vegna þess að það var diskótími. Tíminn var dálítið á móti okkur en við unnum á því og héldum út. Héldum út í heil þrjú ár. Það var langur tími á þeim tíma og gerðum fínar plötur held ég.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Tónlist Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira