Vilja koma fleirum en Kynnisferðum inn í BSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 13:42 Ferðalangar bíða eftir rútu í Umferðarmiðstöðinni, BSÍ. Vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent Einari Þorsteinssyni borgarstjóra erindi og farið fram á fund til að ræða hvernig keppinautar fólksflutningafyrirtækisins Kynnisferða geti fengið aðstöðu í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ), sem er í eigu Reykjavíkurborgar. FA telur samning borgarinnar við Kynnisferðir um leigu á Umferðarmiðstöðinni samkeppnishamlandi og sendir Samkeppniseftirlitinu og innviðaráðuneytinu afrit af erindinu. Í bréfi FA til borgarstjóra er vitnað til áforma borgarinnar, sem birt voru þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012, en þá stóð til að bjóða öðrum þjónustaðilum en Kynnisferðum aðstöðu í húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.“ „Borgin hefur áfram miðað við að Umferðarmiðstöðin verði mistöð almenningssamgangna í miðbænum og stefnt að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reitnum svokallaða, þar sem miðstöðin stendur. Núverandi meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað í borgarráði að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvarinnar sé „framúrskarandi“ og feli í sér mikil tækifæri fyrir almenningssamgöngur,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Eitt fyrirtæki af mörgum sitji að aðstöðu á framúrskarandi stað Þessi áform borgarinnar eru enn ekki orðin að veruleika. „Á meðan er staðan hins vegar sú að eitt fyrirtæki af mörgum í fólkflutningum situr eitt að aðstöðu í eigu borgarinnar á framúrskarandi stað,“ segir í bréfi FA. „Kynnisferðir eru annað tveggja rútufyrirtækja sem sinna akstri frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar samkvæmt útboði Isavia. Í síðasta útboði var gerð krafa um að bjóðendur skyldu hafa yfir að ráða miðstöð í skilningi 3. gr. laga nr. 28/2017, þ.e. miðstöð, mannaðri starfsfólki, með t.d. innritunarborði, biðsal eða miðasölu. Keppinautur Kynnisferða rekur slíka aðstöðu við Skógarhlíð sem er alls ekki heppileg staðsetning, meðal annars vegna nálægðar við íbúðahverfi og aðra atvinnustarfsemi, eins og borgaryfirvöldum er vel kunnugt. Aðgangur að Umferðarmiðstöðinni er hins vegar ekki í boði, þar sem hún er í raun, fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar, höfuðstöðvar og athafnasvæði Kynnisferða.“ Kynnisferðir reki Umferðarmiðstöðina sem sitt einkaathafnasvæði FA vísar einnig til umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins (SE) um fyrri samninga Vegagerðarinnar, sem var áður eigandi Umferðarmiðstöðvarinnar, við Kynnisferðir. SE taldi að þeir samningar gætu leitt til þess að fyrirtækið væri „í afar hagstæðri stöðu gagnvart keppinautum sínum.“ Að mati FA eiga nákvæmlega sömu sjónarmið við um stöðuna eins og hún er í dag. „Það eina sem virðist í grundvallaratriðum hafa breytzt er að nú er það Reykjavíkurborg, sem hefur með samningi við Kynnisferðir komið fyrirtækinu í stöðu gagnvart keppinautum sínum, sem hamlar klárlega virkri samkeppni í fólksflutningum, bæði almennt og sérstaklega hvað varðar akstur flugrútu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í bréfi félagsins til borgarstjóra. Auk þess að óska eftir fundi með borgaryfirvöldum er farið fram á að borgin veiti upplýsingar um leigusamning borgarinnar við Kynnisferðir ehf., m.a. skilmála hans, gildistíma og uppsagnarákvæði, og eftir atvikum aðra samninga borgarinnar um Umferðarmiðstöðina. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
FA telur samning borgarinnar við Kynnisferðir um leigu á Umferðarmiðstöðinni samkeppnishamlandi og sendir Samkeppniseftirlitinu og innviðaráðuneytinu afrit af erindinu. Í bréfi FA til borgarstjóra er vitnað til áforma borgarinnar, sem birt voru þegar Reykjavíkurborg eignaðist Umferðarmiðstöðina árið 2012, en þá stóð til að bjóða öðrum þjónustaðilum en Kynnisferðum aðstöðu í húsinu svo það gæti orðið „öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.“ „Borgin hefur áfram miðað við að Umferðarmiðstöðin verði mistöð almenningssamgangna í miðbænum og stefnt að þróun alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reitnum svokallaða, þar sem miðstöðin stendur. Núverandi meirihlutaflokkar í borgarstjórn hafa bókað í borgarráði að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvarinnar sé „framúrskarandi“ og feli í sér mikil tækifæri fyrir almenningssamgöngur,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Eitt fyrirtæki af mörgum sitji að aðstöðu á framúrskarandi stað Þessi áform borgarinnar eru enn ekki orðin að veruleika. „Á meðan er staðan hins vegar sú að eitt fyrirtæki af mörgum í fólkflutningum situr eitt að aðstöðu í eigu borgarinnar á framúrskarandi stað,“ segir í bréfi FA. „Kynnisferðir eru annað tveggja rútufyrirtækja sem sinna akstri frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar samkvæmt útboði Isavia. Í síðasta útboði var gerð krafa um að bjóðendur skyldu hafa yfir að ráða miðstöð í skilningi 3. gr. laga nr. 28/2017, þ.e. miðstöð, mannaðri starfsfólki, með t.d. innritunarborði, biðsal eða miðasölu. Keppinautur Kynnisferða rekur slíka aðstöðu við Skógarhlíð sem er alls ekki heppileg staðsetning, meðal annars vegna nálægðar við íbúðahverfi og aðra atvinnustarfsemi, eins og borgaryfirvöldum er vel kunnugt. Aðgangur að Umferðarmiðstöðinni er hins vegar ekki í boði, þar sem hún er í raun, fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar, höfuðstöðvar og athafnasvæði Kynnisferða.“ Kynnisferðir reki Umferðarmiðstöðina sem sitt einkaathafnasvæði FA vísar einnig til umfjöllunar Samkeppniseftirlitsins (SE) um fyrri samninga Vegagerðarinnar, sem var áður eigandi Umferðarmiðstöðvarinnar, við Kynnisferðir. SE taldi að þeir samningar gætu leitt til þess að fyrirtækið væri „í afar hagstæðri stöðu gagnvart keppinautum sínum.“ Að mati FA eiga nákvæmlega sömu sjónarmið við um stöðuna eins og hún er í dag. „Það eina sem virðist í grundvallaratriðum hafa breytzt er að nú er það Reykjavíkurborg, sem hefur með samningi við Kynnisferðir komið fyrirtækinu í stöðu gagnvart keppinautum sínum, sem hamlar klárlega virkri samkeppni í fólksflutningum, bæði almennt og sérstaklega hvað varðar akstur flugrútu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í bréfi félagsins til borgarstjóra. Auk þess að óska eftir fundi með borgaryfirvöldum er farið fram á að borgin veiti upplýsingar um leigusamning borgarinnar við Kynnisferðir ehf., m.a. skilmála hans, gildistíma og uppsagnarákvæði, og eftir atvikum aðra samninga borgarinnar um Umferðarmiðstöðina.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira