Sundtískan Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 09:32 Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér. Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Annars var ég í sundi áðan og nú er tískan að vera í g-streng í sundi. Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi - sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi - sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Það fyndna við þetta er að sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa. Og ég elska Kate Winslet. Hún hefur breytt öllu. Hot piece of ass og venjuleg kelling. Dýrka hana. Ég fékk mér nýjan sundbol um daginn. Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Tíska og hönnun Sundlaugar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér. Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Annars var ég í sundi áðan og nú er tískan að vera í g-streng í sundi. Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi - sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi - sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Það fyndna við þetta er að sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa. Og ég elska Kate Winslet. Hún hefur breytt öllu. Hot piece of ass og venjuleg kelling. Dýrka hana. Ég fékk mér nýjan sundbol um daginn. Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar