Til áréttingar Kári Stefánsson skrifar 19. maí 2024 10:33 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún „tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“ í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19. Nú skulum við skoða efni màlsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvanarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess. Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir. Þegar langt var liðið á faraldurinn ákvarðaði Persónuvernd hins vegar að Íslensk erfðagreining hefði í vinnu sinni fyrir sóttvarnarlækni brotið Persónuverndarlögin vegna þess að hún hefðií raun réttri verið að stunda vísindarannsókn en þóst vera að sinna sóttvörnum og hafði þar að engu orð sóttvarnarlæknis, eins og það hefði ekki mátt búast við því að hann vissi sjálfur um hvað hann hefði beðið. Katrín Jakobsdóttir studdi sóttvarnarlækni í þessu máli en ekki Íslenska erfðagreiningu sem var eingöngu að vinna í hans umboði. Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki. Katrín tók afstöðu með hagsmunum fólksins í landinu sem var í hættu á þessum tíma en ekki vafasamri ákvörðun Persónuverndar. Helga sagði í fyrrnefndum þætti að ég, Kári Stefánsson, hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd og gaf í skyn að Katrín hefð stutt mig í því. Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri Íslenskar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún „tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“ í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19. Nú skulum við skoða efni màlsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvanarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess. Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir. Þegar langt var liðið á faraldurinn ákvarðaði Persónuvernd hins vegar að Íslensk erfðagreining hefði í vinnu sinni fyrir sóttvarnarlækni brotið Persónuverndarlögin vegna þess að hún hefðií raun réttri verið að stunda vísindarannsókn en þóst vera að sinna sóttvörnum og hafði þar að engu orð sóttvarnarlæknis, eins og það hefði ekki mátt búast við því að hann vissi sjálfur um hvað hann hefði beðið. Katrín Jakobsdóttir studdi sóttvarnarlækni í þessu máli en ekki Íslenska erfðagreiningu sem var eingöngu að vinna í hans umboði. Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki. Katrín tók afstöðu með hagsmunum fólksins í landinu sem var í hættu á þessum tíma en ekki vafasamri ákvörðun Persónuverndar. Helga sagði í fyrrnefndum þætti að ég, Kári Stefánsson, hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd og gaf í skyn að Katrín hefð stutt mig í því. Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri Íslenskar erfðagreiningar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar