Stafrænn ójöfnuður á upplýsingaöld Stella Samúelsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 17. maí 2024 15:01 Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Stella Samúelsdóttir Stafræn þróun Stafrænt ofbeldi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun