Bikarmeistarar Víkings í næstu umferð ásamt Keflavík og Fylki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 21:31 Danijel Dejan Djuric var á skotskónum. vísir/hulda margrét Bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta. Sömu sögu er að segja af Keflavík og Fylki. Víkingur mætti Grindavík í Safamýri og vann 4-1 sigur. Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan 1-0 Víkingum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Josip Krznaric minnkaði muninn á 65. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Viktor Örlygur Andrason bætti því fjórða við skömmu síðar. Ríkjandi bikarmeistarar eru komnir í átta liða úrslit! Víkingar settu fjögur mörk gegn einu marki Grindvíkinga. Hér er allt það helsta🔴⚫ pic.twitter.com/0YqmsIb4u0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Keflavík kom Hinrik Harðarson gestunum frá Akranesi yfir snemma leiks en Tobias Sandberg fékk rautt spjald á 36. mínútu fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sami Kamel fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Lengjudeildarliðið. Kamel var svo aftur á ferðinni í blálok fyrri hálfleiks og staðan orðin 2-1 Keflavík í vil. Valur Þór Hákonarson skoraði svo þriðja mark Keflavíkur á 81. mínútu. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson beint rautt spjald í liði Keflavíkur og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Lokatölur þó 3-1 og Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Árbænum var HK í heimsókn. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir strax á 5. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson svaraði fyrir heimamenn ekki löngu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og Benedikt Daríus Garðarsson gat því gert út um leikinn þegar Fylkir fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Benedikt Daríus setti boltann hins vegar framhjá markinu en bætti upp fyrir það mínútu síðar þegar hann skoraði eftir góða sendingu inn fyrir vörn HK. Staðan 3-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK🟠 pic.twitter.com/eEYXPWin4n— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Þá vann Stjarnan einnig KR í fjörugum leik sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir Keflavík ÍF Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
Víkingur mætti Grindavík í Safamýri og vann 4-1 sigur. Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan 1-0 Víkingum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Josip Krznaric minnkaði muninn á 65. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Viktor Örlygur Andrason bætti því fjórða við skömmu síðar. Ríkjandi bikarmeistarar eru komnir í átta liða úrslit! Víkingar settu fjögur mörk gegn einu marki Grindvíkinga. Hér er allt það helsta🔴⚫ pic.twitter.com/0YqmsIb4u0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Keflavík kom Hinrik Harðarson gestunum frá Akranesi yfir snemma leiks en Tobias Sandberg fékk rautt spjald á 36. mínútu fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sami Kamel fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Lengjudeildarliðið. Kamel var svo aftur á ferðinni í blálok fyrri hálfleiks og staðan orðin 2-1 Keflavík í vil. Valur Þór Hákonarson skoraði svo þriðja mark Keflavíkur á 81. mínútu. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson beint rautt spjald í liði Keflavíkur og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Lokatölur þó 3-1 og Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Árbænum var HK í heimsókn. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir strax á 5. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson svaraði fyrir heimamenn ekki löngu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og Benedikt Daríus Garðarsson gat því gert út um leikinn þegar Fylkir fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Benedikt Daríus setti boltann hins vegar framhjá markinu en bætti upp fyrir það mínútu síðar þegar hann skoraði eftir góða sendingu inn fyrir vörn HK. Staðan 3-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK🟠 pic.twitter.com/eEYXPWin4n— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Þá vann Stjarnan einnig KR í fjörugum leik sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir Keflavík ÍF Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira