Þörfin fyrir heimilislækna Bjarni Jónsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt. Bið eftir heimilislækni Það er því óásættanlegt að víða tekur mjög langan tíma að komast að hjá heimilislækni, látum þá vera föstum heimilislækni og sum virðast falla alveg á milli og mæta afgangi ef fast heimilisfesti þeirra er annað en aðsetur. Það er til að mynda staða sem margir námsmenn af landsbyggðinni finna sig í sem hafa sótt í nám á höfuðborgarsvæðinu. Það á einnig við aðra sem eru tímabundið staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru ótaldir þeir staðir á landinu eins og á Snæfellsnesi þar sem ekki er tryggt að læknar séu til staðar alla daga vikunnar eða vetrarfærð hamlar farands þjónustu. Læknaskortur Í grunninn er staðan sú að það er skortur á heimilislæknum. Of fáir leggja fyrir sig sérnám í heimilislækningum. Til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi er brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Atriði sem heimilislæknir þarf að hafa þekkingu á er að greina og þekkja viðeigandi úrræði, svo sem að veita úrlausn á staðnum, eða vísa áfram til frekara mats og taka þátt í eftirliti og áframhaldandi meðferð eftir það. Á mörgum stöðum á landsbyggðinni þarf heimilislæknir auk þess stundum að meðhöndla sjúklinga sem við aðrar aðstæður eru lagðir inn á sjúkrahús eða vísað til sérgreinalæknis. Að sinna heimilislækningum á landsbyggðinni getur því verið sérstaklega krefjandi og við það bætist lítt fjölskylduvænt vaktakerfi og stífar bakvaktir. Breyttar áherslur Við þurfum að breyta áherslum í læknanámi þar sem aukin áhersla verði á heimilislækningar og þær fjölbreyttu áskoranir sem læknisþjónusta á landsbyggðinni bíður upp á. Hér þarf Landspítali háskólasjúkrahús taka frumkvæði, Sjúkrahúsið á Akureyri að fá aukið hlutverk. Lausnin er ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi og aukinn einkarekstur. Við þurfum að gera það eftirsóknarverðara að sækja sérfræðinám í heimilislækningum og starfa sem heimilislæknar. Höfundur er þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt. Bið eftir heimilislækni Það er því óásættanlegt að víða tekur mjög langan tíma að komast að hjá heimilislækni, látum þá vera föstum heimilislækni og sum virðast falla alveg á milli og mæta afgangi ef fast heimilisfesti þeirra er annað en aðsetur. Það er til að mynda staða sem margir námsmenn af landsbyggðinni finna sig í sem hafa sótt í nám á höfuðborgarsvæðinu. Það á einnig við aðra sem eru tímabundið staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru ótaldir þeir staðir á landinu eins og á Snæfellsnesi þar sem ekki er tryggt að læknar séu til staðar alla daga vikunnar eða vetrarfærð hamlar farands þjónustu. Læknaskortur Í grunninn er staðan sú að það er skortur á heimilislæknum. Of fáir leggja fyrir sig sérnám í heimilislækningum. Til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi er brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Atriði sem heimilislæknir þarf að hafa þekkingu á er að greina og þekkja viðeigandi úrræði, svo sem að veita úrlausn á staðnum, eða vísa áfram til frekara mats og taka þátt í eftirliti og áframhaldandi meðferð eftir það. Á mörgum stöðum á landsbyggðinni þarf heimilislæknir auk þess stundum að meðhöndla sjúklinga sem við aðrar aðstæður eru lagðir inn á sjúkrahús eða vísað til sérgreinalæknis. Að sinna heimilislækningum á landsbyggðinni getur því verið sérstaklega krefjandi og við það bætist lítt fjölskylduvænt vaktakerfi og stífar bakvaktir. Breyttar áherslur Við þurfum að breyta áherslum í læknanámi þar sem aukin áhersla verði á heimilislækningar og þær fjölbreyttu áskoranir sem læknisþjónusta á landsbyggðinni bíður upp á. Hér þarf Landspítali háskólasjúkrahús taka frumkvæði, Sjúkrahúsið á Akureyri að fá aukið hlutverk. Lausnin er ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi og aukinn einkarekstur. Við þurfum að gera það eftirsóknarverðara að sækja sérfræðinám í heimilislækningum og starfa sem heimilislæknar. Höfundur er þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun