Löggæsla er mikilvæg grunnþjónusta við fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 16. maí 2024 10:30 Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Lögreglan Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun