Löggæsla er mikilvæg grunnþjónusta við fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 16. maí 2024 10:30 Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Lögreglan Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun