Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2024 18:18 Davíð Torfi segir mikið ánægjuefni að taka þetta skref. Aðsend Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16. „Það er okkur mikið ánægjuefni að taka þetta skref í dag og við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skráningu Íslandshótela á markað frá því að undirbúningur hófst. Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Í tilkynningu kemur fram að til sölu séu 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7 prósent af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þúsund krónum til 20 milljóna króna og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 milljónir króna. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs í samræmi við áætlun Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024. Þá kemur einnig fram að uppgjör fyrsta ársfjórðungs hefur verið birt og er það í samræmi við áætlanir félagsins. 21 prósent tekjuvöxtur var á tímabilinu en velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 2,97 milljarðar króna samanborið við 2,45 milljarða króna fyrir sama tímabil 2023. Þá var EBITDA 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023, en það er í takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðasveiflu greinarinnar. „Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Fram undan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast. Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi. Opinn kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela. Kauphöllin Hótel á Íslandi Íslandshótel Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
„Það er okkur mikið ánægjuefni að taka þetta skref í dag og við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skráningu Íslandshótela á markað frá því að undirbúningur hófst. Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Í tilkynningu kemur fram að til sölu séu 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7 prósent af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þúsund krónum til 20 milljóna króna og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 milljónir króna. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs í samræmi við áætlun Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024. Þá kemur einnig fram að uppgjör fyrsta ársfjórðungs hefur verið birt og er það í samræmi við áætlanir félagsins. 21 prósent tekjuvöxtur var á tímabilinu en velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 2,97 milljarðar króna samanborið við 2,45 milljarða króna fyrir sama tímabil 2023. Þá var EBITDA 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023, en það er í takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðasveiflu greinarinnar. „Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Fram undan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast. Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi. Opinn kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela.
Kauphöllin Hótel á Íslandi Íslandshótel Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira