Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 12:29 Skjaldborg hefur alltaf verið mjög vinsæl kvikmyndahátíð og vel sótt. Patrik Ontkovic Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og áhugafólks um heimildamyndir á Íslandi enda eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir en hátíðin verður haldin dagana 17. til 20. maí eða um hvítasunnuhelgina. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Kristín Andrea Þórðardóttir er ein af stjórnendum Skjaldborgar. „Við erum með sex myndir í fullri lengd, sem verða frumsýndar á hátíðinni og sjö heimildastuttmyndir. Efnistökin eru af ýmsum toga og verður mjög fróðlegt fyrir alla áhorfendur og eins alla höfunda í faginu. Í fyrsta skipti í ár ætlum við að verðlauna sérstaklega heimildastuttmynd ársins, sem að við höfum ekki verið með verðlaun fyrir hingað til,” segir Kristín Andrea. Kristín Andrea Þórðardóttir, sem er ein af þeim, sem fer fyrir Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Aðsend Þetta hljómar allt mjög spennandi? „Já, það er það. Svo erum við með stórkostlega heiðursgesti, sem ætla að koma og kíkja til okkar en það eru klipparar, sem heita Joe Bini og Maya Daisy Hawke, sem eru hjón og bestu kempur í faginu. Þau eru að velja Skjaldborg fram yfir Cannes kvikmyndahátíðina,” bætir Kristín Andrea við kampakát. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke margverðlaunaðir klipparar sem vinna bæði á sviði heimildamynda og leikinna. Aðsend Á milli kvikmynda verður farið í skrúðgöngu, boðið verður upp á vestfirskan plokkfisk, keppt í limbó svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í skrúðgöngu á hátíðinni eins og alltaf.Patrik Ontkovic „Við vonum til að sjá sem flesta fyrir vestan,” segir Kristín Andrea. Frekari upplýsingar og miða á hátíðna má finna á vef hennar, Skjaldborg.is. Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og áhugafólks um heimildamyndir á Íslandi enda eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir en hátíðin verður haldin dagana 17. til 20. maí eða um hvítasunnuhelgina. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Kristín Andrea Þórðardóttir er ein af stjórnendum Skjaldborgar. „Við erum með sex myndir í fullri lengd, sem verða frumsýndar á hátíðinni og sjö heimildastuttmyndir. Efnistökin eru af ýmsum toga og verður mjög fróðlegt fyrir alla áhorfendur og eins alla höfunda í faginu. Í fyrsta skipti í ár ætlum við að verðlauna sérstaklega heimildastuttmynd ársins, sem að við höfum ekki verið með verðlaun fyrir hingað til,” segir Kristín Andrea. Kristín Andrea Þórðardóttir, sem er ein af þeim, sem fer fyrir Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Aðsend Þetta hljómar allt mjög spennandi? „Já, það er það. Svo erum við með stórkostlega heiðursgesti, sem ætla að koma og kíkja til okkar en það eru klipparar, sem heita Joe Bini og Maya Daisy Hawke, sem eru hjón og bestu kempur í faginu. Þau eru að velja Skjaldborg fram yfir Cannes kvikmyndahátíðina,” bætir Kristín Andrea við kampakát. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke margverðlaunaðir klipparar sem vinna bæði á sviði heimildamynda og leikinna. Aðsend Á milli kvikmynda verður farið í skrúðgöngu, boðið verður upp á vestfirskan plokkfisk, keppt í limbó svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í skrúðgöngu á hátíðinni eins og alltaf.Patrik Ontkovic „Við vonum til að sjá sem flesta fyrir vestan,” segir Kristín Andrea. Frekari upplýsingar og miða á hátíðna má finna á vef hennar, Skjaldborg.is.
Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira