Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 12:29 Skjaldborg hefur alltaf verið mjög vinsæl kvikmyndahátíð og vel sótt. Patrik Ontkovic Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og áhugafólks um heimildamyndir á Íslandi enda eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir en hátíðin verður haldin dagana 17. til 20. maí eða um hvítasunnuhelgina. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Kristín Andrea Þórðardóttir er ein af stjórnendum Skjaldborgar. „Við erum með sex myndir í fullri lengd, sem verða frumsýndar á hátíðinni og sjö heimildastuttmyndir. Efnistökin eru af ýmsum toga og verður mjög fróðlegt fyrir alla áhorfendur og eins alla höfunda í faginu. Í fyrsta skipti í ár ætlum við að verðlauna sérstaklega heimildastuttmynd ársins, sem að við höfum ekki verið með verðlaun fyrir hingað til,” segir Kristín Andrea. Kristín Andrea Þórðardóttir, sem er ein af þeim, sem fer fyrir Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Aðsend Þetta hljómar allt mjög spennandi? „Já, það er það. Svo erum við með stórkostlega heiðursgesti, sem ætla að koma og kíkja til okkar en það eru klipparar, sem heita Joe Bini og Maya Daisy Hawke, sem eru hjón og bestu kempur í faginu. Þau eru að velja Skjaldborg fram yfir Cannes kvikmyndahátíðina,” bætir Kristín Andrea við kampakát. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke margverðlaunaðir klipparar sem vinna bæði á sviði heimildamynda og leikinna. Aðsend Á milli kvikmynda verður farið í skrúðgöngu, boðið verður upp á vestfirskan plokkfisk, keppt í limbó svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í skrúðgöngu á hátíðinni eins og alltaf.Patrik Ontkovic „Við vonum til að sjá sem flesta fyrir vestan,” segir Kristín Andrea. Frekari upplýsingar og miða á hátíðna má finna á vef hennar, Skjaldborg.is. Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og áhugafólks um heimildamyndir á Íslandi enda eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir en hátíðin verður haldin dagana 17. til 20. maí eða um hvítasunnuhelgina. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Kristín Andrea Þórðardóttir er ein af stjórnendum Skjaldborgar. „Við erum með sex myndir í fullri lengd, sem verða frumsýndar á hátíðinni og sjö heimildastuttmyndir. Efnistökin eru af ýmsum toga og verður mjög fróðlegt fyrir alla áhorfendur og eins alla höfunda í faginu. Í fyrsta skipti í ár ætlum við að verðlauna sérstaklega heimildastuttmynd ársins, sem að við höfum ekki verið með verðlaun fyrir hingað til,” segir Kristín Andrea. Kristín Andrea Þórðardóttir, sem er ein af þeim, sem fer fyrir Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Aðsend Þetta hljómar allt mjög spennandi? „Já, það er það. Svo erum við með stórkostlega heiðursgesti, sem ætla að koma og kíkja til okkar en það eru klipparar, sem heita Joe Bini og Maya Daisy Hawke, sem eru hjón og bestu kempur í faginu. Þau eru að velja Skjaldborg fram yfir Cannes kvikmyndahátíðina,” bætir Kristín Andrea við kampakát. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke margverðlaunaðir klipparar sem vinna bæði á sviði heimildamynda og leikinna. Aðsend Á milli kvikmynda verður farið í skrúðgöngu, boðið verður upp á vestfirskan plokkfisk, keppt í limbó svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í skrúðgöngu á hátíðinni eins og alltaf.Patrik Ontkovic „Við vonum til að sjá sem flesta fyrir vestan,” segir Kristín Andrea. Frekari upplýsingar og miða á hátíðna má finna á vef hennar, Skjaldborg.is.
Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira