Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi. Söfn og rannsóknir Stór hluti safnastarfs er ósýnilegur og það má að vissu leyti segja að rannsóknir falli þar undir. Við sjáum þó afrakstur þessara rannsókna víða, en sýningar safna byggja gjarnan á mikilli rannsóknarvinnu. Það sama gildir um ákveðna viðburði og miðlun, útgáfu og heilmiklar rannsóknir fara fram í tengslum við skráningu á munum og myndum. Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem söfn setja fram byggi á traustum grunni, í heimi þar sem dynja sífellt á okkur meiri upplýsingar og fleiri falsfréttir. Samfélagsmiðlar og gervigreind hafa sífellt aukin áhrif og við verðum að geta treyst því sem fram kemur á söfnum. Það er líka mikilvægt að stunda rannsóknir á safnkostinum og skoða fortíðina með nýjum augum og frá nýjum sjónarhornum. Söfn eru að auki mikilvægir samstarfsaðilar rannsakenda og á söfnum má miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt til ólíkra hópa samfélagsins. Söfn hafa því mikla ábyrgð þegar kemur að framsetningu og miðlun upplýsinga. Söfn í þágu fræðslu Eitt meginhlutverk safna er að fræða, bæði með markvissu og öflugu fræðslustarfi þar sem söfn á Íslandi taka til dæmis á móti skólahópum og vinna með menntastofnunum. Þegar ég fer erlendis reyni ég líka gjarnan að heimsækja söfn til að læra meira um það land sem ég er að heimsækja, list, náttúru og menningu. Það sama á við um erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland. Söfn kenna okkur líka ýmislegt um samfélagið okkar, söguna, listina, umhverfið og okkur sjálf. Það er dýrmætt. Þau gera það á áhugaverðan og skapandi hátt, vekja forvitni, auka víðsýni og efla sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Mikilvægi safna Söfn eru gríðarlega mikilvægar rannsókna- og fræðslustofnanir um heim allan. Þau skapa nýja þekkingu sem byggir á traustum heimildum og ígrunduðum rannsóknum og miðla til ólíkra hópa. Söfn eru stofnanir sem við treystum og þess vegna er mikilvægt að styðja og efla við rannsóknir á söfnum. Ég hvet öll til að heimsækja söfn á Alþjóðlega safnadaginn og þori að lofa að þið lærið eitthvað nýtt, áhugavert eða spennandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi. Söfn og rannsóknir Stór hluti safnastarfs er ósýnilegur og það má að vissu leyti segja að rannsóknir falli þar undir. Við sjáum þó afrakstur þessara rannsókna víða, en sýningar safna byggja gjarnan á mikilli rannsóknarvinnu. Það sama gildir um ákveðna viðburði og miðlun, útgáfu og heilmiklar rannsóknir fara fram í tengslum við skráningu á munum og myndum. Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem söfn setja fram byggi á traustum grunni, í heimi þar sem dynja sífellt á okkur meiri upplýsingar og fleiri falsfréttir. Samfélagsmiðlar og gervigreind hafa sífellt aukin áhrif og við verðum að geta treyst því sem fram kemur á söfnum. Það er líka mikilvægt að stunda rannsóknir á safnkostinum og skoða fortíðina með nýjum augum og frá nýjum sjónarhornum. Söfn eru að auki mikilvægir samstarfsaðilar rannsakenda og á söfnum má miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt til ólíkra hópa samfélagsins. Söfn hafa því mikla ábyrgð þegar kemur að framsetningu og miðlun upplýsinga. Söfn í þágu fræðslu Eitt meginhlutverk safna er að fræða, bæði með markvissu og öflugu fræðslustarfi þar sem söfn á Íslandi taka til dæmis á móti skólahópum og vinna með menntastofnunum. Þegar ég fer erlendis reyni ég líka gjarnan að heimsækja söfn til að læra meira um það land sem ég er að heimsækja, list, náttúru og menningu. Það sama á við um erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland. Söfn kenna okkur líka ýmislegt um samfélagið okkar, söguna, listina, umhverfið og okkur sjálf. Það er dýrmætt. Þau gera það á áhugaverðan og skapandi hátt, vekja forvitni, auka víðsýni og efla sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Mikilvægi safna Söfn eru gríðarlega mikilvægar rannsókna- og fræðslustofnanir um heim allan. Þau skapa nýja þekkingu sem byggir á traustum heimildum og ígrunduðum rannsóknum og miðla til ólíkra hópa. Söfn eru stofnanir sem við treystum og þess vegna er mikilvægt að styðja og efla við rannsóknir á söfnum. Ég hvet öll til að heimsækja söfn á Alþjóðlega safnadaginn og þori að lofa að þið lærið eitthvað nýtt, áhugavert eða spennandi!
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar