Umræðan um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar 7. maí 2024 07:30 Í kjölfar Pallborðsþáttar á Vísi fyrir nokkrum vikum hafa skoðanagreinar um dánaraðstoð ratað á miðilinn. Þar sem ég tók þátt í umræðunum í þættinum vil ég nota þetta tækifæri til að koma á framfæri nokkrum atriðum sem mér þykir nauðsynlegt að fái pláss í umræðu um þetta málefni. Dánaraðstoð er hugtak sem best fer á að nota sem nokkurs konar regnhlífarhugtak yfir tvenns konar athafnir læknis til að stytta líf sjúklings sem hefur ólæknandi, sársaukafullan sjúkdóm og lækning er ekki líkleg til að koma fram á næstunni: líknardráp og læknisaðstoð við sjálfsvíg. Í sumum löndum er líknardráp leyft samkvæmt lögum en þá veitir læknir sjúklingi lyf sem leiðir til dauða sjúklingsins. Í öðrum löndum er læknir ekki beinn þátttakandi í því að taka líf sjúklingsins heldur skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn tekur sjálfur inn. Slík aðstoð er því nokkurs konar læknisaðstoð við sjálfsvíg. Í mörgum löndum hafa báðar leiðir verið færðar í lög og hefur sjúklingurinn því val. Á undanförnum árum hefur mér fundist umræðan á Íslandi mest snúist um að leyfa líknardráp þótt vissulega hafi einnig verið rætt um aðstoð lækna við sjálfsvíg. Umræða um dánaraðstoð er bæði eðlileg og góð. Hún er eðlileg þar sem framangreind form dánaraðstoðar eru til staðar í fjölmörgum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við hljótum að gera ráð fyrir því að löggjafi í þessum löndum telji sig hafa góðar ástæður fyrir slíkum lagabreytingum. Og hún er góð því hún hefur minnkað skaðlega og einhliða umfjöllun sem hefur stundum verið særandi. Það er til dæmis ekki til gagns að ræða um dánaraðstoð eins og hún sé einfaldlega siðferðilega ámælisverð, eins og lengi var gert. Bæði má finna til ágætis siðferðileg rök fyrir dánaraðstoð (sem í grunninn snýst ávallt um að minnka þjáningu) og svo geta það reynst hræðilega særandi skilaboð til aðstandenda sem hafa farið í gegnum langt sorgarferli að leiðin sem valin var hafi verið ámælisverð og röng. Umræða um dánaraðstoð er raunar ein sú áhugaverðasta sem samfélag getur farið út í. Þar koma saman heimspekilegar vangaveltur um líf, dauða, heilsu og frelsi. Inn í þær spinnast svo pælingar um réttindi og skyldur, sem og stórar spurningar um í hvernig samfélagi við viljum búa og hvernig löggjöf við getum sætt okkur við. En umræðan má ekki vera hvernig sem er. Þótt hún hafi styrkst undanfarna áratugi þá má gagnrýna í hvaða farvegi hún á það til að leita. Það er slæmt ef nauðsynlegt reynist að vinda ofan af henni öðru hvoru eftir að hún er komin í nokkurs konar öngstræti. Vissulega má fagna allri hvatningu til að ræða mikilvæg og stundum viðkvæm málefni en maður getur ekki gengist undir að umræðan megi byggjast á hvaða forsendum sem er. Umræðan getur ekki byggst á viðhorfs- eða skoðanakönnunum. Þær eru ekki góður áttaviti í málum af þessu tagi. Sjálfur tel ég mig vita meira um dánaraðstoð en margir sem ég þekki en þó hef ég ekki hugmynd um hvernig ég ætti að svara einfaldri spurningu um hvort ég sé hlynntur dánaraðstoð. Persónulega tel ég að hún geti komið til greina í vissum aðstæðum en um leið get ég fullyrt að ég hefði ekki stutt neitt þeirra lagafrumvarpa sem hafa lögleitt dánaraðstoð víða um heim. Viðhorfskannanir eiga við eftir að lagafrumvörp hafa komið fram og um efni þeirra. Smáatriðin varðandi útfærslur eru oft það sem mestu máli skiptir. Umræðan getur ekki eingöngu byggst á reynslusögum fólks. Það er alveg ótækt að láta áhrifamiklar en um leið erfiðar frásagnir leiða umræðu af þessu tagi. Slíkt er alltaf dæmt til að enda með nokkurs konar kapphlaupi milli slæmrar og góðrar reynslu. Það má svo sannarlega finna dæmi um hvoru tveggja í sambandi við dánaraðstoð. Frásagnirnar geta vissulega stutt röksemdir fólks sem vill taka þátt í rökræðum um dánaraðstoð en þegar umræðan er rekin áfram af slíkum sögum, og takmarkaður fókus er á ólík rök, hættir hún að vera upplýsandi. Umræðan má ekki fara fram eins og lögleiðing dánaraðstoðar kalli ekki á víðtækan stuðning lækna og sátt innan fagsins. Í umræðum er því jafnvel kastað fram að nóg sé að læknar geti persónulega neitað að veita dánaraðstoð því það þurfi ekki svo marga lækna til að sjá um að bregðast við eftirspurninni. Á Íslandi gætu jafnvel tveir eða þrír læknar annað þeim tæplega tuttugu tilvikum sem líkleg eru að koma upp á hverju ári. Þetta er ákaflega misráðin umræða að mínu mati. Það er ekki útilokað að viðhorf íslenskra lækna til dánaraðstoðar breytist í framtíðinni en það væri glapræði að ýta eftir slíkri viðhorfsbreytingu utan frá. Báðar útgáfur dánaraðstoðar kalla á eðlisbreytingu á starfi lækna. Slík breyting getur einungis komið innan frá. Umræðan má heldur ekki blossa upp við að einstakir þingmenn rjúka til að og leggja fram lagafrumvörp. Augljós ástæða hvers vegna slíkt gengur ekki er til dæmis sú að ekki er hægt að taka ákvörðun fyrir fagstétt um að hún gerbreyti hlutverki sínu. Þá er samfélag okkar einnig þannig uppbyggt að við höfum stofnanir og ráðuneyti sem eiga að vera leiðandi í stefnumótun í heilbrigðismálum. Það er ekki hægt að ganga einfaldlega fram hjá þeim við að lögfesta mál af þessari stærðargráðu og hugsa ekki heildstætt um hvaða áhrif slíkt myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Ef dánaraðstoð verður fest í lög á Íslandi í framtíðinni þá verður það að gerast eftir ígrundaða stefnumótun. Að lokum gengur ekki að umræðan byggist á þeirri grundvallarforsendu að um réttindi einstaklinga sé að ræða, eins og oft virðist vera málið þegar einstakir þingmenn vilja lögleiða dánaraðstoð. Þá er oft látið eins og um einhvers konar grundvallarmannréttindi sé að ræða. En þá er verið að rugla saman tvennum óskyldum hlutum. Það virðast sjálfsögð sannindi að hver maður hefur rétt á að deyja með reisn og færi betur á því að stjórnvöld víða um heim rifjuðu þau sannindi upp reglulega. En sá réttur er ekki sá sami og að einstaklingar hafi rétt til þess að aðrir einstaklingar aðstoði þá við að deyja eða að taka líf sitt. Ég fæ ekki séð að sá réttur sé yfirhöfuð raunverulegur. Tímaritið The Economist birti einmitt nýlega langa greiningu á því hvernig dánaraðstoð væri næsta skref í að tryggja einstaklingsfrelsi í bresku samfélagi. Ritstjórn tímaritsins virðist sannfærð um að í nafni frelsis geti ríkið lagt þá aukaskyldu á herðar heilbrigðisstarfsfólks að þjónusta og fullnusta beiðnir um dánaraðstoð. Það hefði farið betur á því að tímaritið hefði eytt þessum kröftum sínum í umræðu um erfiða stöðu og æpandi áskoranir breska heilbrigðiskerfisins fremur en eyða dálksentimetrunum í slíka umræðu. Mér kom til hugar umsögn sem barst til Alþingis frá Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND á Íslandi, vegna nýlegs lagafrumvarps um dánaraðstoð, þar sem hann segir að á „meðan ríki og sveitarfélög draga lappirnar við að aðstoða fólk við að lifa, þá vara ég við að opna á leið fyrir fólk að koma sér úr erfiðum skorti á umönnun með því að velja að deyja.“ Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Dánaraðstoð Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar Pallborðsþáttar á Vísi fyrir nokkrum vikum hafa skoðanagreinar um dánaraðstoð ratað á miðilinn. Þar sem ég tók þátt í umræðunum í þættinum vil ég nota þetta tækifæri til að koma á framfæri nokkrum atriðum sem mér þykir nauðsynlegt að fái pláss í umræðu um þetta málefni. Dánaraðstoð er hugtak sem best fer á að nota sem nokkurs konar regnhlífarhugtak yfir tvenns konar athafnir læknis til að stytta líf sjúklings sem hefur ólæknandi, sársaukafullan sjúkdóm og lækning er ekki líkleg til að koma fram á næstunni: líknardráp og læknisaðstoð við sjálfsvíg. Í sumum löndum er líknardráp leyft samkvæmt lögum en þá veitir læknir sjúklingi lyf sem leiðir til dauða sjúklingsins. Í öðrum löndum er læknir ekki beinn þátttakandi í því að taka líf sjúklingsins heldur skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn tekur sjálfur inn. Slík aðstoð er því nokkurs konar læknisaðstoð við sjálfsvíg. Í mörgum löndum hafa báðar leiðir verið færðar í lög og hefur sjúklingurinn því val. Á undanförnum árum hefur mér fundist umræðan á Íslandi mest snúist um að leyfa líknardráp þótt vissulega hafi einnig verið rætt um aðstoð lækna við sjálfsvíg. Umræða um dánaraðstoð er bæði eðlileg og góð. Hún er eðlileg þar sem framangreind form dánaraðstoðar eru til staðar í fjölmörgum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við hljótum að gera ráð fyrir því að löggjafi í þessum löndum telji sig hafa góðar ástæður fyrir slíkum lagabreytingum. Og hún er góð því hún hefur minnkað skaðlega og einhliða umfjöllun sem hefur stundum verið særandi. Það er til dæmis ekki til gagns að ræða um dánaraðstoð eins og hún sé einfaldlega siðferðilega ámælisverð, eins og lengi var gert. Bæði má finna til ágætis siðferðileg rök fyrir dánaraðstoð (sem í grunninn snýst ávallt um að minnka þjáningu) og svo geta það reynst hræðilega særandi skilaboð til aðstandenda sem hafa farið í gegnum langt sorgarferli að leiðin sem valin var hafi verið ámælisverð og röng. Umræða um dánaraðstoð er raunar ein sú áhugaverðasta sem samfélag getur farið út í. Þar koma saman heimspekilegar vangaveltur um líf, dauða, heilsu og frelsi. Inn í þær spinnast svo pælingar um réttindi og skyldur, sem og stórar spurningar um í hvernig samfélagi við viljum búa og hvernig löggjöf við getum sætt okkur við. En umræðan má ekki vera hvernig sem er. Þótt hún hafi styrkst undanfarna áratugi þá má gagnrýna í hvaða farvegi hún á það til að leita. Það er slæmt ef nauðsynlegt reynist að vinda ofan af henni öðru hvoru eftir að hún er komin í nokkurs konar öngstræti. Vissulega má fagna allri hvatningu til að ræða mikilvæg og stundum viðkvæm málefni en maður getur ekki gengist undir að umræðan megi byggjast á hvaða forsendum sem er. Umræðan getur ekki byggst á viðhorfs- eða skoðanakönnunum. Þær eru ekki góður áttaviti í málum af þessu tagi. Sjálfur tel ég mig vita meira um dánaraðstoð en margir sem ég þekki en þó hef ég ekki hugmynd um hvernig ég ætti að svara einfaldri spurningu um hvort ég sé hlynntur dánaraðstoð. Persónulega tel ég að hún geti komið til greina í vissum aðstæðum en um leið get ég fullyrt að ég hefði ekki stutt neitt þeirra lagafrumvarpa sem hafa lögleitt dánaraðstoð víða um heim. Viðhorfskannanir eiga við eftir að lagafrumvörp hafa komið fram og um efni þeirra. Smáatriðin varðandi útfærslur eru oft það sem mestu máli skiptir. Umræðan getur ekki eingöngu byggst á reynslusögum fólks. Það er alveg ótækt að láta áhrifamiklar en um leið erfiðar frásagnir leiða umræðu af þessu tagi. Slíkt er alltaf dæmt til að enda með nokkurs konar kapphlaupi milli slæmrar og góðrar reynslu. Það má svo sannarlega finna dæmi um hvoru tveggja í sambandi við dánaraðstoð. Frásagnirnar geta vissulega stutt röksemdir fólks sem vill taka þátt í rökræðum um dánaraðstoð en þegar umræðan er rekin áfram af slíkum sögum, og takmarkaður fókus er á ólík rök, hættir hún að vera upplýsandi. Umræðan má ekki fara fram eins og lögleiðing dánaraðstoðar kalli ekki á víðtækan stuðning lækna og sátt innan fagsins. Í umræðum er því jafnvel kastað fram að nóg sé að læknar geti persónulega neitað að veita dánaraðstoð því það þurfi ekki svo marga lækna til að sjá um að bregðast við eftirspurninni. Á Íslandi gætu jafnvel tveir eða þrír læknar annað þeim tæplega tuttugu tilvikum sem líkleg eru að koma upp á hverju ári. Þetta er ákaflega misráðin umræða að mínu mati. Það er ekki útilokað að viðhorf íslenskra lækna til dánaraðstoðar breytist í framtíðinni en það væri glapræði að ýta eftir slíkri viðhorfsbreytingu utan frá. Báðar útgáfur dánaraðstoðar kalla á eðlisbreytingu á starfi lækna. Slík breyting getur einungis komið innan frá. Umræðan má heldur ekki blossa upp við að einstakir þingmenn rjúka til að og leggja fram lagafrumvörp. Augljós ástæða hvers vegna slíkt gengur ekki er til dæmis sú að ekki er hægt að taka ákvörðun fyrir fagstétt um að hún gerbreyti hlutverki sínu. Þá er samfélag okkar einnig þannig uppbyggt að við höfum stofnanir og ráðuneyti sem eiga að vera leiðandi í stefnumótun í heilbrigðismálum. Það er ekki hægt að ganga einfaldlega fram hjá þeim við að lögfesta mál af þessari stærðargráðu og hugsa ekki heildstætt um hvaða áhrif slíkt myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Ef dánaraðstoð verður fest í lög á Íslandi í framtíðinni þá verður það að gerast eftir ígrundaða stefnumótun. Að lokum gengur ekki að umræðan byggist á þeirri grundvallarforsendu að um réttindi einstaklinga sé að ræða, eins og oft virðist vera málið þegar einstakir þingmenn vilja lögleiða dánaraðstoð. Þá er oft látið eins og um einhvers konar grundvallarmannréttindi sé að ræða. En þá er verið að rugla saman tvennum óskyldum hlutum. Það virðast sjálfsögð sannindi að hver maður hefur rétt á að deyja með reisn og færi betur á því að stjórnvöld víða um heim rifjuðu þau sannindi upp reglulega. En sá réttur er ekki sá sami og að einstaklingar hafi rétt til þess að aðrir einstaklingar aðstoði þá við að deyja eða að taka líf sitt. Ég fæ ekki séð að sá réttur sé yfirhöfuð raunverulegur. Tímaritið The Economist birti einmitt nýlega langa greiningu á því hvernig dánaraðstoð væri næsta skref í að tryggja einstaklingsfrelsi í bresku samfélagi. Ritstjórn tímaritsins virðist sannfærð um að í nafni frelsis geti ríkið lagt þá aukaskyldu á herðar heilbrigðisstarfsfólks að þjónusta og fullnusta beiðnir um dánaraðstoð. Það hefði farið betur á því að tímaritið hefði eytt þessum kröftum sínum í umræðu um erfiða stöðu og æpandi áskoranir breska heilbrigðiskerfisins fremur en eyða dálksentimetrunum í slíka umræðu. Mér kom til hugar umsögn sem barst til Alþingis frá Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND á Íslandi, vegna nýlegs lagafrumvarps um dánaraðstoð, þar sem hann segir að á „meðan ríki og sveitarfélög draga lappirnar við að aðstoða fólk við að lifa, þá vara ég við að opna á leið fyrir fólk að koma sér úr erfiðum skorti á umönnun með því að velja að deyja.“ Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar