Þekking á naloxone nefúða getur bjargað lífi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 6. maí 2024 14:30 Undanfarin ár hefur verið vaxandi ópíóíðavandi hér á landi og jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Afleiðing tengd misnotkun ópíóíða er m.a. aukning ótímabærra dauðsfalla, oft vegna ofskömmtunar þeirra. En það er til lyf sem getur auðveldlega bjargað lífi þeirra sem hafa ofskammtað og það er einfalt í notkun. Allir geta bjargað lífi með naloxone Flest tilfelli ofskömmtunar eru fyrir slysni. Einstaklingar af öllum kynjum, á öllum aldri, öllum þjóðernum og af öllum stigum samfélagsins geta ofskammtað. Þeir einstaklingar sem eru í hvað mestri áhættu á ofskömmtun eru einstaklingar sem nota ópíóíðalyf sem langtíma verkjameðferð og einstaklingar sem nota ópíóíðalyf og/eða aðra ópíóíða sem vímugjafa. Flest tilfelli ofskömmtunar verða í heimahúsi og í flestum tilvikum verður einhver vitni að því. Vinir, makar eða fjölskyldumeðlimir eru líklegustu einstaklingarnir til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða. Naloxone er mótefnið við ofskömmtun á ópíóíðum. Algengasta gjafaleiðin er með nefúða og getur virknin komið strax fram og varað frá nokkrum mínútum upp í allt að 90 mínútur. Naloxone er öruggt lyf og það virkar eingöngu sem mótefni ef einstaklingur er með ópíóíða í líkamanum. Þau sem eru líkleg til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða eru í einstakri stöðu til að geta brugðist við, gefið naloxone og bjargað lífi. Ókeypis vefnámskeið um naloxone og notkun þess Rauði krossinn hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið búið til vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone sem er endurgjaldslaust og opið öllum. Þar getur fólk kynnt sér lykilhugtökin í skaðaminnkun og skyndihjálp og hægt er að öðlast færnina, viljann og sjálfsöryggið til að bregðast við ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða. Í lok vefnámskeiðsins munt þú vita hvenær og hvernig á að nota naloxone nefúða til að bjarga lífi. Hægt er að nálgast vefnámskeiðið á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið vaxandi ópíóíðavandi hér á landi og jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Afleiðing tengd misnotkun ópíóíða er m.a. aukning ótímabærra dauðsfalla, oft vegna ofskömmtunar þeirra. En það er til lyf sem getur auðveldlega bjargað lífi þeirra sem hafa ofskammtað og það er einfalt í notkun. Allir geta bjargað lífi með naloxone Flest tilfelli ofskömmtunar eru fyrir slysni. Einstaklingar af öllum kynjum, á öllum aldri, öllum þjóðernum og af öllum stigum samfélagsins geta ofskammtað. Þeir einstaklingar sem eru í hvað mestri áhættu á ofskömmtun eru einstaklingar sem nota ópíóíðalyf sem langtíma verkjameðferð og einstaklingar sem nota ópíóíðalyf og/eða aðra ópíóíða sem vímugjafa. Flest tilfelli ofskömmtunar verða í heimahúsi og í flestum tilvikum verður einhver vitni að því. Vinir, makar eða fjölskyldumeðlimir eru líklegustu einstaklingarnir til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða. Naloxone er mótefnið við ofskömmtun á ópíóíðum. Algengasta gjafaleiðin er með nefúða og getur virknin komið strax fram og varað frá nokkrum mínútum upp í allt að 90 mínútur. Naloxone er öruggt lyf og það virkar eingöngu sem mótefni ef einstaklingur er með ópíóíða í líkamanum. Þau sem eru líkleg til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða eru í einstakri stöðu til að geta brugðist við, gefið naloxone og bjargað lífi. Ókeypis vefnámskeið um naloxone og notkun þess Rauði krossinn hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið búið til vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone sem er endurgjaldslaust og opið öllum. Þar getur fólk kynnt sér lykilhugtökin í skaðaminnkun og skyndihjálp og hægt er að öðlast færnina, viljann og sjálfsöryggið til að bregðast við ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða. Í lok vefnámskeiðsins munt þú vita hvenær og hvernig á að nota naloxone nefúða til að bjarga lífi. Hægt er að nálgast vefnámskeiðið á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun