Dánaraðstoð og siðareglur lækna Ingrid Kuhlman skrifar 8. maí 2024 08:00 Löggjöf um læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying eða MAID) tók gildi í Kaliforníu árið 2016. Samkvæmt lögunum þurfa tveir læknar að meta sjálfstætt hvort sjúklingur (1) eigi 6 mánuði eða skemur eftir, (2) sé fær um að taka upplýsta og sjálfviljuga ákvörðun, og (3) sé andlega hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sjúklingur verður að búa í Kaliforníu, geta tekið lyfin sjálfur og hafa kost á að endurskoða ákvörðun sinni hvenær sem er í ferlinu. Lögin gilda einungis fyrir fullorðna. Flestir þeirra sem fá MAID eru með krabbamein á lokastigi California Department of Public Health birtir árlega gögn um MAID. Árið 2022 voru 66% þeirra sem nýttu sér MAID í Kaliforníu með krabbamein á lokastigi. Í dag hafa Washington, D.C. og 10 önnur fylki í Bandaríkjunum samþykkt löggjöf um MAID: Kalifornía, Colorado, Hawaii, Maine, New Jersey, Nýja Mexíkó, Oregon, Vermont, Washington og Montana. Tölur frá árunum 1998 til 2017 sýna að 63% einstaklingar í þessum fylkjum sem nýttu sér MAID voru með krabbamein á lokastigi. Af þeim sem fengu lyfjaávísun notuðu 66,3% lyfin. Þrátt fyrir að 69,9% krabbameinssjúklinga kjósi að deyja heima, eiga flest andlát í Bandaríkjunum sér stað á spítölum (35%) og hjúkrunar- eða dvalarheimilum (26%). Nýjustu tölur frá Kaliforníu sýna að 93% þeirra sem nýttu sér MAID völdu að gera það heima hjá sér. Helstu ástæður fyrir því að óska eftir MAID eru þjáningar, erfiðleikar við að njóta daglegra athafna, ófullnægjandi verkjastjórnun, tilfinningin um að vera byrði á fjölskyldu og vinum, að missa reisn og sjálfræði og fjárhagsáhyggjur. Þegar aðstoð við að deyja er ekki valkostur Þegar læknisfræðileg aðstoð við að deyja er ekki í boði, leita sjúklingar stundum annarra leiða til að ljúka lífi sínu. Rannsókn sem skoðaði gögn fjögurra áratuga sýndi að sjálfsvígstíðni meðal krabbameinssjúklinga var 28,58 á hverja 100,000 íbúa. Á tímabilinu 1973 til 2014 tóku 13,311 krabbameinssjúklingar í Bandaríkjunum eigið líf. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að veita sjúklingum sem þjást af alvarlegum sjúkdómum viðeigandi úrræði svo þeir geti tekið upplýstar og mannúðlegar ákvarðanir um eigin lífslok. Er verið að valda skaða með því að láta fólk þjást? Læknaeiðurinn, oft kenndur við Hippókrates, vekur upp flóknar umræður um MAID. Sumir heilbrigðisstarfsmenn telja að aðstoð við að binda enda á líf sjúklings jafngildi morði. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn telja aftur á móti að með því að neita sjúklingum um möguleikann á að taka ákvarðanir um eigin lífslok og framlengja þjáningar þeirra sé í raun verið að valda skaða, jafnvel meiri en sjúkdómurinn sjálfur veldur. Þeir síðarnefndu leggja áherslu á mikilvægi sjálfræðis einstaklinga og réttar til að ákveða hvenær og hvar þeir deyja. Líkt og í öðrum umdeildum málum sem tengjast læknaeiðnum, eins og til dæmis þungunarrofi, krefst MAID að heilbrigðisstarfsmenn virði sjálfræði sjúklinga, mannlega reisn þeirra og rétt til að taka ákvarðanir um eigið líf, jafnvel þegar skoðanir sjúklinga séu frábrugðnar þeirra eigin. Siðareglur í Bandaríkjunum hafa tekið breytingum Þar til 2019 var afstaða bandarísku læknasamtakanna (e. American Medical Association eða AMA) sú að MAID samræmdist ekki siðareglum þeirra og ábyrgð lækna til að lækna. Eftir þriggja ára endurskoðun á siðareglunum tók AMA upp nýja stefnu árið 2019. Núverandi afstaða AMA er sú að læknar geti veitt læknisfræðilega aðstoð við að deyja, í samræmi við samvisku sinni, án þess að það brjóti gegn faglegum skyldum þeirra. Nýju siðareglurnar innihalda tvö ákvæði sem styðja bæði þá lækna sem veita MAID og þá sem kjósa að gera það ekki. Þannig geta læknar sem veita MAID uppfyllt bæði faglegar og siðferðilegar skyldur sínar, rétt eins og þeir sem neita að veita slíka þjónustu. Fjölmörg bandarísk læknafélög hafa látið af andstöðu sinni við MAID Læknafélög sem hafa stutt MAID eru meðal annars American College of Legal Medicine og American Medical Women‘s Association. Önnur þekkt bandarík læknasamtök sem hafa breytt afstöðu sinni úr andstöðu í hlutleysi eru American Academy of Family Physicians, American Academy of Hospice and Palliative Medicine og American Academy of Neurology. Fjöldi læknafélaga í mismunandi fylkjum hefur einnig tekið upp hlutlausa afstöðu til MAID, þar á meðal læknafélög í Kaliforníu, Colorado, Connecticut, Maine, Maryland, Massachusetts, Columbia, Minnesote, Nevada, Nýja Mexikó, Oregon og Vermont. Þessi breyting í afstöðu endurspeglar vaxandi viðurkenningu á sjálfræði sjúklinga og þörfina fyrir mannúðlega nálgun í umönnun þeirra sem glíma við alvarlega og lífsógnandi sjúkdóma. Siðareglur lækna þarfnast stöðugrar endurskoðunar Umræðan um hvernig best er að skilgreina hugtakið „að valda engum skaða“ í nútímalæknisfræði er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þróun síðustu ára í læknisfræði og samfélaginu undirstrikar nauðsyn þess að endurskoða og aðlaga siðareglur lækna í takt við breyttar þarfir sjúklinga og siðferðilegar áskoranir samtímans. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Löggjöf um læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying eða MAID) tók gildi í Kaliforníu árið 2016. Samkvæmt lögunum þurfa tveir læknar að meta sjálfstætt hvort sjúklingur (1) eigi 6 mánuði eða skemur eftir, (2) sé fær um að taka upplýsta og sjálfviljuga ákvörðun, og (3) sé andlega hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sjúklingur verður að búa í Kaliforníu, geta tekið lyfin sjálfur og hafa kost á að endurskoða ákvörðun sinni hvenær sem er í ferlinu. Lögin gilda einungis fyrir fullorðna. Flestir þeirra sem fá MAID eru með krabbamein á lokastigi California Department of Public Health birtir árlega gögn um MAID. Árið 2022 voru 66% þeirra sem nýttu sér MAID í Kaliforníu með krabbamein á lokastigi. Í dag hafa Washington, D.C. og 10 önnur fylki í Bandaríkjunum samþykkt löggjöf um MAID: Kalifornía, Colorado, Hawaii, Maine, New Jersey, Nýja Mexíkó, Oregon, Vermont, Washington og Montana. Tölur frá árunum 1998 til 2017 sýna að 63% einstaklingar í þessum fylkjum sem nýttu sér MAID voru með krabbamein á lokastigi. Af þeim sem fengu lyfjaávísun notuðu 66,3% lyfin. Þrátt fyrir að 69,9% krabbameinssjúklinga kjósi að deyja heima, eiga flest andlát í Bandaríkjunum sér stað á spítölum (35%) og hjúkrunar- eða dvalarheimilum (26%). Nýjustu tölur frá Kaliforníu sýna að 93% þeirra sem nýttu sér MAID völdu að gera það heima hjá sér. Helstu ástæður fyrir því að óska eftir MAID eru þjáningar, erfiðleikar við að njóta daglegra athafna, ófullnægjandi verkjastjórnun, tilfinningin um að vera byrði á fjölskyldu og vinum, að missa reisn og sjálfræði og fjárhagsáhyggjur. Þegar aðstoð við að deyja er ekki valkostur Þegar læknisfræðileg aðstoð við að deyja er ekki í boði, leita sjúklingar stundum annarra leiða til að ljúka lífi sínu. Rannsókn sem skoðaði gögn fjögurra áratuga sýndi að sjálfsvígstíðni meðal krabbameinssjúklinga var 28,58 á hverja 100,000 íbúa. Á tímabilinu 1973 til 2014 tóku 13,311 krabbameinssjúklingar í Bandaríkjunum eigið líf. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að veita sjúklingum sem þjást af alvarlegum sjúkdómum viðeigandi úrræði svo þeir geti tekið upplýstar og mannúðlegar ákvarðanir um eigin lífslok. Er verið að valda skaða með því að láta fólk þjást? Læknaeiðurinn, oft kenndur við Hippókrates, vekur upp flóknar umræður um MAID. Sumir heilbrigðisstarfsmenn telja að aðstoð við að binda enda á líf sjúklings jafngildi morði. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn telja aftur á móti að með því að neita sjúklingum um möguleikann á að taka ákvarðanir um eigin lífslok og framlengja þjáningar þeirra sé í raun verið að valda skaða, jafnvel meiri en sjúkdómurinn sjálfur veldur. Þeir síðarnefndu leggja áherslu á mikilvægi sjálfræðis einstaklinga og réttar til að ákveða hvenær og hvar þeir deyja. Líkt og í öðrum umdeildum málum sem tengjast læknaeiðnum, eins og til dæmis þungunarrofi, krefst MAID að heilbrigðisstarfsmenn virði sjálfræði sjúklinga, mannlega reisn þeirra og rétt til að taka ákvarðanir um eigið líf, jafnvel þegar skoðanir sjúklinga séu frábrugðnar þeirra eigin. Siðareglur í Bandaríkjunum hafa tekið breytingum Þar til 2019 var afstaða bandarísku læknasamtakanna (e. American Medical Association eða AMA) sú að MAID samræmdist ekki siðareglum þeirra og ábyrgð lækna til að lækna. Eftir þriggja ára endurskoðun á siðareglunum tók AMA upp nýja stefnu árið 2019. Núverandi afstaða AMA er sú að læknar geti veitt læknisfræðilega aðstoð við að deyja, í samræmi við samvisku sinni, án þess að það brjóti gegn faglegum skyldum þeirra. Nýju siðareglurnar innihalda tvö ákvæði sem styðja bæði þá lækna sem veita MAID og þá sem kjósa að gera það ekki. Þannig geta læknar sem veita MAID uppfyllt bæði faglegar og siðferðilegar skyldur sínar, rétt eins og þeir sem neita að veita slíka þjónustu. Fjölmörg bandarísk læknafélög hafa látið af andstöðu sinni við MAID Læknafélög sem hafa stutt MAID eru meðal annars American College of Legal Medicine og American Medical Women‘s Association. Önnur þekkt bandarík læknasamtök sem hafa breytt afstöðu sinni úr andstöðu í hlutleysi eru American Academy of Family Physicians, American Academy of Hospice and Palliative Medicine og American Academy of Neurology. Fjöldi læknafélaga í mismunandi fylkjum hefur einnig tekið upp hlutlausa afstöðu til MAID, þar á meðal læknafélög í Kaliforníu, Colorado, Connecticut, Maine, Maryland, Massachusetts, Columbia, Minnesote, Nevada, Nýja Mexikó, Oregon og Vermont. Þessi breyting í afstöðu endurspeglar vaxandi viðurkenningu á sjálfræði sjúklinga og þörfina fyrir mannúðlega nálgun í umönnun þeirra sem glíma við alvarlega og lífsógnandi sjúkdóma. Siðareglur lækna þarfnast stöðugrar endurskoðunar Umræðan um hvernig best er að skilgreina hugtakið „að valda engum skaða“ í nútímalæknisfræði er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þróun síðustu ára í læknisfræði og samfélaginu undirstrikar nauðsyn þess að endurskoða og aðlaga siðareglur lækna í takt við breyttar þarfir sjúklinga og siðferðilegar áskoranir samtímans. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun