Stærsta loftslagsráðstefna í heimi Nótt Thorberg skrifar 6. maí 2024 09:16 Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun