Vinskapurinn og gleðin staðið upp úr Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. maí 2024 21:16 Vinirnir Goggi og Siggi á afmælisfögnuðinum. Vísir Kaldi bar fagnar tíu ára afmæli í dag og var haldið upp á tímamótin með pompi og prakt. Eigandi staðarins segir vinskapurinn standa upp úr þegar litið er yfir farinn veg. Fullt var út úr dyrum og rífandi stemning þegar Margrét Björk fréttamaður kíkti við í Kvöldfréttum. Hún náði tali af Georg Leite eiganda Kalda og Sigurð Braga Ólafsson bruggmeistara kalda. „Þetta er fljótt að líða en það eru alveg tímamót að vita að við erum búin að gera þetta svona vel í tíu ár. Og þessi gleði sem er alltaf að skapast á Kalda er svo góð að maður er alveg tilbúinn að vera tíu ár í viðbót,“ segir Georg, eða Goggi, eins og viðskiptavinir Kalda kalla hann. Hann segir alls ekki sjálfsagt að endast svo lengi í bar-bransanum. „Eins og ég segi, þá er bara númer eitt tvö og þrjú að hafa gaman. Og ég hef rosalega gaman af því sem ég geri,“ segir Goggi og nefnir samstarfið við Sigurð. „Það er rosalega gaman að vera til í þessu. Af því að við erum að skapa gleði fyrir fólk, og sjálfa okkur líka. “ Aðspurður hvort barinn Kaldi eða samnefnd bjórtegund hafi komið á undan hinu svarar Sigurður, eða Siggi, að bjórinn hafi vissulega komið á undan, og barinn heiti eftir bjórnum. „En ég ætla líka að taka undir það sem Goggi sagði, þetta er svo elskuleg samvinna að vinna með honum og strákunum sem vinna með honum. Þetta er svo mikið stöngin inn, þetta er bara æðislegt.“ Hvað stendur upp úr eftir þessi tíu ár? „Vinskapurinn og allir sem eru í kringum okkur. Allir þessir fastakúnnar sem við erum með og allir sem er í kringum mig. Og að gefa alltaf gleði. Þetta er það sem skiptir máli fyrir okkar bissness, að hafa gaman að þessu,“ segir Goggi. Næturlíf Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Fullt var út úr dyrum og rífandi stemning þegar Margrét Björk fréttamaður kíkti við í Kvöldfréttum. Hún náði tali af Georg Leite eiganda Kalda og Sigurð Braga Ólafsson bruggmeistara kalda. „Þetta er fljótt að líða en það eru alveg tímamót að vita að við erum búin að gera þetta svona vel í tíu ár. Og þessi gleði sem er alltaf að skapast á Kalda er svo góð að maður er alveg tilbúinn að vera tíu ár í viðbót,“ segir Georg, eða Goggi, eins og viðskiptavinir Kalda kalla hann. Hann segir alls ekki sjálfsagt að endast svo lengi í bar-bransanum. „Eins og ég segi, þá er bara númer eitt tvö og þrjú að hafa gaman. Og ég hef rosalega gaman af því sem ég geri,“ segir Goggi og nefnir samstarfið við Sigurð. „Það er rosalega gaman að vera til í þessu. Af því að við erum að skapa gleði fyrir fólk, og sjálfa okkur líka. “ Aðspurður hvort barinn Kaldi eða samnefnd bjórtegund hafi komið á undan hinu svarar Sigurður, eða Siggi, að bjórinn hafi vissulega komið á undan, og barinn heiti eftir bjórnum. „En ég ætla líka að taka undir það sem Goggi sagði, þetta er svo elskuleg samvinna að vinna með honum og strákunum sem vinna með honum. Þetta er svo mikið stöngin inn, þetta er bara æðislegt.“ Hvað stendur upp úr eftir þessi tíu ár? „Vinskapurinn og allir sem eru í kringum okkur. Allir þessir fastakúnnar sem við erum með og allir sem er í kringum mig. Og að gefa alltaf gleði. Þetta er það sem skiptir máli fyrir okkar bissness, að hafa gaman að þessu,“ segir Goggi.
Næturlíf Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira