Borgar þú 65 prósent skatt af þínum tekjum? Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 4. maí 2024 15:01 Ég er einyrki. Ég er rakari sem fór í einkaskóla til að læra iðngreinina sem ég elska og greiddi allan kostnað af náminu sjálfur eða rúmar tvær milljónir króna. Íslenska ríkið styrkti mig ekki um eina krónu. Launin sem ég fæ hver mánaðamót ráðast eingöngu af fjölda þeirra sem ég klippi og eru þannig breytileg. Ég þarf að leggja fyrir til að eiga fyrir stuttu sumarfríi og að geta tekið veikindadaga. Ég greiði fullan tekjuskatt eins og aðrir borgarar landsins og til viðbótar fullan virðisaukaskatt af vinnu minni með eigin höndum. Þannig greiði ég um 65% skatt af innkomunni. Þegar við bætist stólaleiga og rekstrarkostnaður minn (kaupi öll tæki og tól sjálfur) má með sanni segja að um og innan við 30% innkomunnar rati í minn vasa. — Er það sanngjarnt? Þessi rekstrarskilyrði hafa orðið til þess að of margt fólk í minni iðngrein vinnur sér til húðar. Keppist við að stytta þjónustutíma til að koma fleirum að sem bitnar á þjónustugæðum og er mikið álag. Það vinnur fram á kvöld, um helgar og á rauðum dögum til að standa undir sér. Þetta á auðvitað ekki að vera svona og er engum hollt. Það er líka vinna að byggja upp þessa vinnu. Þú þarft að markaðssetja þig sem fagmann og beinlínis sækja þér viðskiptavini fyrstu árin. Bjóða fríar klippingar í fyrstu heimsókn eða fyrir málamyndagjald. Ella verður mjög hægur eða enginn vöxtur. Mér hefur gengið vel í þessum efnum enda lagt mikið í þá vinnu sem fer fram á kvöldin eftir langan vinnudag. Ég lifi lífi sem kalla mætti ef það væri háskólakúrs „Kapitalismi 103.” Að öllu leyti nema því að ágóða erfiðis míns fær íslenska ríkið. Sem gengur gegn grunnreglu hins frjálsa markaðshagkerfis og gerir það marklaust. Ég held litlu sem engu til áframhaldandi vaxtar. Mun betra var fyrir mig fjárhagslega að sitja tilgangslausa fundi, svara tölvupóstum og drekka pumpukaffi í vinnu fyrir hið opinbera – en um leið auðvitað andlegur dauði. Tilviljanakenndur virðisaukaskattur Ég þekki fólk sem framleiðir sjónvarpsefni og fær til þess ríkisstyrki og það greiðir engan virðisauka af sinni vinnu því þetta flokkast sem menning. Tannlæknar sem vinna líka með höndunum greiða heldur ekki vsk því það er heilbrigðisþjónusta. Að setja hársnyrta til jafns við iðnaðarmenn í byggingariðnaði þar sem einstök verk geta aflað þeim mikilla tekna, svo hleypur á milljónum króna, er ekki líku saman að jafna. Það að setja virðisaukaskatt ofan á tekjuskatt hársnyrta, harðduglega einyrkja, gerir það að verkum að þau sem eru í stólaleigu gefa upp á sig lægri tekjur sem síðar bitnar á lífeyrisgreiðslum til þeirra. Og já, við skattpíningu blómstrar svarta hagkerfið og erfitt að áfellast nokkurn fyrir að bjarga sér við svo óhagfelldar aðstæður. En er það allra hagur? Áhugaleysi Sjálfstæðisflokks tækifæri Kristrúnar? Ég hef gert margar tilraunir til að vekja athygli þingmanna á þessu, einkum míns flokks Sjálfstæðisflokksins þar sem blómlegt atvinnulíf, athafnafrelsi og lægri skattheimta sem tryggir að hinn duglegi nýtur eigin uppskeru, á að vera grunnstef. Fólki bregður að heyra tölurnar en gerir svo ekkert meira með upplýsingarnar. Babblar eitthvað í barm sér. Við erum ekki nógu stór til að velja áhuga þeirra enda er hársnyrtiiðn undirgrein innan Samtaka iðnaðarins en ekki atvinnuvegur með sterka talsmenn og samskiptastjóra í fullri vinnu eins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eða Bændasamtökin. Hagsmunafélög sem hafa dagskrárvald og greitt aðgengi að fjölmiðlum. Það gerir hins vegar óréttlæti skattheimtunnar ekkert minna. Gjör rétt, þol ei órétt… muniði? Ég er orðinn alveg skelfilega leiður á textuðum örmyndböndum og glansandi Canva-spjöldum þar sem þingvinir mínir í Sjálfstæðisflokknum, sem óþægilega mörg hafa ekki stundað rekstur eða stigið fæti í einkageirann, fara með einhverjar loftkenndar frelsismöntrur en boða engar alvöru breytingar eða upplýsa um yfirstandandi vinnslu þeirra. Þetta er auðvitað bara teknókratismi og sýndarstjórnmál sem enginn kaupir lengur, ekki einu sinni ykkar eigið fólk. Ef alvöru samkeppni væri á hægri væng stjórnmála yrðu eyru mín sperrt og augun opin. Vinstri flokkar hafa reyndar af og til lýst vilja til að auka svigrúm „lítilla og meðalstórra” fyrirtækja. Minna verður fyrirtækið ekki en í formi einyrkjans. Þannig að hér er kannski lag fyrir Samfylkingu Kristrúnar Frostadóttur sem vill færa gömlu hægri kratana heim á sinn bás? Við þetta má bæta að margar hársnyrtistofur greiða vísitölutengda húsaleigu sem fyrir er há á fjölförnum stöðum en hafa um leið ekki vísitölutengda verðskrá. Þannig þegar viðskiptavinurinn greiðir fyrir klippinguna sína er hún niðurgreidd af fagmanni og rakarinn er í rauninni fjármálaráðherra en ekki sá sem stendur við posann. Að lokum þetta Ég vil glaður greiða minn sanngjarna skerf til samfélagsins en þegar ég sé til dæmis að skattarnir mínir renna í að greiða skólamáltíðir barna og unglinga sem klæðast Moncler-dúnúlpum og fara fjórum sinnum á ári til útlanda með foreldrum sínum, sem með réttu eiga að fæða börn sín, þá fæ ég gubb í hálsinn. Eitt er að greiða sanngjarnan skatt fyrir alvöru velferð og nauðsynlega opinbera þjónustu en annað gervivelferð og tóma þvælu kjörinni fulltrúa til að mæta skálduðum þjónustuþörfum sem hvergi eiga sér stoð í raunveruleikanum. Lækkum frekar skatta, einföldum og afnemum þá sem eru íþyngjandi, sinnum opinberum verkefnum sem þarf að sinna og gefum skapandi athafnafólki rými til að vaxtar. Það er vit og hvati í því. Höfundur er rakari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég er einyrki. Ég er rakari sem fór í einkaskóla til að læra iðngreinina sem ég elska og greiddi allan kostnað af náminu sjálfur eða rúmar tvær milljónir króna. Íslenska ríkið styrkti mig ekki um eina krónu. Launin sem ég fæ hver mánaðamót ráðast eingöngu af fjölda þeirra sem ég klippi og eru þannig breytileg. Ég þarf að leggja fyrir til að eiga fyrir stuttu sumarfríi og að geta tekið veikindadaga. Ég greiði fullan tekjuskatt eins og aðrir borgarar landsins og til viðbótar fullan virðisaukaskatt af vinnu minni með eigin höndum. Þannig greiði ég um 65% skatt af innkomunni. Þegar við bætist stólaleiga og rekstrarkostnaður minn (kaupi öll tæki og tól sjálfur) má með sanni segja að um og innan við 30% innkomunnar rati í minn vasa. — Er það sanngjarnt? Þessi rekstrarskilyrði hafa orðið til þess að of margt fólk í minni iðngrein vinnur sér til húðar. Keppist við að stytta þjónustutíma til að koma fleirum að sem bitnar á þjónustugæðum og er mikið álag. Það vinnur fram á kvöld, um helgar og á rauðum dögum til að standa undir sér. Þetta á auðvitað ekki að vera svona og er engum hollt. Það er líka vinna að byggja upp þessa vinnu. Þú þarft að markaðssetja þig sem fagmann og beinlínis sækja þér viðskiptavini fyrstu árin. Bjóða fríar klippingar í fyrstu heimsókn eða fyrir málamyndagjald. Ella verður mjög hægur eða enginn vöxtur. Mér hefur gengið vel í þessum efnum enda lagt mikið í þá vinnu sem fer fram á kvöldin eftir langan vinnudag. Ég lifi lífi sem kalla mætti ef það væri háskólakúrs „Kapitalismi 103.” Að öllu leyti nema því að ágóða erfiðis míns fær íslenska ríkið. Sem gengur gegn grunnreglu hins frjálsa markaðshagkerfis og gerir það marklaust. Ég held litlu sem engu til áframhaldandi vaxtar. Mun betra var fyrir mig fjárhagslega að sitja tilgangslausa fundi, svara tölvupóstum og drekka pumpukaffi í vinnu fyrir hið opinbera – en um leið auðvitað andlegur dauði. Tilviljanakenndur virðisaukaskattur Ég þekki fólk sem framleiðir sjónvarpsefni og fær til þess ríkisstyrki og það greiðir engan virðisauka af sinni vinnu því þetta flokkast sem menning. Tannlæknar sem vinna líka með höndunum greiða heldur ekki vsk því það er heilbrigðisþjónusta. Að setja hársnyrta til jafns við iðnaðarmenn í byggingariðnaði þar sem einstök verk geta aflað þeim mikilla tekna, svo hleypur á milljónum króna, er ekki líku saman að jafna. Það að setja virðisaukaskatt ofan á tekjuskatt hársnyrta, harðduglega einyrkja, gerir það að verkum að þau sem eru í stólaleigu gefa upp á sig lægri tekjur sem síðar bitnar á lífeyrisgreiðslum til þeirra. Og já, við skattpíningu blómstrar svarta hagkerfið og erfitt að áfellast nokkurn fyrir að bjarga sér við svo óhagfelldar aðstæður. En er það allra hagur? Áhugaleysi Sjálfstæðisflokks tækifæri Kristrúnar? Ég hef gert margar tilraunir til að vekja athygli þingmanna á þessu, einkum míns flokks Sjálfstæðisflokksins þar sem blómlegt atvinnulíf, athafnafrelsi og lægri skattheimta sem tryggir að hinn duglegi nýtur eigin uppskeru, á að vera grunnstef. Fólki bregður að heyra tölurnar en gerir svo ekkert meira með upplýsingarnar. Babblar eitthvað í barm sér. Við erum ekki nógu stór til að velja áhuga þeirra enda er hársnyrtiiðn undirgrein innan Samtaka iðnaðarins en ekki atvinnuvegur með sterka talsmenn og samskiptastjóra í fullri vinnu eins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eða Bændasamtökin. Hagsmunafélög sem hafa dagskrárvald og greitt aðgengi að fjölmiðlum. Það gerir hins vegar óréttlæti skattheimtunnar ekkert minna. Gjör rétt, þol ei órétt… muniði? Ég er orðinn alveg skelfilega leiður á textuðum örmyndböndum og glansandi Canva-spjöldum þar sem þingvinir mínir í Sjálfstæðisflokknum, sem óþægilega mörg hafa ekki stundað rekstur eða stigið fæti í einkageirann, fara með einhverjar loftkenndar frelsismöntrur en boða engar alvöru breytingar eða upplýsa um yfirstandandi vinnslu þeirra. Þetta er auðvitað bara teknókratismi og sýndarstjórnmál sem enginn kaupir lengur, ekki einu sinni ykkar eigið fólk. Ef alvöru samkeppni væri á hægri væng stjórnmála yrðu eyru mín sperrt og augun opin. Vinstri flokkar hafa reyndar af og til lýst vilja til að auka svigrúm „lítilla og meðalstórra” fyrirtækja. Minna verður fyrirtækið ekki en í formi einyrkjans. Þannig að hér er kannski lag fyrir Samfylkingu Kristrúnar Frostadóttur sem vill færa gömlu hægri kratana heim á sinn bás? Við þetta má bæta að margar hársnyrtistofur greiða vísitölutengda húsaleigu sem fyrir er há á fjölförnum stöðum en hafa um leið ekki vísitölutengda verðskrá. Þannig þegar viðskiptavinurinn greiðir fyrir klippinguna sína er hún niðurgreidd af fagmanni og rakarinn er í rauninni fjármálaráðherra en ekki sá sem stendur við posann. Að lokum þetta Ég vil glaður greiða minn sanngjarna skerf til samfélagsins en þegar ég sé til dæmis að skattarnir mínir renna í að greiða skólamáltíðir barna og unglinga sem klæðast Moncler-dúnúlpum og fara fjórum sinnum á ári til útlanda með foreldrum sínum, sem með réttu eiga að fæða börn sín, þá fæ ég gubb í hálsinn. Eitt er að greiða sanngjarnan skatt fyrir alvöru velferð og nauðsynlega opinbera þjónustu en annað gervivelferð og tóma þvælu kjörinni fulltrúa til að mæta skálduðum þjónustuþörfum sem hvergi eiga sér stoð í raunveruleikanum. Lækkum frekar skatta, einföldum og afnemum þá sem eru íþyngjandi, sinnum opinberum verkefnum sem þarf að sinna og gefum skapandi athafnafólki rými til að vaxtar. Það er vit og hvati í því. Höfundur er rakari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun