Af auðvaldsmönnum og undirlægjuhætti Ester Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:01 Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun