Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 23:54 Radcliffe á stóran hluta frama síns J.K. Rowling að þakka en hann telur það ekki þýða að hann skuldi henni nokkuð um hans helstu hjartans mál. Vísir/EPA Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk. Rowling hefur orðið tíðrétt um trans fólk á undanförnum misserum og ítrekað lýst því sem hættulegu konum í ræðu og riti. Radcliffe lýsti stuðningi við trans fólk eftir að Rowling kallaði trans fólk „rándýr“ árið 2020. Emma Watson og Rupert Grint, meðleikarar Radcliffe, andmæltu orðum Rowling sömuleiðis. Breski rithöfundurinn hefur ekki fyrirgefið leikurunum fyrir að vera öndverðrar skoðunar. Í síðasta mánuði sakaði hún Radcliffe og hin um að halla sér upp að hreyfingu sem græfi undan konum og átti þar sem trans fólk. Radcliffe segist ekki hafa átt í neinum beinum samskiptum við Rowling eftir að hann mótmælti henni árið 2020 í viðtali við tímaritið Atlantic. Honum þyki það ákaflega dapurlegt. Um ummæli sín fyrir fjórum árum segir Radcliffe að honum hefði fundist það heigulskapur af sér að segja ekkert í ljósi þess að hann hefði unnið með samtökum sem reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg hinsegin fólks um árabil, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ég vildi reyna að hjálpa fólki sem varð fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ummælum og að segja að ef þetta væru skoðanir Jo [Rowling] þá væru það ekki skoðanir allra þeirra sem tengdust Potter-merkinu,“ segir Radcliffe. Þrátt fyrir að líf hans hefði verið allt annað hefði Rowling ekki skapað Harry Potter þá þýði það ekki að sannfæring hans sé bundin henni alla tíð. „Ég held áfram að styðja rétt alls LGBTQ-fólks og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það,“ segir leikarinn. Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Hollywood Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Rowling hefur orðið tíðrétt um trans fólk á undanförnum misserum og ítrekað lýst því sem hættulegu konum í ræðu og riti. Radcliffe lýsti stuðningi við trans fólk eftir að Rowling kallaði trans fólk „rándýr“ árið 2020. Emma Watson og Rupert Grint, meðleikarar Radcliffe, andmæltu orðum Rowling sömuleiðis. Breski rithöfundurinn hefur ekki fyrirgefið leikurunum fyrir að vera öndverðrar skoðunar. Í síðasta mánuði sakaði hún Radcliffe og hin um að halla sér upp að hreyfingu sem græfi undan konum og átti þar sem trans fólk. Radcliffe segist ekki hafa átt í neinum beinum samskiptum við Rowling eftir að hann mótmælti henni árið 2020 í viðtali við tímaritið Atlantic. Honum þyki það ákaflega dapurlegt. Um ummæli sín fyrir fjórum árum segir Radcliffe að honum hefði fundist það heigulskapur af sér að segja ekkert í ljósi þess að hann hefði unnið með samtökum sem reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg hinsegin fólks um árabil, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ég vildi reyna að hjálpa fólki sem varð fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ummælum og að segja að ef þetta væru skoðanir Jo [Rowling] þá væru það ekki skoðanir allra þeirra sem tengdust Potter-merkinu,“ segir Radcliffe. Þrátt fyrir að líf hans hefði verið allt annað hefði Rowling ekki skapað Harry Potter þá þýði það ekki að sannfæring hans sé bundin henni alla tíð. „Ég held áfram að styðja rétt alls LGBTQ-fólks og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það,“ segir leikarinn.
Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Hollywood Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira