Segir verðlaunafé valda sundrung meðal íþróttafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 16:31 Spretthlauparinn Allyson Felix hefði svo sannarlega rakað inn verðlaunafé á Ólympíuleikum ef það hefði verið í boði þegar hún keppti. Getty/Tim Clayton Sir Steve Redgrave, fimmfaldur ólympíumeistari í róðri, er alls ekki hrifinn af ákvörðun alþjóða frjálsíþróttasambandsins um að veita í fyrsta sinn verðlaunafé á Ólympíuleikunum í París í sumar. Tilkynnt var í apríl að ólympíumeistarar allra greina í frjálsum íþróttum myndu fá 50.000 Bandaríkjadali hver í verðlaun, eða rúmar sjö milljónir króna. Þar með verður alþjóða frjálsíþróttasambandið fyrst allra í sögunni til að veita verðlaunafé á Ólympíuleikunum, og að mati Redgrave er það ekki í anda ólympíuhugsjónarinnar. Á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles verður svo gengið skrefi lengra því þá fá gull-, silfur- og bronsverðlaunahafar í frjálsum íþróttum allir verðlaun. „Allir þessir gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum geta unnið sér inn umtalsverðar fjárhæðir bæði fyrir og svo sannarlega eftir leikana í París, svo þarna er verið að gefa fólki peninga sem þarf þá ekki,“ sagði Redgrave við BBC. Steve Redgrave, annar frá vinstri, vann fimm ólympíugullverðlaun í róðri á sínum tíma.Getty/Ross Kinnaird „Þarna verða til „við og þau“-kringumstæður,“ sagði Redgrave sem er í fjórða sæti yfir þá Breta sem unnið hafa flest ólympíugull, eftir að hafa unnið fimm slík á árunum 1984-2000. „Ég spjaraði mig ágætlega – þó að ég hafi nú fengið meiri pening eftir að ég hætti en þegar ég var að róa – en ég er á móti þessu,“ sagði Redgrave og bætti við að hann vildi frekar að peningunum yrði dreift á milli annarra íþróttagreina. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Tilkynnt var í apríl að ólympíumeistarar allra greina í frjálsum íþróttum myndu fá 50.000 Bandaríkjadali hver í verðlaun, eða rúmar sjö milljónir króna. Þar með verður alþjóða frjálsíþróttasambandið fyrst allra í sögunni til að veita verðlaunafé á Ólympíuleikunum, og að mati Redgrave er það ekki í anda ólympíuhugsjónarinnar. Á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles verður svo gengið skrefi lengra því þá fá gull-, silfur- og bronsverðlaunahafar í frjálsum íþróttum allir verðlaun. „Allir þessir gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum geta unnið sér inn umtalsverðar fjárhæðir bæði fyrir og svo sannarlega eftir leikana í París, svo þarna er verið að gefa fólki peninga sem þarf þá ekki,“ sagði Redgrave við BBC. Steve Redgrave, annar frá vinstri, vann fimm ólympíugullverðlaun í róðri á sínum tíma.Getty/Ross Kinnaird „Þarna verða til „við og þau“-kringumstæður,“ sagði Redgrave sem er í fjórða sæti yfir þá Breta sem unnið hafa flest ólympíugull, eftir að hafa unnið fimm slík á árunum 1984-2000. „Ég spjaraði mig ágætlega – þó að ég hafi nú fengið meiri pening eftir að ég hætti en þegar ég var að róa – en ég er á móti þessu,“ sagði Redgrave og bætti við að hann vildi frekar að peningunum yrði dreift á milli annarra íþróttagreina.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira