Segir verðlaunafé valda sundrung meðal íþróttafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 16:31 Spretthlauparinn Allyson Felix hefði svo sannarlega rakað inn verðlaunafé á Ólympíuleikum ef það hefði verið í boði þegar hún keppti. Getty/Tim Clayton Sir Steve Redgrave, fimmfaldur ólympíumeistari í róðri, er alls ekki hrifinn af ákvörðun alþjóða frjálsíþróttasambandsins um að veita í fyrsta sinn verðlaunafé á Ólympíuleikunum í París í sumar. Tilkynnt var í apríl að ólympíumeistarar allra greina í frjálsum íþróttum myndu fá 50.000 Bandaríkjadali hver í verðlaun, eða rúmar sjö milljónir króna. Þar með verður alþjóða frjálsíþróttasambandið fyrst allra í sögunni til að veita verðlaunafé á Ólympíuleikunum, og að mati Redgrave er það ekki í anda ólympíuhugsjónarinnar. Á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles verður svo gengið skrefi lengra því þá fá gull-, silfur- og bronsverðlaunahafar í frjálsum íþróttum allir verðlaun. „Allir þessir gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum geta unnið sér inn umtalsverðar fjárhæðir bæði fyrir og svo sannarlega eftir leikana í París, svo þarna er verið að gefa fólki peninga sem þarf þá ekki,“ sagði Redgrave við BBC. Steve Redgrave, annar frá vinstri, vann fimm ólympíugullverðlaun í róðri á sínum tíma.Getty/Ross Kinnaird „Þarna verða til „við og þau“-kringumstæður,“ sagði Redgrave sem er í fjórða sæti yfir þá Breta sem unnið hafa flest ólympíugull, eftir að hafa unnið fimm slík á árunum 1984-2000. „Ég spjaraði mig ágætlega – þó að ég hafi nú fengið meiri pening eftir að ég hætti en þegar ég var að róa – en ég er á móti þessu,“ sagði Redgrave og bætti við að hann vildi frekar að peningunum yrði dreift á milli annarra íþróttagreina. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Tilkynnt var í apríl að ólympíumeistarar allra greina í frjálsum íþróttum myndu fá 50.000 Bandaríkjadali hver í verðlaun, eða rúmar sjö milljónir króna. Þar með verður alþjóða frjálsíþróttasambandið fyrst allra í sögunni til að veita verðlaunafé á Ólympíuleikunum, og að mati Redgrave er það ekki í anda ólympíuhugsjónarinnar. Á Ólympíuleikunum 2028 í Los Angeles verður svo gengið skrefi lengra því þá fá gull-, silfur- og bronsverðlaunahafar í frjálsum íþróttum allir verðlaun. „Allir þessir gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum geta unnið sér inn umtalsverðar fjárhæðir bæði fyrir og svo sannarlega eftir leikana í París, svo þarna er verið að gefa fólki peninga sem þarf þá ekki,“ sagði Redgrave við BBC. Steve Redgrave, annar frá vinstri, vann fimm ólympíugullverðlaun í róðri á sínum tíma.Getty/Ross Kinnaird „Þarna verða til „við og þau“-kringumstæður,“ sagði Redgrave sem er í fjórða sæti yfir þá Breta sem unnið hafa flest ólympíugull, eftir að hafa unnið fimm slík á árunum 1984-2000. „Ég spjaraði mig ágætlega – þó að ég hafi nú fengið meiri pening eftir að ég hætti en þegar ég var að róa – en ég er á móti þessu,“ sagði Redgrave og bætti við að hann vildi frekar að peningunum yrði dreift á milli annarra íþróttagreina.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira