„Aldrei verið eins stressuð í lífinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:20 Kolbrún fagnar á bekknum Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ótrúlegan þriggja stiga sigur gegn Keflavík 85-82. Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigurinn. „Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
„Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira