Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2024 11:08 Systurnar Elísabet, Elín og Sigríður tóku þótt fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2022. Nú skipuleggja þær, ásamt móður sinni, Ellen Kristjánsdóttur, samstöðutónleika með Palestínu sem fara fram á sama tíma og fyrri undankeppni Eurovision í ár. Mynd/Hulda Margrét Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. Elísabet segir tónleikana vera annan valkost fyrir þau sem ekki vilja horfa eða fylgjast með Eurovision í ár. Aðallega snúist þeir þó um samstöðu með fólkinu á Gasa sem hafi upplifað miklar hörmungar síðasta hálfa árið. „Ég og Zoey vinkona mín vorum, eins og margir aðrir, vorum búnar að tala um að vera með tónleika fyrir Palestínu. Mín skoðun er að allar þjóðir hefðu átt að neita að taka þátt í Eurovision en ég get ekki breytt því. Þannig ég hugsaði bara um hvað ég gæti gert til að hjálpa og það væri hægt að vera með tónleika,“ segir Elísabet. Allur ágóði til Rauða krossins og UNICEF Viðbrögðin hafi ekki staðið á sér. Þau sem koma fram á tónleikunum eru GDRN, Emmsjé Gauti,, Ásgeir Trausti, Una Torfa, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Systur, Lay Low, Sigríður Thorlacius, Svala Björgvins, Pálmi Gunnarsson og hljómsveitin TÁR. Kynnir á tónleikunum er leikkonan Íris Tanja Flygenring. „Það er ótrúlegt hvað við erum heppin að eiga svona frábært tónlistarfólk sem vilja koma saman og sýna samstöðu,“ segir Elísabet. Allir tónlistarmennirnir gefa vinnuna sína. Allur ágóði rennur svo til UNICEF á Íslandi og Rauða kross Íslands og mannúðarstarfs þeirra á Gasa. Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, kemur fram á tónleikunum. Vísir/Vilhelm „Það eina sem þessir tónleikar snúast um er samstaða, að hjálpa á þann hátt sem við getum og að safna peningum. Það er svo hörmulegt ástandið. Maður er bara lamaður og vill gera allt sem maður getur til að hjálpa. Ég er svo þakklát að geta notað tónlistina í það,“ segir Elísabet. Tónleikarnir séu tækifæri fyrir alla sem að þeim koma, tónlistarmenn, tæknifólk og áhorfendur, til að koma saman og sýna samstöðu. Kölluðu eftir sniðgöngu Á sama tíma og tónleikarnir fara fram fer fyrri undankeppni Eurovision fram í Malmö. Íslenski hópurinn er hluti af fyrri undankeppninni. Mikill fjöldi mótmælti þátttöku Íslands í keppninni í ár vegna þátttöku Ísrael. Kallað var eftir sniðgöngu en RÚV tilkynnti á meðan Söngvakeppninni stóð að þátttaka Íslands yrði metin í samráði við sigurvegara. Hera Björk var afdráttarlaus að hún myndi vilja fara út og fór hún með sigur af hólmi í Söngvakeppninni. Íslenski hópurinn er nú staddur í Malmö þar sem hann undirbýr keppni. Verðið á tónleikamiðanum er fjögur þúsund krónur en Elísabet segir að inn á miðasölusíðunni sé tengill á bæði hjálparstarf Rauða krossins og UNICEF á Íslandi og fólki sé frjálst að styrkja starf þeirra aukalega. „Þetta snýst bara um samstöðu. Vissulega er það yfirlýsing að vera með þetta á sama tíma [og Eurovision innsk. blm.] en það hefur ekkert með keppandann að gera eða nokkuð annað.“ Eurovision Tónleikar á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24 Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. 8. apríl 2024 21:22 Gísli Marteinn lýsir ekki Eurovision í ár Gísli Marteinn Baldursson mun ekki lýsa Eurovision söngvakeppninni í ár. Ástæðan er framganga Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni og skortur þar á. 8. apríl 2024 14:48 Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34 „Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Elísabet segir tónleikana vera annan valkost fyrir þau sem ekki vilja horfa eða fylgjast með Eurovision í ár. Aðallega snúist þeir þó um samstöðu með fólkinu á Gasa sem hafi upplifað miklar hörmungar síðasta hálfa árið. „Ég og Zoey vinkona mín vorum, eins og margir aðrir, vorum búnar að tala um að vera með tónleika fyrir Palestínu. Mín skoðun er að allar þjóðir hefðu átt að neita að taka þátt í Eurovision en ég get ekki breytt því. Þannig ég hugsaði bara um hvað ég gæti gert til að hjálpa og það væri hægt að vera með tónleika,“ segir Elísabet. Allur ágóði til Rauða krossins og UNICEF Viðbrögðin hafi ekki staðið á sér. Þau sem koma fram á tónleikunum eru GDRN, Emmsjé Gauti,, Ásgeir Trausti, Una Torfa, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Systur, Lay Low, Sigríður Thorlacius, Svala Björgvins, Pálmi Gunnarsson og hljómsveitin TÁR. Kynnir á tónleikunum er leikkonan Íris Tanja Flygenring. „Það er ótrúlegt hvað við erum heppin að eiga svona frábært tónlistarfólk sem vilja koma saman og sýna samstöðu,“ segir Elísabet. Allir tónlistarmennirnir gefa vinnuna sína. Allur ágóði rennur svo til UNICEF á Íslandi og Rauða kross Íslands og mannúðarstarfs þeirra á Gasa. Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, kemur fram á tónleikunum. Vísir/Vilhelm „Það eina sem þessir tónleikar snúast um er samstaða, að hjálpa á þann hátt sem við getum og að safna peningum. Það er svo hörmulegt ástandið. Maður er bara lamaður og vill gera allt sem maður getur til að hjálpa. Ég er svo þakklát að geta notað tónlistina í það,“ segir Elísabet. Tónleikarnir séu tækifæri fyrir alla sem að þeim koma, tónlistarmenn, tæknifólk og áhorfendur, til að koma saman og sýna samstöðu. Kölluðu eftir sniðgöngu Á sama tíma og tónleikarnir fara fram fer fyrri undankeppni Eurovision fram í Malmö. Íslenski hópurinn er hluti af fyrri undankeppninni. Mikill fjöldi mótmælti þátttöku Íslands í keppninni í ár vegna þátttöku Ísrael. Kallað var eftir sniðgöngu en RÚV tilkynnti á meðan Söngvakeppninni stóð að þátttaka Íslands yrði metin í samráði við sigurvegara. Hera Björk var afdráttarlaus að hún myndi vilja fara út og fór hún með sigur af hólmi í Söngvakeppninni. Íslenski hópurinn er nú staddur í Malmö þar sem hann undirbýr keppni. Verðið á tónleikamiðanum er fjögur þúsund krónur en Elísabet segir að inn á miðasölusíðunni sé tengill á bæði hjálparstarf Rauða krossins og UNICEF á Íslandi og fólki sé frjálst að styrkja starf þeirra aukalega. „Þetta snýst bara um samstöðu. Vissulega er það yfirlýsing að vera með þetta á sama tíma [og Eurovision innsk. blm.] en það hefur ekkert með keppandann að gera eða nokkuð annað.“
Eurovision Tónleikar á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24 Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. 8. apríl 2024 21:22 Gísli Marteinn lýsir ekki Eurovision í ár Gísli Marteinn Baldursson mun ekki lýsa Eurovision söngvakeppninni í ár. Ástæðan er framganga Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni og skortur þar á. 8. apríl 2024 14:48 Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56 Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34 „Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24
Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. 8. apríl 2024 21:22
Gísli Marteinn lýsir ekki Eurovision í ár Gísli Marteinn Baldursson mun ekki lýsa Eurovision söngvakeppninni í ár. Ástæðan er framganga Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni og skortur þar á. 8. apríl 2024 14:48
Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. 22. mars 2024 10:56
Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34
„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. 11. mars 2024 23:16