Bara Eiður Smári og Bjargvætturinn höfðu skorað fyrir sextán ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 12:01 Viktor Bjarki Daðason fagnar hér markinu sínu á móti Valsmönnum í gær. vísir/Anton Viktor Bjarki Daðason varð í gær þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild karla á Íslandi frá upphafi og setti um leið nýtt félagsmet hjá Fram. Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007 Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira